Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 2
2 10. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR Ólafur, er þetta hvalreki fyrir grillara? „Já, svo sannarlega. Því til sönn- unar geta allir fengið að bragða á grilluðum hval fyrir utan verslanir Krónunnar í vikunni.“ Hrefnukjöt er vinsælasta grillkjötið í versl- unum Krónunnar það sem af er mánuði. Ólafur Júlíusson er sölustjóri Krónunnar. Handrið • Glerveggir • Milliveggir Svalalokanir EFNAHAGSMÁL Rannsóknarnefnd Alþingis skoðar töpuð útlán Seðlabanka Íslands, upp á 350 milljarða í endurhverfum við- skiptum, á síðustu dögunum fyrir hrunið. Tryggvi Gunnarsson nefndarmaður staðfestir þetta. „Þetta er hluti af þessu við- fangsefni sem nefndin er að fjalla um; hvernig voru bankarnir fjármagnaðir á þessum tíma og annað eftir því,“ segir hann. Um hvort starfsmenn Seðlabankans hafi verið kallaðir fyrir nefndina og spurðir um þetta, segir hann: „Við erum að kanna ýmsa hluti og ræða við fólk, þannig að það er ýmislegt í gangi.“ - kóþ Rannsóknarnefnd Alþingis: Skoðar mikið tap Seðlabanka VIÐSKIPTI „Þetta er gott skref og í samræmi við væntingar okkar. Það hefði engum verið greiði gerður að fara með nokkurn mann í þrot vegna þessa eða fella niður skuldir neins,“ segir Sveinn Margeirsson, einn þeirra sem farið hefur fyrir hópi stofnfjáreigenda og annarra velunnara sparisjóðsins Byrs. Samkomulag hefur náðst á milli Íslandsbanka og meirihluta stofn- fjáreigenda sparisjóðsins vegna lána sem stofnfjáreigendur tóku hjá Glitni (nú Íslandsbanka) í tengslum við stofnfjáraukningu Byrs haustið 2007. Stofnfjáraukningin hljóðaði upp á 26,2 milljarða króna og var hún að mestu fjármögnuð með lántöku hjá bönkum og fjármálafyrirtækj- um. Flestir stofnfjáreigenda fengu lán fyrir kaupunum hjá Glitni (nú Íslandsbanka). Ekki lá fyrir í gær hvað þeir eru margir en ekki úti- lokað að þeir geti verið um 500 talsins. Þeir fá bréf vegna málsins frá bankanum í dag eða á morg- un. Lánin voru á gjalddaga 19. júní næstkomandi og hafa marg- ir stofnfjáreigenda verið uggandi vegna þessa. Einhverjir munu hafa horft fram á gjaldþrot. „Þeir fá fjögurra mánaða frest á greiðslu höfuðstóls og vaxta frá gjalddaganum. Þeim sem ekki nýta sér það eða greiða upp lánið á gjalddaga standa til boða leiðir til reglubundinna endurgreiðslu lán- anna,“ segir Már Másson, upplýs- ingafulltrúi Íslandsbanka. Hann segir þetta ákveðna lendingu þar sem óvissa sé um margt í tengslum við Byr, svo sem verðmat á stofn- fjárhlutum. Sveinn sagði í gær ekki vitað hvað gerðist í kjölfarið en rætt hafi verið um að fá kunnáttumann til að semja um lausn til frambúð- ar fyrir stofnfjáreigendur. - jab Íslandsbanki og stofnfjáreigendur Byrs semja um greiðslu milljarðaláns: Vildu engin lán felld niður BYR Samkomulag hefur náðst milli Íslandsbanka og meirihluta stofnfjáreig- enda sparisjóðsins. KÓPAVOGUR Hugsanlegt er að lög hafi verið brotin í viðskiptum Kópavogsbæjar við Frjálsa miðl- un, fyrirtæki í eigu dóttur Gunn- ars Birgissonar bæjarstjóra. Þetta kemur fram í skýrslu endurskoð- unarfyrirtækisins Deloitte á við- skiptum bæjarins við fyrirtæk- ið. Fjölmargar athugasemdir eru gerðar við viðskiptin. Samkvæmt skýrslunni námu við- skipti bæjarins við Frjálsa miðlun, sem er í eigu dóttur Gunnars og eiginmanns hennar, alls 39 millj- ónum á sex ára tímabili. Kópa- vogsbær var helsti viðskiptavinur fyrirtækisins á þessum tíma. Í skýrslunni segir að