Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 6
6 10. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLUMÁL Þrír karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna gríðar- lega umfangsmikils fíkniefnamáls sem talið er teygja anga sína víða um lönd. Lögreglan verst fregna af því hvaða lönd rannsóknin varðar á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fyrsti maðurinn var handtekinn eftir að hraðsending sem reynd- ist innihalda nokkur kíló af hörð- um fíkniefnum hafði borist hing- að til lands. Hann var handtekinn 22. maí og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. júní. Gæsluvarðhald var síðan framlengt til 12. júní vegna rann- sóknarhagsmuna. Tveir karlmenn til viðbótar hafa verið úrskurðaðir í gæslu- varðhald til 19. júní, grunaðir um aðild að skipulagningu á innflutn- ingi á fíkniefnum til landsins auk peningaþvættis. Þeir eru Ársæll Snorrason, sem er á fimmtugs- aldri, og Sigurður Ólason sem er á sextugsaldri. Ársæll var raun- ar handtekinn í fangelsinu á Litla- Hrauni, þar sem hann afplánar nú fimm ára dóm vegna BMW-málsins svokallaða. Í því máli var reynt að smygla til landsins fimmtán kílóum af amfetamíni og tíu af hassi í bens- íntanki BMW-bíls árið 2006. Ársæll hafði áður verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Hollandi fyrir fíkni- efnabrot. Þriðji maðurinn sem situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins er Sigurður Ólason. Hann var fyrir nokkrum árum dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir aðild sína að smygli á þrjátíu kílóum af hassi. Fjórði maður var einnig hand- tekinn í aðgerðum lögreglunnar en honum var sleppt að skýrslu- töku lokinni. Hvað þá þrjá menn varðar, sem sitja í gæsluvarðhaldi nú, rannsak- ar lögregla meðal annars hvort tengsl séu milli þeirra og alþjóð- legs glæpahrings, sem meðal ann- ars hefur staðið fyrir fíkniefna- smygli og öðrum umfangsmiklum afbrotum. Í aðgerð lögreglu í fyrradag voru fimm menn handteknir og ellefu húsleitir gerðar. Rannsókn lögreglu er liður í rannsókn fleiri landa og unnin í samvinnu við tengslaskrifstofu Íslands hjá Eur- opol. Hér á landi hafa lögreglu- embættin á Suðurnesjum og toll- yfirvöld komið að málinu. jss@frettabladid.is FÍKNIEFNI Mikið magn fíkniefna hefur verið tekið það sem af er árinu. Lögregla rannsakar nú afar umfangsmikið mál sem talið er ná víða um lönd. Dóp í hraðsendingu hratt málinu af stað Fíkniefni í kílóavís í hraðsendingu sem barst hingað til lands olli straumhvörf- um í rannsókn gríðarmikils fíkniefnamáls. Þrír menn sitja í gæsluvarðhaldi. Lögregla rannsakar meðal annars hvort tengsl séu við alþjóðlegan glæpahring. LÖGREGLUMÁL Sigurði Ólasyni, sem handtekinn var í fyrradag vegna gruns um aðild hans að stórfelldu fíkniefnasmygli og peningaþvætti, hefur verið vikið úr stjórn Vélasölunnar – R. Sig- mundssonar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. „Rannsókn lögreglu beinist ekki á nokkurn hátt að fyrirtæk- inu heldur persónulegri starf- semi mannsins sem hafði, líkt og fleiri sjálfstætt starfandi ein- staklingar, skrifstofu til afnota í húsi fyrirtækisins,“ segir í yfir- lýsingunni. Enn fremur að Sigurður hafi ekki haft afskipti af daglegum rekstri né aðgang að sjóðum fyr- irtækisins. - jss Vélasalan R. Sigmundsson: Vikið úr stjórn „Þeir sem einblína á ESB loka augunum fyrir öðrum leiðum. Veltum upp öllum kostum og vöndum okkur við stórar ákvarðanir.