Fréttablaðið - 29.05.2009, Page 51

Fréttablaðið - 29.05.2009, Page 51
FÖSTUDAGUR 29. maí 2009 STJARNAN 2-1 FYLKIR 1-0 Steinþór Þorsteinsson (5.) 1-1 Valur F. Gíslason, víti (11.) 2-1 Björn Pálsson (34.) Stjörnuvöllur, áhorf.: 738 Vilhjálmur Alvar Þórarinsson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 17–8 (9–4) Varin sk. Kjartan 0 (Davíð 4) – Fjalar 7 Horn 8–6 Aukaspyrnur fengnar 17–10 Rangstöður 0–8 Stjarnan 4–5–1 Kjartan Ólafsson - Guðni R. Helgason 7, Tryggvi Bjarnason 7, Daníel Laxdal 8, Hafsteinn R. Helgason 7 - Steinþór Þorsteinsson 8, Jóhann Laxdal - (10., Davíð Guðjónsson 8 ML), Birgir Birgisson 7 (83., Andri Sigurjónsson -), Björn Pálsson 7, Halldór Björnsson 6 - Þorvaldur Árnason 6 (90., Bjarki Páll Eysteinsson -). Fylkir 4–3–3 Fjalar Þorgeirsson 6 - Andrés Már Jóhannesson 6, Kristján Valdimarsson 5, Einar Pétursson 5, Tómas Þorsteinsson 3 (46., Þórir Hannesson 5) - Ásgeir Börkur Ásgeirsson 4 (64., Ólafur Stígsson 5), Valur Fannar Gíslason 5, Halldór Hilmisson 4 - Ingmundur Óskarsson 4, Pape Faye 3 (46., Kjartan Baldvinsson 5), Kjartan Á. Breiðdal 6. FÓTBOLTI Sextán ára markvörður Stjörnunnar, Davíð Guðjónsson, stal senunni í leik Stjörnunnar og Fylkis í gær. Davíð kom óvænt inn á eftir aðeins tíu mínútur þegar Kjartan Ólafsson var rekinn útaf með rautt spjald og stóð sig frá- bærlega í eftirminnilegum sigri nýliðanna. Stjörnumenn skoruðu sigur- markið manni færri, ógnuðu Fylk- ismönnum allan leikinn og unnu 2- 1 – sinn fjórða sigur í fyrstu fimm umferðum Pepsi-deildarinnar. Stjörnumenn höfðu mikið fyrir því að fá Kjartan Ólafsson í mark- ið fyrir leikinn og það var því grát- broslegt þegar hann þurfti að yfir- gefa völlinn með rautt spjald eftir aðeins níu mínútna leik. Kjartan lenti þá í svipaðri stöðu og Bjarni Þórður Halldórsson á móti FH í síðasta leik og niðurstaðan var sú sama – víti og rautt spjald. Bjarni Jóhannsson þurfti því að senda sextán ára strák í markið í sínum fyrsta meistaraflokksleik. Davíð Guðjónsson fór í vitlaust horn í vítinu en honum óx síðan ásmegin eftir það. Það var ekki nóg með að hann kæmi inn á óundirbú- inn og við erfiðar aðstæður held- ur þurfti hann einnig að standa í marki á móti vindinum allan fyrri hálfleikinn. „Ég var að deyja úr stressi en ég reyndi bara að hugsa um leikinn og einbeita mér að honum,“ sagði Davíð eftir leikinn og þjálfarinn Bjarni Jóhannsson gat ekki annað en dáðst að drengnum eins og allir stuðningsmenn Stjörnunnar sem kölluðu látlaust: „Dabbi kóngur“ á áhorfendapöllunum. „Þessi innákoma Davíðs kom öllum á óvart og honum sennilega mest sjálfum. Ég held að það hafi varla runnið í honum blóðið því hann var allavega fölur í fram- an þegar hann fór inn á völlinn,“ sagði Bjarni í léttum tón og hann var stoltur af liði sínu. „Liðið brást ótrúlega rétt við þessu og við erum með dugnaðar- stráka sem eru spenntir fyrir því að vera í úrvalsdeild þar sem þeir hafa fæstir verið áður. Við vorum fljótir að finna taktinn í varnar- leiknum og tókst líka um leið að ógna marki þeirra. Þetta var alveg magnaður sigur,“ sagði Bjarni. „Við áttum að gera betur í dag. Við töpuðum þessum leik ekki útaf gervigrasinu heldur töpuðum við honum út af okkar hugarfari. Það eru margir ungir strákar í liðinu og það tekur tíma að ná upp stöð- ugleika í liðinu,“ sagði Ólafur Þórð- arson, þjálfari Fylkis, sem dáðist líka að Davíð. „Ég skil ekki af hverju þeir voru að kaupa sér markmann þegar þeir voru með þennan fína varamark- mann. Hann varði eins og skepna og hélt þeim á floti. Þeir voru bara að kasta peningunum en það góða við þetta var að Fylkir fékk 35 þús- und fyrir hinn markmanninn,“ sagði Ólafur. Steinþór Freyr Þorsteinsson var allt í öllu í sóknaraðgerð- um Stjörnumanna og duglegur að stríða stöðum varnarmönnum Fylkis sem gekk síðan einnig illa að verjast stórhættulegum föst- um leikatriðum Garðabæjarliðs- ins. Steinþór skoraði fyrra mark- ið og lagði síðan það seinna upp auk þess að búa til mun fleiri góð færi fyrir félaga sína. Davíð var maður leiksins, Daníel Laxdal fyrirliði var baráttumaður leiks- ins en Steinþór var besti maður vallarins. - óój Tíu Stjörnumenn lögðu Fylki í Garðabæ: Sextán ára strákur stal senunni Í BANASTUÐI Steinþór Freyr átti enn einn stórleikinn fyrir Stjörnuna í gær. Stjarnan vann þrátt fyrir að vera manni færri. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.