Fréttablaðið - 29.05.2009, Síða 54

Fréttablaðið - 29.05.2009, Síða 54
34 29. maí 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SEGIR MAMMA? LÁRÉTT 2. ofsi, 6. fyrirtæki, 8. sjáðu, 9. þrot, 11. hvort, 12. stó, 14. pjátur, 16. kaup- stað, 17. skýra frá, 18. námstímabil, 20. verkfæri, 21. láð. LÓÐRÉTT 1. formóðir, 3. í röð, 4. hella, 5. mærð, 7. biðja ákaft, 10. að, 13. lúsaegg, 15. sálga, 16. ófarnaður, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. ærsl, 6. ms, 8. sko, 9. mát, 11. ef, 12. arinn, 14. blikk, 16. bæ, 17. tjá, 18. önn, 20. al, 21. land. LÓÐRÉTT: 1. amma, 3. rs, 4. skenkja, 5. lof, 7. sárbæna, 10. til, 13. nit, 15. kála, 16. böl, 19. nn. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8 1 130 milljónir. 2 Red Bull Cola. 3 Álfheiður Ingadóttir. „Hún hefur alltaf verið alveg svakalega sjálfstæð og haft mikla sköpunargleði, verið hugmyndarík, hugrökk og það stoppar hana ekki neitt. Hún þorir að vera hún sjálf og mér finnst það hennar besti kostur. Svo er hún rosalega skemmti- legur karakter og ég er ofsalega stolt af henni.“ Guðbjörg Guðjónsdóttir, móðir Mörtu Sifjar Ólafsdóttur, sem vann hljómsveita- keppnina Þorskastríðið 2009. „Hér hafa aldrei verið fleiri kett- lingar, mér telst til að þeir séu milli 25 og 30 hjá okkur núna,“ segir Sigríður Heiðberg, formað- ur Kattholts. Eins og mörg und- anfarin ár reynist sumarið erfitt fyrir Kattholt og ketti almennt. Fólk fer í sumarfrí og á í mestum erfiðleikum með að fá fóstur fyrir gæludýrin. Kreppan hefur einnig leikið dýrahaldið grátt, dýrara er að hafa gæludýr á heimilunum og stundum eru ferfætlingarnir þeir fyrstu sem fá að finna fyrir niður- skurðarhníf heimilisbókhaldsins. Enda segir Sigríður árið í ár eilítið öðruvísi; fólk hafi ekki leng- ur efni á því að fara með dýrin til dýralæknis og láta taka þau úr sambandi og því berist óvenju margir smáir og sætir kettlingar um þessar mundir. „Kreppan er bara komin í Kattholt, það er ekk- ert flóknara en það,“ útskýrir Sig- ríður og bætir við að líknarfélag- ið anni ekki lengur þessum fjölda dýra. Enda má ekki gleyma því að fjölmargar læður og fress eru einnig skilin eftir á hlaðinu í Katt- holti. „Fáir ánafna peningum til okkar um þessar mundir og þetta er sennilega í fyrsta skipti sem ég bið dýravini og fólki sem þykir vænt um málleysingjana að gefa okkur kattamat. Svo að við getum allavega gefið þeim að borða.“ Örlög kettlinganna velta á því hvort fyrir þá finnist heimili. „Og svo, þegar svona margir kettling- ar eru samankomnir á einum stað, koma upp veikindi og ónæmiskerf- ið hrynur. Og svo eru auðvitað ekki allir sem geta lifað,“ útskýrir Sig- ríður og það er augljóslega þungt yfir henni. Enda þykir henni erf- itt að hugsa til þess að einhverjir af hinum snoppufríðu kettlingum muni aldrei njóta alls þess besta sem kattarlífið hefur upp á að bjóða. Fréttablaðið greindi frá því á svipuðum tíma í fyrra að óskilakisur hefðu aldrei verið fleiri. Þá voru 52 sem biðu upp á von og óvon hvort einhver dýravin- ur hefði bolmagn til að taka kisu að sér. En nú eru það ungarnir sem verða fyrir barðinu á kreppunni og eru skildir eftir fyrir utan Kattholt og annars staðar á höfuðborgar- svæðinu. „Við fundum einn í Smár- anum, einan og yfirgefinn, en sem betur fer fundum við strax gott heimili fyrir hann. Við vorum ekk- ert að bíða í þessa viku sem venjan er enda hefur enginn spurst fyrir um hann,“ segir Sigríður. freyrgigja@frettabladid.is SIGRÍÐUR HEIÐBERG: ALDREI FLEIRI KETTLINGAR Kreppan er komin í Kattholt SAKLAUS GREY Sigríður Heiðberg segir aldrei fleiri kettlinga hafa komið í Kattholt en um þessar mundir. Ástæðan sé sú að fólk láti ekki taka dýrin úr sambandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hljómsveitin Sigur Rós ætlar að spila á undan fyrirlestri Dalai Lama í Laugardalshöll á þriðjudag- inn. Aðeins eitt lag verður á efnis- skránni og er uppákoman ætluð sem falleg gjöf handa þeim gest- um sem hafa borgað sig inn. Þátt- töku Sigur Rósar hefur verið hald- ið leyndri í dágóðan tíma enda var henni ætlað að koma áhorfendum á óvart þegar að fyrirlestrin- um kæmi. Skipuleggjandinn Þórhalla