Fréttablaðið - 05.06.2009, Side 46

Fréttablaðið - 05.06.2009, Side 46
34 5. júní 2009 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. bauti, 6. fíngerð líkamshár, 8. fornafn, 9. bókstafur, 11. leita að, 12. orðtak, 14. urga, 16. pípa, 17. ennþá, 18. kvabb, 20. tveir eins, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. munnvatn, 3. umhverfis, 4. græðgi, 5. af, 7. ólaglegur, 10. viðmót, 13. atvikast, 15. sálar, 16. espa, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. buff, 6. ló, 8. mér, 9. eff, 11. gá, 12. frasi, 14. ískra, 16. æð, 17. enn, 18. suð, 20. dd, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. slef, 3. um, 4. fégirnd, 5. frá, 7. ófríður, 10. fas, 13. ske, 15. anda, 16. æsa, 19. ðð. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Ólafur Darri Ólafsson. 2 Valur. 3 Bolli Þór Bollason. „Þær voru ekkert sérstaklega hrifnar af hákarlin- um,“ segir Jökull Þorri Samper, starfsmaður Fjöru- kráarinnar. Þáttur í raunveruleikaseríunni Britain´s Next Top Model, sem var tekinn upp á Íslandi í vetur, var nýverið frumsýndur í Bretlandi. Í honum fóru fyrir- sæturnar á Fjörukrána þar sem þær áttu að borða þorramat fyrir framan myndavélarnar og segja á sama tíma: „Hollt og gott og best í heimi“ með bros á vör. Ekki gekk allt sem skyldi og köstuðu sumar þeirra upp í klósettið, enda maturinn afar framandi í þeirra augum. „Þetta er ekki beint það sem þær borða mest,“ segir Jökull. „Einhverjar af þeim eru grænmetisætur og þær táruðust bara þegar þær sáu þetta. En þær voru mjög rólegar og fínar en það var smá dramatík í kringum þær. Ég held samt að mikið af því hafi verið hálfgert leikrit fyrir mynda- vélarnar.“ Jökull á enn eftir að sjá þáttinn og hlakkar til að sjá útkomuna. „Britain´s Next Top Model er ekki beint það sem ég horfi á í sjónvarpinu en það væri allt í lagi að sjá hvernig þetta kemur út.“ Jóhannes Viðar Bjarnason, eigandi Fjörukráar- innar, segir að þrátt fyrir óbragðið sem maturinn skildi eftir sig hjá fyrirsætunum hafi þær verið ánægðar með móttökurnar sem þær fengu. „Þær voru bara mjög ánægðar með veru sína hérna.“ Stúlkurnar snæddu einnig kvöldverð í Perlunni þar sem einhverjar kvörtuðu yfir súpunni. Svo virð- ist því sem íslenskur matur hafi engan veginn höfð- að til þeirra, þrátt fyrir að breskur matur hafi seint verið talinn sá gómsætasti í heimi. - fb Urðu veikar af þorramat Gunnar Már Pétursson myndlist- armaður er maðurinn sem færði fólkinu hin fögru orð: Helvítis fokking fokk! á skilti í mótmælun- um á Austurvelli fyrr á þessu ári. Þessi fleygu orð urðu að hálfgerðri tákngervingu íslenska efnahags- hrunsins, komu fyrir í Skaupinu þar sem Jón Gnarr gaf fólki innsýn inn í hvernig þetta skilti varð til. Og nú prýðir Gunnar bókakápuna á bók Guðna Th. Jóhannessonar, Hrunið, en hún fékkst með góðfús- legu leyfi Gunnars. „Það er afskap- lega sérstakt að hafa öskrað eitt- hvað út úr sér sem svo margir geta tekið til sín og heimfært yfir á sig og sínar aðstæður,“ segir Gunnar. „Ef fólk getur það þá er það bara frábært.“ Gunnar var mjög sýnileg- ur í byltingunni og skiltið varð á örskammri stundu heimsfrægt á Íslandi. „Stærsta krafan var að stjórnin færi frá og hún gerði það. Svo er það fyrst núna sem maður sér einhverjar rannsóknir á ólög- legum viðskiptum.“ Gunnar bindur vonir við að þær rannsóknir haldi áfram. Óneitanlega leitar hugurinn til frægrar myndar af Che Guevara fyrir kúbversku byltinguna. „Ég ætla nú ekki að fara að ætla henni sama stall og Che Guevara. En hún mun lifa eitthvað. Hún er búin að birtast það oft. Það eru örugglega nokkrar táknmyndir sem koma upp í hugann á fólki, hvort sem þær eru tíu eða tuttugu.