Fréttablaðið - 05.06.2009, Page 6

Fréttablaðið - 05.06.2009, Page 6
6 5. júní 2009 FÖSTUDAGUR STÝRIVAXTALÆKKUN SEÐLABANKANS 4 10 4 0 0 0 | l an d sb an ki nn .is L AU S N I R F Y R I R H E I M I L I Ð Er greiðslubyrðin að þyngjast? Pantaðu ráðgjöf á landsbankinn.is, í útibúinu þínu eða í síma 410 4000 Landsbankinn býður upp á mörg úrræði fyrir heimili sem eiga við greiðsluerfiðleika að etja. Við aðstoðum þig við að velja lausn sem kemur til móts við þínar þarfir. „Það er alveg ljóst að þetta háir stýrivextir eru alveg óviðráðanlegir bæði fyrir heimili og fyrirtæki í landinu,“ segir Sigurður Jóhann- esson, framkvæmdastjóri SAH afurða ehf. á Blönduósi. Hann segir fyrirtækið jafnvel vera háð- ara vöxtum en mörg önnur. „Við erum í raun að kaupa inn 90 prósent af okkar hráefni á tveimur mánuðum og greiða það þá út. Til þess þurfum við náttúrulega lánsfé á skikk- anlegum kjörum til að þetta verði ekki allt of dýrt. En sú varð raunin í fyrra. Það er jafn ljóst að ef stýrivextir eru lágir þá er mun auð- veldara fyrir okkur að halda fólki í vinnu og reka þessi fyrirtæki með ásættanlegri niður- stöðu fyrir alla aðila.“ Hann segir einnig að stýrivextir hafi bein áhrif á matvöruverð. „Það er alveg klárt, vextir eru einn af okkar útgjaldaliðum og ef okkur tekst að draga úr þeim kostnaði myndi það skila sér til neyt- enda.“ Jafnan starfa um 40 manns hjá fyrirtæk- inu nema þegar sláturtíðin stendur yfir í sept- ember og október en þá bætast 60 manns við starfsmannahópinn. Fréttablaðið ræddi við framkvæmdastjóra og stjórnarmenn fleiri fyrirtækja á lands- byggðinni sem tóku í sama streng. Einn sagð- ist ekki vilja tjá sig þar sem nóg væri komið af svartnættistali. - jse Framkvæmdastjóri SHA afurða ehf á Blönduósi segir háa stýrivextir hafa áhrif á sláturfélögin: Háð því að lán fáist á sæmandi kjörum „Ég hafði vonast eftir meiri lækk- un og það olli mér vonbrigðum að hún varð ekki meiri en þetta,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra um ákvörðun pen- ingastefnunefndar Seðlabankans um lækkun stýrivaxta um eitt pró- sentustig. Jóhanna segir að nefndinni hafi verið ljós margvísleg áform stjórn- valda í ríkisfjármálum og ekkert hafi gefið henni tilefni til að ætla að ekki verði staðið við þau. Þá séu lánasamningar við Norðurlöndin, samningar um Icesave-málið og endurreisn bankakerfisins í far- vatninu. Hún segist ekki líta svo á að lítil vaxtalækkun – öfugt við það sem vonast var eftir – sé áfellis- dómur yfir verkum ríkisstjórn- arinnar. Talsverð lækkun gengis krónunnar að undanförnu og verð- bólguþrýstingur vegna þessa séu ástæður þessarar varfærnislegu ákvörðunar. Í næstu viku verði kynntar opinberlega þær efna- hagsráðstafanir sem gripið verði til á þessu ári og þær muni renna styrkari stoðum undir gengið. „Nefndin hefur sagt að stýri- vaxtalækkun verði ekki gerð á kostnað gengisins. Verðbólgu- þrýstingur er alvarlegur fyrir heimilin ekki síður en háir vext- ir.“ Jóhanna kveðst sannfærð um að þegar áðurtalin viðfangsefni verði komin í höfn muni stýrivext- ir lækka umtalsvert. Næsti form- legi vaxtaákvörðunardagur er 2. júlí en Jóhanna telur að peninga- stefnunefndin geti allt eins séð ástæðu til að ákvarða vaxtalækk- un fyrir þann tíma. Hún hafi til þess heimild. Myndarleg vaxtalækkun var, að mati aðila vinnumarkaðarins, ein forsenda þess að stöðugleikasátt- máli næðist millum þeirra, með aðkomu stjórnvalda. Jóhanna seg- ist vissulega hafa áhyggjur af því að vaxtaákvörðunin hafi óheppileg áhrif á viðræður þar um og kunni jafnvel að hleypa þeim upp. „Þær voru á góðu skriði og það hefði mjög slæm áhrif á efnahags- og atvinnulífið ef þeim yrði teflt í tvísýnu. En þó að þessi ákvörðun valdi vonbrigðum er ekkert sem heitir að gefast upp. Það er ekki valkostur. Allt miðar þetta í rétta átt en það kann að breytast ef menn fyllast vonleysi. Og til þess eru engar ástæður því ég er von- góð um að okkur takist það ætl- unarverk okkar að stýra þessari skútu þannig að við sjáum fram á endurreisn efnahagslífsins.