Fréttablaðið - 05.06.2009, Síða 18

Fréttablaðið - 05.06.2009, Síða 18
18 5. júní 2009 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is RONALD REAGAN (1911-2004) LÉST ÞENNAN DAG. „Ef við elskum landið okkar ættum við einnig að elska landa okkar.“ Ronald Reagan var forseti Bandaríkjanna frá 1981 til 1989. Áður en hann varð for- seti var hann þekktur kvik- myndaleikari. Á þessum degi árið 1885 birtist grein eftir Bríeti Bjarnhéðinsdóttur í Fjall- konunni. Greinin fjallaði um menntun og réttindi kvenna og var fyrsta greinin sem íslensk kona skrifaði í opinbert blað. Fjallkonan var nýlega stofn- uð þegar Bríet fluttist til Reykjavíkur. Blaðið opnaði glugga með skrifum sínum um stjórnmál, umbætur í at- vinnumálum og kvenréttindi. Bríet skrifaði ritstjóranum og bað hann um að dæma grein sem hún hafði skrifað og hún birtist undir heitinu „Nokkur orð um menntun og réttindi kvenna“ undir dulnefninu Æsa. Þar fór hún að dæmi margra samtíðarkvenna sinna víða um heim sem oft birtu fyrstu ritsmíðar sínar undir dulnefni. Hún hvatti konur til að berjast við ófrelsi og hleypidóma, sem hingað til hefðu staðið í vegi fyrir öllum framförum þeirra. Bríet átti stærstan þátt í að hrinda af stað fyrstu bylgju kvenréttindabaráttunnar hér á landi fyrir lágmarksréttind- um, svo sem kosningarétti, kjörgengi og rétti til menntun- ar og atvinnu. Hún átti frum- kvæði að stofnun Kvenrétt- indafélags Íslands, var formað- ur félagsins í tvo áratugi og átti mestan þátt í að íslenskar konur urðu hluti af alþjóðlegri kvenrétt- indabaráttu. ÞETTA GERÐIST: 5. JÚNÍ 1885 Bríet birtir fyrstu grein sína Flataskóli í Garðabæ fagnar fimmtíu ára afmæli á morgun 6. júní en skólinn er elsti grunnskólinn í Garðabæ. Í tilefni af afmælinu verða sýning- ar í öllum álmum skólans tileinkaðar áratugunum fimm. Þar verður hægt að skoða gamlar myndir úr skólalíf- inu og ýmislegt sem einkenndi tíðar- andann hvern áratug fyrir sig. „Við leitumst við að hafa sama yfirbragð í hverri álmu og eru efnistök þau sömu. Í álmunum gefur að líta það sem gerð- ist fréttnæmt bæði hér í Garðabæ og á landsvísu viðkomandi áratug og má þar nefna íþróttaafrek, tónlist sem ein- kenndi áratuginn, leiki barna og tísku, en krakkarnir hafa sett tilheyrandi föt á gínur. Þá eru líka upplýsingar um það sem gerðist markvert innan skól- ans eins og til dæmis þegar viðbygg- ingar voru reistar og annað í þeim dúr. Verkefnið er fræðandi fyrir gesti og gangandi en hefur einnig lærdóms- gildi fyrir börnin,“ segir Sigurveig Sæ- mundsdóttir, skólastjóri Flataskóla. Dagskráin á morgun hefst klukkan ellefu og byrjar á stompatriði á skóla- lóðinni þar sem nemendur og starfs- menn skólans berja tunnur. Þá verður boðið upp á ratleik auk þess sem hægt verður að virða fyrir sér verk nemenda á göngum og í kennslustofum skólans. Í hátíðarsalnum verður söngleikur- inn Hljómhýra frumfluttur en hann er eftir þau Brynju Skúladóttur og Hrafn- kel Pálmarsson, foreldra nemenda í Flataskóla. Þau sömdu söngleikinn sér- staklega af þessu tilefni og gefa for- eldrar við Flataskóla skólanum verkið. Það eru nemendur í 4. bekk sem flytja verkið undir stjórn foreldra og kenn- ara. „Tvær sýningar verða á söngleikn- um, klukkan 12 og 14, en á milli sýn- inga og eftir þá seinni taka nemend- ur að sér hljóðfæraleik og dans og auk þess mun fyrsti útskriftarhópur skól- ans