“ - kbs Helvítis fokking fokk á forsíðu Hrunsins JÓHANNES VIÐAR BJARNASON Þátttakendur í Britain´s Next Top Model litu inn á Fjörukrána í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LIFI BYLTINGIN Gunnar sagði það sem brann á þjóðinni. Þessa dagana er ég að hlusta á lagalista sem ég bjó til sjálf og heitir Laugardagsmorgunn. Þetta er blanda af notalegu gamaldagsrokki og mildu þungarokki. Arna Sigrún Haraldsdóttir fatahönnuður. Indverska Bollywood-stjarnan og fegurðardrottningin Celina Jaitly hrósar Íslendingum og þá sérstak- lega Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir að vera í forystu í réttindabaráttu samkynhneigðra. Þetta kemur fram í bloggfærslu leikkonunnar sem birtist á vef indverska stórblaðsins Times of India. Jaitly hefur verið áberandi í indversku þjóðfélagi í baráttu sinni fyrir bættri réttar- stöðu samkynhneigðra en á Ind- landi er lögbrot að vera hommi eða lesbía. Jaitly greindi síðan frá því í þessari viku á sama stað að henni hefði verið hótað lífláti og öðrum líkamsmeiðingum vegna pistilsins þar sem Jóhönnu og íslensku þjóð- inni er lýst sem hálfgerðri vonar- stjörnu fyrir samkynhneigða. Jaitly hefur augljóslega kynnt sér stjórnmálasögu Jóhönnu því hún hleypur á hundavaði yfir lífs- hlaup hennar. Greinir meðal ann- ars frá því að hún hafi verið flug- freyja hjá flugfélaginu Loftleiðum og að hún hafi verið kosin fyrst á þing árið 1978. Þá segir Jaitly að hún sé eldhugi í huga íslensku þjóð- arinnar sem bindi miklar vonir við að forsætisráðherranum takist að leiða þjóðina út úr þeim efnahags- vandanum. Lárus Ari Knútsson, fram- kvæmdastjóri Samtakanna 78, segir það ekki koma sér á óvart að erlendir aðilar, sem berjist fyrir auknum réttindum samkyn- hneigðra, horfi til Íslands. „Hins vegar erum við Íslendingar ekk- ert uppteknir af kynhneigð stjórn- málamanna okkar, persónulega finnst mér hafa verið gert of mikið úr því að Jóhanna skuli vera sam- kynhneigð, hún er fyrst og fremst forsætisráðherra vegna þeirra gilda sem hún stendur fyrir,“ segir Lárus. Hann viðurkennir þó að erlendir fjölmiðlar hafi mikið haft samband við samtökin, óskað eftir ummælum og athugasemdum vegna stöðu Jóhönnu. „Já, fjölmiðl- ar frá Japan, Ástralíu og Banda- ríkjunum hafa verið áberandi í þeim hópi. Sennilega vegna þess að þetta þykir nánast óhugsandi í þessum löndum.“ freyrgigja@frettabladid.is LÁRUS ARI KNÚTSSON: SKIPTIR MEIRA MÁLI FYRIR ÚTLENDINGA Bollywood-stjarna hrífst af íslenskri víðsýni HRÓSAR ÍSLENDINGUM Bollywood-stjarnan og fyrrverandi ungfrú Indland, Celina Jaitly, hrósar Íslendingum og Jóhönnu Sigurðardóttur í hástert fyrir umburð- arlyndi sitt og víðsýni. Lárus Ari Knútsson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, segir útlend- inga vera upptekna af þeirri staðreynd að íslenski forsætisráðherrann sé samkynhneigður, Íslending- um sé alveg sama um kynhneigð fólks. Spánn hefur verið eitt best sótta landið meðal íslenskra ferðamanna en nú er talað um 65 prósenta sam- drátt á ferðum landsmanna þangað. Einn er þó sá sem lætur ekki deigan síga, sem er Spánarvinurinn og húseig- andi þar, Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurmaður Stöðvar 2. Hann er að fara í þriðja sinn og flýgur utan á laugardagsmorgun. Bjarni Haukur, leikhússtjóri Loftkast- alans, situr ekki auðum höndum og leggur nú drög að næsta leikári. Á verkefnaskránni er franskur farsi, Boeing Boeing eftir Marc Camoletti, verk sem hefur verið að gera sig einkar vel í heimalandinu. Sigurður Sigurjónsson mun leikstýra verkinu en Davíð Þór Jónsson ætlar að þýða. Frum- sýning er áætluð í janúar á næsta ári en Loftkastalinn hefur fengið til sín sjálfan Kjartan Guð- jónsson í verkið og hefur Kjartan fengið sig lausan frá Þjóðleikhúsinu til að sinna því. Þá heyrist að meðal leikara verði einnig Harpa Arnardóttir og Gunnar Hansson. Stuðmenn leggja ótrauðir land undir fót og gera þá hlé á upptök- um nýrrar breiðskífu sinnar meðan þeir sinna dansiballamennsku. Jakob Frímann og félagar ætla að flytja glaðbeitt gáfumannapopp á Bifröst á föstudagskvöld og lofa svo alvöru „sjó“-bisness í Sjallanum á sjómannahátíð. Mun það vera í fyrsta skipti sem Valgeir Guðjónsson kemur fram með Stuðmönnum á Akureyri síðan 1984 – svo öllum popp- fræðum sé haldið til haga. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI LÚÐUSNEIÐAR 1.690 KR/KG (VERÐ ÁÐUR 2.190) TILBOÐIÐ GILDIR Í DAG FÖSTUDAG LÚÐUVEISLA LÚÐUFLÖK 1.690 KR/KG (VERÐ ÁÐUR 2.190) STÓR HUMAR 3.990 KR/KG (VERÐ ÁÐUR 6.990)

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.