“ bjorn@frettabladid.is Ekki tekið tillit til áætlana stjórnvalda Forsætisráðherra er vonsvikinn yfir lítilli stýrivaxtalækkun. Ákvörðunin kunni að tefla viðræðum um stöðugleikasáttmála í tvísýnu. Ráðherra segir margt á döfinni sem gefi tilefni til lækkunar fyrir næsta formlega vaxtaákvörðunardag. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR „En þó að þessi ákvörðun valdi vonbrigðum er ekkert sem heitir að gefast upp. Það er ekki valkostur,“ segir forsætisráðherra og kveðst bjartsýn á að stýrivextirnir verði lækkaðir umtalsvert í byrjun júlí og jafnvel fyrr. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nefndin hefur sagt að stýrivaxtahækkun verði ekki gerð á kostnað gengisins. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR FORSÆTISRÁÐHERRA FRÁ SAH AFURÐUM Skrokkurinn yrði ódýrari ef stýri- vextir væru lægri. Háir stýrivextir gera SAH afurðum erfitt fyrir eins og fleiri fyrirtækjum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segist vonsvikinn að Seðlabank- inn skuli ekki hafa komið inn í þá umræðu hvernig ná mætti fyrir- huguðum niðurskurði í ríkisbú- skapnum en um leið tryggja stöð- ugleika. „Seðlabanka hefði verið í lófa lagið að koma að málinu með fyrirbyggjandi hætti,“ segir Gylfi. „Hann hefði þá getað teiknað ein- hverja sýn inn í framtíðina að því marki að vextir yrðu fimm pró- sent og hvað þyrfti þá til að verja það. Það gerði hann ekki og ástæð- an er sú að hann er alltaf að verja þá afstöðu að það sé nauðsynlegt fyrir þetta hagkerfi að vera með þetta háa vexti. Við höfum viljað koma á fundum með bankanum þar sem hægt væri að rökræða þetta en við eigum bágt með að skilja að bæði í ofþenslu og í mikl- um samdrætti skuli háir vextir ávallt vera meðalið.“ - jse Forseti ASÍ: Háir vextir meðal við öllu „Það er alveg ljóst að með þess- ari vaxtaákvörðun erum við ekk- ert að halda áfram að tala um launahækk- anir 1. júlí,“ segir Vilhjálm- ur Egilsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. „Það er búið að kippa í burtu forsendunum sem við vorum að vinna út frá. Við erum þess vegna stopp í því sem við vorum að vinna í og allt bendir til þess að við munum bara opna samninginn og allt fari á reit eitt.“ Hann segir að komi til þess verði rætt um nýjan samning á nýjum forsendum. Hann treysti sér ekki til að segja hversu langt gæti liðið áður en þær viðræður hæfust. - jse Framkvæmdastjóri SA: Allt á reit eitt VILHJÁLMUR EGILSSON Ætlar þú á tónleika í sumar? Já 21,8 Nei 78,2 SPURNING DAGSINS Í DAG: Er verið að gera of mikið mál úr skuldavanda heimilanna? Segðu skoðun þína á Vísi.is KÍNA, AP Tugir þúsunda komu saman í Viktoríugarðinum í Hong Kong í gær til að minnast þess að tuttugu ár eru liðin frá atburðun- um á Torgi hins himneska friðar. Þar drápu hermenn hundruð eða þúsundir mótmælenda, sem höfðu krafist lýðræðisumbóta í Kína. Minningarathafnir voru haldn- ar víða um heim en Hong Kong er eina svæðið í Kína þar sem leyfi- legt er að tala opinberlega um atburðina og minnast þeirra. Á torginu sjálfu hefur verið gríðar- leg öryggisgæsla undanfarna daga og erlendum blaðamönnum hefur verið meinaður aðgangur að því. - þeb Athöfn í Hong Kong: Hvatt til opin- berrar umræðu MINNINGARATHÖFN Gríðarlegur fjöldi fólks var í Viktoríugarðinum í Hong Kong til að minnast atburðanna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Biskup á Barðaströnd Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörns- son, hóf í gær ellefu daga vísitasíuferð um Vestfirði. Yfirreið biskups hófst í Reykhólaprestakalli. Hann mun funda með prestum og sóknarnefndum, skoða kirkjur og taka þátt í messum og helgihaldi á hverjum stað, að því er segir á heimasíðu Reykhólahrepps. ÞJÓÐKIRKJAN % KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.