sækja okkur heim,“ segir Sigur- veig. Hún er þriðji skólastjóri skólans en sá fyrsti var Vilbergur Júlíusson sem gegndi starfinu í 25 ár. Síðan tók Sig- rún Gísladóttir við og starfaði í tut- tugu ár. „Ég er að klára mitt fimmta ár en hér hefur ávallt verið lítil starfs- mannavelta enda aðbúnaður til fyrir- myndar. Þá er skólinn góður og rótgró- inn um leið og hann er ávallt í sókn. Hann nýtur auk þess mikillar virðing- ar í bæjarfélaginu en hann var í upp- hafi menningarmiðstöð hreppsins, síðar bæjarins, og hér voru ýmis félög og bókasafnið til húsa.“ Í tilefni af afmælinu gefur skólinn út afmælisrit fyrir skólalok þar sem rýnt er í söguna og fjallað á lifandi hátt um skólastarfið í dag. vera@frettabladid.is FLATASKÓLI: FAGNAR FIMMTÍU ÁRA AFMÆLI MEÐ AFMÆLISHÁTÍÐ Börnin gera áratugunum skil SÁTT Í STARFI Sigurveig er einungis þriðji skólastjóri skólans en í honum hefur starfsmannavelta verið lítil. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR MERKISATBURÐIR 1915 Danmörk breytir stjórnar- skrá sinni til þess að veita konum kosningarétt. 1920 Brjóstsykursgerðin Nói hefur starfsemi í kjallara við Túngötu í Reykjavík. 1967 Sex daga stríðið hefst: Ís- raelskar flugsveitir sendu flugskeyti á Egyptaland, Jórdaníu og Sýrland. 1968 Forsetaframbjóðand- inn Robert F. Kennedy er skotinn við Ambassador- hótelið í Los Angeles af Sirhan Sirhan. (Hann lést 6. júní). 1974 Ólafur V. Noregskonungur heimsækir Ísland. 1975 Ísland sigrar Austur-Þýska- land í landsleik í knatt- spyrnu 2-1. 1981 Fyrstu tilfelli alnæmis finnast í Los Angeles. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Svanfríður Þóroddsdóttir Hólmagrund 4, Sauðárkróki, lést föstudaginn 29. maí. Útför hinnar látnu fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 6. júní klukkan 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Halldóra Guðmundsdóttir Hlyngerði 12, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut þriðjudaginn 2. júní. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 12. júní kl. 13.00. Sigtryggur Helgason Þórhildur Sigtryggsdóttir Hrafnkell Óskarsson Kristbjörg Hrund Sigtryggsdóttir Skapti Haraldsson barnabörn. Okkar ástkæri sonur, Arnór Alex Ágústsson Laufvangi 9, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans þriðjudaginn 2. júní. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku- daginn 10. júní kl. 15.00. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Hjördís Þórarinsdóttir Sigurbjörn Ágúst Ágústsson Silja Rut Tómasdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Andrésar Bergssonar Klappastíg 5, Akureyri. Arnar Andrésson Hrefna K. Hannesdóttir Gísli Andrésson Jón Andrésson Margrét Pálsdóttir Guðrún Andrésdóttir Jakob Tryggvason afa- og langafabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Þórhalls Guttormssonar íslenskufræðings. Sérstakar þakkir fá eldri félagar úr Karlakór Reykjavíkur og starfsfólk hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Anna Þorsteinsdóttir Þorsteinn Þórhallsson Ragna Steinarsdóttir Páll Þórhallsson Þórdís Kjartansdóttir barnabörn og barnabarnabarn. AFMÆLI MARK WAHLBERG, leikari og söngvari, er 38 ára. SIGURÐUR BJÖRNSSON yfirlæknir er 67 ára. HALLBJÖRN HJARTARSON tónlistarmað- ur er 74 ára. VILHJÁLMUR EINARSSON frjálsíþrótta- maður er 75 ára.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.