lög um opinber innkaup kunni að hafa verið brotin þar sem ekki fóru fram útboð vegna verkanna og ekki var leitað tilboða í þau, ólíkt því sem Gunnar hefur sjálfur hald- ið fram. Þá eru gerðar athugasemdir við það að reikningar hafi í mörgum tilfellum verið bókaðir á ranga bókhaldslykla, svo oft að útilok- að sé að um tilfallandi mistök hafi verið að ræða. Enn fremur hafi ekki verið gerðir skriflegir samn- ingar vegna verkanna, sums staðar sé endurgreiðsla virðisaukaskatts nýtt án þess að það sé heimilt auk þess sem þrjár milljónir hafa verið greiddar í gerð afmælisrits sem aldrei kom út. Fulltrúar minnihlutans í bæjar- stjórn Kópavogs hafa kallað eftir því að Gunnar segi af sér vegna málsins. Það hyggst hann hins vegar ekki gera. „Ég tel mig ekki hafa gert neitt rangt í þessu máli,“ segir Gunn- ar. Hann viðurkennir að málið líti óheppilega út vegna þess að dótt- ir hans eigi fyrirtækið, en segir athugasemdirnar fyrst og fremst bókhaldslegs eðlis og tekið verði tillit til þeirra. Hann skellir skuld- inni á sviðsstjóra hjá bænum og afmælisnefndina sem sá um gerð afmælisritsins og telur ekki rétt mat að lög hafi verið brotin. „Mér er brugðið,“ segir Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknar- flokksins, sem myndar meirihluta með Sjálfstæðisflokknum í Kópa- vogi, og er mjög ósáttur við hvern- ig viðskiptum við Frjálsa miðlun hefur verið háttað. „Þetta er mjög alvarlegt og ekki í þeim anda sem við viljum starfa hérna.“ Hann segir að fundur verði boð- aður í fulltrúaráði flokksins í dag eða á morgun þar sem ákvörðun verður tekin um næstu skref. Þá þurfi að kanna hvort sams konar viðskiptahættir hafi verið viðhafð- ir við fleiri fyrirtæki. Ómar á von á því að ræða málið við Gunnar á reglulegum fundi þeirra fyrir hádegi í dag. Guðríður Arnardóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, segir svör Gunnars vera útúrsnúninga. „Eftir stendur að hann er æðsti embætt- ismaður bæjarins og ber ábyrgð á rekstri bæjarins. Það verður ekki horft fram hjá því að þetta fyr- irtæki er í eigu hans dóttur, við- skiptin við fyrirtækið eru mjög óeðlileg og hann getur ekki vikið sér undan þeirri ábyrgð.“ Ekki náðist í Bjarna Benedikts- son, formann Sjálfstæðisflokksins, vegna málsins í gærkvöldi. stigur@frettabladid.is Ætlar ekki að hætta Gunnar Birgisson hyggst ekki segja af sér sem bæjarstjóri í Kópavogi þrátt fyrir áeggjan minnihlutans. Skýrsla um tugmilljónaviðskipti bæjarins við fyrirtæki í eigu dóttur Gunnars leiðir margt misjafnt í ljós. Lög hafi jafnvel verið brotin. SAMSTARF Í UPPNÁMI? Gunnar Birgisson telur sig blásaklausan í málinu og ætlar ekki að hætta. „Þetta er mjög alvarlegt,“ segir Ómar Stefánsson, samstarfsmaður hans í meirihlutanum, sem er brugðið vegna málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég tel mig ekki hafa gert neitt rangt í þessu máli. GUNNAR BIRGISSON BÆJARSTJÓRI LÖGREGLUMÁL Listi yfir fíkni- efnaskuldir fannst í bíl brennu- varga sem sitja í varðhaldi vegna íkveikju á Kleppsvegi um liðna helgi. Þetta kemur fram í gæslu- varðhaldsúrskurði yfir einum þeirra. Þrír sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Hæstiréttur stað- festi í gær úrskurðinn yfir einum þeirra. Hinir hafa ekki kært. Þeir eru grunaðir um að hafa skvett bensíni á húsið við Kleppsveg og lagt eld að því, þannig að maður á sextugsaldri sem var innandyra hafi verið í töluverðri lífshættu. Manninum tókst að forða sér