Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.06.2009, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 05.06.2009, Qupperneq 26
6 föstudagur 5. júní 1 Kápan sem ég er í ásamt bleiku regn- hlífinni er flík sem ég saumaði mér sjálf. 2 Rauða pilsið er úr Topshop og svart- hvíta bolinn saumaði ég. Hækkuskórnir eru keyptir á Netinu á www.darkkitten. com. 3 Grái kjóllinn með grafíska mynstr- inu er eftir franska hönnuðinn Jean- Pierre Braganza og er úr Liborius og skórnir eru frá Kron by Kronkron. 4 Samfestinginn keypti ég í Mauerpark Markt í Berlín. 5 Leður- jakkinn er úr Einveru. tíðin ✽ tíska og tíðarandi KK Í BÆJARBÍÓI Í tilefni Bjartra daga, árlegrar menn- ingarhátíðar í Hafnarfirði, halda þeir KK, Þorleifur Guðjóns- son og Jón Ólafsson tónleika í Bæjarbíói í kvöld. Á efnis- skránni verða þekktustu lög KK auk ýmissa blússlagara. DJÚPIÐ Í kvöld verður einleikurinn Djúpið eftir Jón Atla Jónasson frumsýndur í Borgarleikhúsinu. Djúpið er frásögn úr íslenskum veruleika sem lætur engan ósnortinn. Ekki missa af Ingvari E. Sigurðssyni í magnaðri sýningu. Getur þú lýst þínum stíl? „Demi-goth meets candyfloss“. Hvað dreymir þig um að eign - ast í sumar? Nýja skó með mjög háum hælum og fallegan sumarkjól! Eitthvað litríkt og flott. Í hvað myndir þú aldrei fara? Brúnkumeðferð. Heldur ekki skó sítt gallapils við gallajakka. Aldrei gallaefni við galla efni. Hvað keyptir þú þér síðast? Risastóra svarta tösku í Amer- ican Apparel. Uppáhaldsverslun? Ég er alltaf veik fyrir Kron! Uppáhaldsfatamerki? Ég held mikið upp á merki á borð við Chie Mihara og uppáhaldshönn- uðurinn minn er Gareth Pugh. Finnst þér merki á fötunum skipta máli? Nei, ekki svo mikið. Hvert er skuggalegasta fata- tímabilið þitt? Tja, ég á nokk- ur! En svona versta tímabilið þegar ég lít til baka var þegar ég bjó í Englandi, þrett- án ára, og klæddist eins og aðrar breskar ungl- ingsstelpur í kringum mig þá, í útvíðum buxum og bolum sem voru nokkrum númerum of litlir og með bláan augnskugga upp að augabrúnum. Eru einhver tískuslys í fata- skápnum þínum? Þar er bara ekki pláss fyrir slys. Hvaða snið klæðir þig best? Kannski svolítið kvenlegt snið, aðsniðið með mitti. Þorgerður Þórhallsdóttir nemi Dái kvenleg snið 21 3 5 4

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.