Björnsdóttir stað- festi þátttöku Sigur Rósar við Frétta- bl að ið en vildi annars ekkert tjá sig um málið. Söngvarinn Jónsi verður reyndar ekki með félög- um sínum í Höllinni því hann verð- ur stadd- ur erlendis á sama tíma. Hinir meðlimirnir sjá því um að koma áhorf- endum í rétta hugar- ástandið áður en hinn andlegi leiðtogi Tíbets stígur á svið og eys úr viskubrunni sínum. Tón- Hita upp fyrir friðarleiðtoga SIGUR RÓS Hljómsveitin Sigur Rós hitar upp fyrir friðarleiðtogann Dalai Lama á þriðjudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Hún verður bara að bíða til næsta árs, umsjónarmaðurinn ætlaði að koma með ein- hverjar tillögur en þær komu ekki,“ segir Sig- rún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri Rásar 1 og 2. Eins og kom fram í fjölmiðlum fyrir páskana ákvað Sigrún að slá af spurningakeppni fjöl- miðlanna, vinsælt útvarpsefni í umsjá Ævars Arnar Jósepssonar. Sigrún hafði varla sleppt orðinu þegar Bylgjan stökk á hugmyndina, fékk sjónvarpsmanninn Loga Bergmann í lið með sér og hélt keppnina. Málið fékk svo á sig hinn skemmtilegasta og farsakenndasta blæ því Sigrún birtist, öllum að óvörum, á mbl.is skömmu seinna og tilkynnti að Rás 2 hygðist halda spurninga- keppni fjölmiðlanna, ekki um páskana heldur hvítasunnuhelgina. Og að Ævar Örn myndi útfæra hana að einhverju leyti í samræmi við nýtt landslag. „Ég hef [...] orðið vör við mikinn áhuga á að henni verði fram haldið þannig að ég er búin að ræða við Ævar Örn Jósepsson spyril um að útfæra nýja útgáfu í ár,“ sagði Sigrún í samtali við vefinn. Ævar Örn viðurkennir að spurninga- keppnin um hvítasunnuhelgina hafi dottið upp fyrir í sinni dagskrá. „Eftir að þessu var frestað um pásk- ana setti ég þetta bara á ís og fór að einbeita mér að öðrum hlutum,“ segir Ævar en hann hefur unnið dag og nótt að undirbúningi glæpasagnahátíðar í Reykja- vík sem hefst í dag. „Og svo var nú held- ur ekki verið að ýta mikið á mig, þannig að eitthvað virðist hafa skort upp á áhugann,“ bætir Ævar við. Stóri dagurinn rennur hins vegar upp hjá honum klukkan fjögur í Nor- ræna húsinu því þá afhentir menntamálaráð- herra Glerlykilinn. Sú samkunda er opin öllum, ekki bara fjölmiðlamönnum líkt og spurningakeppnin sáluga. - fgg Spurningakeppninni slaufað DALAI LAMA Friðarleiðtoginn mun ylja sér við ómþýða tóna Sigur Rósar í Höllinni. BÍÐUR BETRI TÍMA Sig- rún Stefánsdóttir segir að spurningakeppnin verði að bíða til næsta árs þar með mun ÆVAR ÖRN ekki sjá um spurningakeppnina um hvítasunnuhelgina.. list Sigur Rósar hefur einmitt verið lýst sem andlegri upplifun af aðdáend- um sveitarinnar og því munu hugljúf- ir tónar hennar í Höllinni væntanlega eiga einkar vel við og auka eftirvænt- inguna eftir Dalai Lama til muna. Eins og komið hefur fram er hljómsveitin að taka upp nýja plötu og verður friðar- stundin í Höllinni því kærkomin pása frá stífu upptökuferlinu. - fb Jónína Benediktsdóttir heilsu- frömuður er að gera góða hluti í heilsutengdri ferðaþjónustu og opnaði fyrir viku nýja detox-með- ferðarstöð í Reykjanesbæ. Senni- lega gengi ekki svona mikið undan Jónínu ef hún væri þolin- móð en hún bauð sérstaklega Stöðvar 2-mönnum til að vera við opnunina og þá að einn fréttamanna fengi með- ferð sem yrði mynduð. Þegar Stöðvar 2-menn virtu hana ekki svars skrifaði hún þeim aftur og spurði: Er virkilega enginn þarna sem þarf á detoxi að halda? Ekki einu sinni Gissur? Til að halda uppi heiðri fréttastofunnar bauðst þó Andri Ólafsson fréttamaður til að hlaupa í skarðið. Ágúst Borgþór Sverrisson, sem stundum er nefndur Blogg-Þór vegna mikilla afkasta í skrifum á netið, fer nú með himinskautum á þeim vettvangi. Og lætur hann sig þá engu skipta þótt hann skrifi fyrir miðla sem mega heita í einhvers konar samkeppni: Eyjuna, Pressuna og svo einn- ig á Vettvang. Vilja menn rekja þessi auknu afköst, sem voru þó ærin fyrir, til þess að Blogg-Þór var nýver- ið settur fyrsta sinni á listamannalaun. Og hefur hann þar af leiðandi rýmri tíma til skrifta. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI HUMAR 2000 KR/KG GLÆNÝ STÓRLÚÐA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.