úr brennandi húsinu af eigin ramm- leik en hann sakaði ekki. Húsið er talið ónýtt. Í úrskurðinum segir að lögreglu hafi borist tilkynning klukkan hálfníu að morgni laugardagsins um ofsaakstur bíls, sem meðal annars hafi verið ekið tvívegis gegn rauðu ljósi. Þremur mínút- um síðar hafi borist neyðarkall frá manninum við Kleppsveg, sem sagði nokkra karlmenn úr bílnum hafa ruðst inn á sig. Þá hafi verið kveikt í húsinu. Í bílnum fannst „skuldalisti merktur bifreiðasamtökum þar sem finna [má] upplýsingar um sölu og dreifingu fíkniefna“, segir í úrskurðinum. Fólkið er grunað um að hafa stefnt lífi mannsins viljandi í voða með íkveikjunni. Refsingin við brotinu er minnst tvö ár – mest sextán. - sh Brennuvargar á Kleppsvegi geta átt von á margra ára fangelsisvist: Listi yfir fíkniefnaskuldir í bílnum GJÖRÓNÝTT HÚS Hugsanlegt að brennu- vargarnir hafi ætlað að innheimta fíkniefnaskuld. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MENNING Poppminjasafnið í Reykjanesbæ, sem upphaflega átti að opna á Ljósanótt í ár verð- ur ekki opnað fyrr en í fyrsta lagi að ári. „Hugmyndin var sú að safn- ið fengi inni í Hljómahöllinni sem er verið að byggja fyrir tón- listarskólann Stapann og Popp- minjasafnið, en fresta þurfti framkvæmdum aðeins vegna efnahagsástandsins,“ segir Sig- rún Ásta Jónsdóttir, forstöðumað- ur Byggðasafns Reykjanesbæjar, sem vonar þó að framkvæmdum ljúki á næsta ári. - sg/sjá Landið mitt Reykjanes Poppminjasafnið Reykjanesi: Opnun frestað minnst um ár TRÚBROT Hljómsveitin spilar stóran þátt í poppsögu landsins. MYND/BJÖRN G. BJÖRNSSON Vill sleppa hafnargjöldum Landhelgisgæslan óskar eftir því að fá að sleppa við að greiða hafnargjöld þegar skip gæslunnar koma til Hafn- arfjarðarhafnar. Afgreiðslu málsins var frestað á síðasta fundi hafnarstjórnar. LANDHELGISGÆSLAN AFGANISTAN, AP Eitt barn lét lífið og 54 manns særðust þegar hand- sprengju var kastað inn á fjöl- mennan markað í Afganistan í gær. Þriðjungur hinna særðu eru skólabörn. Hópur bandarískra hermanna var við markaðinn þegar spreng- ingin varð. Lögregla á svæðinu segir að verið sé að rannsaka hver hafi kastað sprengjunni, en fulltrúi frá menntamálaráðuneyt- inu hefur sagt að hermennirnir hafi kastað henni í átt að bíl sem í var grunaður sjálfsmorðsárásar- maður. Hvorki NATO né banda- ríski herinn vildi tjá sig um málið í gær. - þeb Handsprengja í Afganistan: Kastað inn í hóp skólabarna ÍSRAEL, AP George Mitchell, banda- rískur sendifulltrúi í málefnum Mið-Austurlanda, hefur hvatt til þess að friðarviðræður á milli Ísraela og Palestínumanna hefjist á ný sem fyrst. Mitchell hitti helstu ráðamenn í Ísrael í gær og í dag mun hann hitta helstu ráðamenn Palestínu. Samskipti Ísraela og Bandaríkja- manna eru sögð vera stirð eftir ræðu Bandaríkjaforseta í Egypta- landi í síðustu viku, þar sem hann sagðist vilja nýtt upphaf á milli Bandaríkjanna og múslimalanda. - þeb Mið-Austurlönd: Hvetja til friðar- viðræðna Í JERÚSALEM George Mitchell og utan- ríkisráðherra Ísraels, Avigdor Lieberman, hittust í Ísrael í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Laugavegi líklega lokað Á fundi umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur í gær var samþykkt að vinna að því að leita samstarfs við verslunareigendur um að loka Lauga- vegi fyrir bílaumferð í sumar í sam- starfi við menningar- og ferðamálaráð. REYKJAVÍK SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.