Fréttablaðið - 05.06.2009, Side 22

Fréttablaðið - 05.06.2009, Side 22
2 föstudagur 5. júní núna ✽ lærir að prjóna þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Sími : 568 5305 • Grandagarði 5 Opið v i rka daga 900 - 1800 Laugardaga 900 - 1300 Flytja til Los Angeles Meðlimir Steed Lord hafa í mörgu að snúast þessa dagana. Þau eru nú að leggja lokahönd á breiðskífu sem er endurhljóðblanda af þeirra fyrstu plötu „Truth Serum.“ Þau luku einnig nýverið við að semja lagið Transilvania fyrir nýjustu plötu Crookers, A Ton Of Friends, en þekktir tónlistarmenn á borð við Kanye West, Roisin Murphy og Kelis koma við sögu á plötunni. Í sumar verður Steed Lord á ferðalagi um Evrópu og held- ur svo á túr í Ástralíu seinna á árinu. Að Ástralíutúrnum loknum hafa þau M.E.G.A., Kali, Demo og AC Bananas í hyggju að flytja til Los Angeles svo aðdáend- ur Steed Lord ættu ekki að láta sig vanta á hörkutónleika með sveitinni sem fara fram á Jacobsen annað kvöld. Á von á barni Leikkonan Kristín Þóra Haralds- dóttir á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, Kára Allanssyni, org- anista og kór- stjóra. Kristín lék í sýning- unni Ökutímar í Borgarleikhús- inu, en hún þurfti að segja skilið við hlutverk sitt í lok maí, enda komin rúma sjö mánuði á leið. SÉRSTÖK Fergie úr Black Eyed Peas mætti í þessum sérstaka blá- græna kjól og háhæluðum banda- skóm á MTV-verðlaunahátíðina í Japan í síðustu viku. ÓLAFUR HAUKUR JOHNSON „Eftir vinnu í dag fer ég í fótbolta með hóp af enskum strákum sem ég spila með hérna í London og svo með kærustunni út að borða á uppáhalds taílenska veitingastaðinn okkar. Á morgun ætla ég í hádegismat með tilvonandi skólafélögum mínum sem eru að fara til Boston og svo í golf með nokkrum Íslendingum sem búa hér.“ Þ etta var eiginlega bara spurn-ing um frumkvæði,“ segir Agnes Marinósdóttir, 29 ára vöru- hönnuður. Agnes hannar undir nafninu Aggystar og hafa tölvu- töskur hennar, snyrtiveski og buddur verið mjög vinsæl síðan þau komu í verslanir fyrir um einu ári. „Ég fór í Iðnskólann í Hafnar- firði eftir stúdent og tók vöru- hönnun, en þetta gerðist bara heima hjá mér, óháð því sem ég gerði í skólan- um. Þetta var langt ferli frá því að hugmyndin fæddist fyrir tveimur árum, þang- að til vörurnar urðu til, því það tók alveg heilt ár að vera í tölvupóstsam- skiptum við út- lönd, finna traust fyrirtæki, mynda sambönd og fá pruf- ur,“ útskýrir Agnes. „Upp- haflega var ég að hanna fyrir túr- istabransann því mig langaði að poppa hann aðeins upp með litum og gera hann aðeins flippaðri en gengur og gerist. Það þróaðist svo út í að Íslendingar vildu þetta og allir virtust vera að fíla þetta Ís- landsmunstur,“ segir hún og bros- ir. „Ég er líka með prjónamunst- ur sem ég skannaði inn í tölvu og Olga vinkona mín lagaði með grafískri hönnun. Það er uppselt í augnablikinu, en ég reikna með að panta það aftur fljótlega,“ segir Agnes sem notar svokallað Neo- profene-efni í veskin og töskurnar. „Þetta er sama efni og er notað í köfunargalla, en ég valdi það bæði af því að það er svo mjúkt, ending- in er góð og það er hægt að henda því í þvottavél,“ bætir hún við og segir mikið að gera um þessar mundir þar sem ferðamannatíma- bilið stendur sem hæst frá maí til september. Agnes hefur einnig hannað tölvuborð úr plexígleri, en borð- ið er mjög létt og er til dæmis kjör- ið undir fartölv- ur sem set ið er með uppi í rúmi eða sófa og hitna mikið. „Borðið er búið til hjá Forma í Hafn- arfirði og ég er að láta hanna utan um það pakkningar svo það verð- ur alíslenskt,“ útskýrir Agnes. „Draumurinn er að framleiða allt á Íslandi og koma vörunum svo í sölu erlendis. Ég held að marg- ir hönnuðir séu að hugsa þannig og það myndi styrkja atvinnuveg- inn,“ segir hún. Vörur Agnesar fást nú í fjölda verslana um allt land, en nánari upplýsingar má einnig finna á Facebook-síðu Aggystar. Agnes Marinósdóttir hannar undir nafninu Aggystar: ÍSLANDS- OG PRJÓNA- MUNSTUR VINSÆL Litríkt „Upphaflega var ég að hanna fyrir túrista- bransann því mig langaði að poppa hann aðeins upp með litum og gera hann aðeins flippaðri en gengur og gerist,“ segir Agnes. Út er komin bókin „Sjö daga safa- kúrinn“ hjá Forlaginu og ætti hún að vera kærkomin í eldhús þeirra sem vilja koma sér í sundfata- formið. Að sjálfsögðu þurfa allir að passa sig á skyndikúrum en safaföstur eru nokkuð sem eiga að hreinsa líkamann og gefa okkur aukna orku. Í bókinni eru 42 upp- skriftir að ljúffengum og heilsu- samlegum drykkjum ásamt grein- argóðum upplýsingum um kúrinn og áhrif hans. Það eina sem maður þarf að eiga er góð ávaxta/græn- metispressa og sneisafullur ís- skápur af grænmeti og ávöxtum. HÉR FYLGIR EIN AF UPP- SKRIFTUNUM ÚR BÓKINNI Ber fyrir flatan maga: 3 epli 150 ml trönuberjasafi án viðbætts sykurs 125 g bláber, fersk eða frosin 1 msk. psyllium-trefjar í duft- formi. Þrjú kíló fá að fjúka á einni viku Hollusta Ferskir ávaxta- og grænmetis- safar eru uppistaðan í Safakúrnum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.