“ Ákvörðun um ESB aðild má ekki taka út frá skammtímasjónar- miðum. Það verður að horfa áratugi fram í tímann. Minnumst þess að það var í krafti sjálfstæðis sem þjóðin bætti lífskjör sín frá því að vera ein sú fátækasta í að verða ein sú ríkasta. Hjálmar Gíslason, frumkvöðull Margar lausnir á hverjum vanda Ertu sammála? Skráðu þig á heimssyn.is Heimssýn Hreyfing sjálfstæðissinna í Evrópumálum NÁTTÚRA Umhverfisstofnun efndi til opins fundar á Grand hóteli í gær þar sem rætt var um útirækt- un á erfðabreyttu byggi. Tilefnið er að stofnunin hefur til meðferðar umsókn frá ORF Líftækni hf. um að hefja slíka ræktun í tilraunaskyni. Í lok fundar var fulltrúum Umhverfisstofnunar afhentur und- irskriftalisti með um þúsund undir- skriftum þar sem stofnunin er hvött til að veita ekki leyfið. Almenningi gefst tækifæri til að senda stofn- uninni athugasemdir til 12. júní en niðurstaðan mun líklegast liggja fyrir hinn 16. júní. „Sambærileg leyfi hafa verið veitt í Evrópu undanfarin ár,“ segir Björn Lárus Örvar, framkvæmda- stjóri ORF. „Samkeppnisaðilar okkar í Þýskalandi eru til að mynda að rækta á nokkrum hekturum svo það er mikill misskilningur að við Íslendingar séum að ríða á vaðið í þessum efnum líkt og heyrst hefur í umræðunni.“ Meirihluti ráðgjafarnefndar um erfðabreyttar lífverur hefur þegar veitt umsókninni jákvæða umsögn en tveir nefndarmenn voru því mót- fallnir og skiluðu séráliti. Gunnar Á. Gunnarsson er annar þeirra og í séráliti sínu vísar hann meðal ann- ars í stefnumörkun íslenskra stjórn- valda um sjálfbæra þróun. Eva Benediktsdóttir, formaður nefndar- innar, segir hins vegar enga ástæðu til að synja ORF um leyfið. - jse Opinn fundur Umhverfisstofnunar um útiræktun á erfðabreyttu byggi: Ráðgjafar skiptast í fylkingar BJÖRN LÁRUS ÖRVAR Íslendingar eru síður en svo fyrstir til að freista þess að hefja útiræktun á byggi segir fram- kvæmdastjóri ORF. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM UTANRÍKISMÁL Ráðherrar Norður- landa minntust gjarnan á sam- stöðu þjóðanna með Íslendingum á blaðamannafundi í Reykjavík í gær. Norski ráðherrann var sá eini sem sagði að gjaldeyrislán land- anna væru tengd lausn Icesave- deilunnar, en hinir sögðu svo ekki vera að beinu leyti. Svíar leggja hugsanlega lánveitingu sína fyrir þingið á næstunni. Alexander Stubb, utanríkis- ráðherra Finnlands, var spurður hvers vegna Norðurlöndin hefðu gert samninga við AGS að skil- yrði fyrir lánveitingu til Íslands og hvernig það færi saman við yfir- lýsta samstöðu með landinu. „Ég sé ekki að það sé mótsögn í þessu. Það er mjög mikilvægt þegar veitt er lán að skilyrði fylgi um hvernig það verði greitt til baka og hvaða áhrif það hefur á fjármálakerfið,“ sagði hann. Ísland hafi þó notið trausts hinna þjóð- anna. „Það er engin spurning um það, en ríki eru ekki bankamenn sem veita lán á forsendum laus- legra loforða. Það þurfa að vera sterkar tryggingar og því fleiri því betra. Því er þetta ekki spurn- ing um samstöðu heldur almenna skynsemi,“ segir hann. ESB-ráðherrarnir, frá Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi, lögðu áherslu á að þeir styddu hugsan- lega aðild Íslands að sambandinu. Viðræður yrðu þó ekki auðveldar, sagði Stubb. - kóþ Krafa um aðkomu AGS var skynsamleg, segir utanríkisráðherra Finnlands: Samstaða sögð með Íslandi „ISLAND HAR VENNER“ Ráðherrarnir minntust ósjaldan á norræna samstöðu og virt- ist afar vel fara á með þeim í gær. Utanríkisráðherra Finna mælti með því að Ísland tryggði sér stuðning Þjóðverja, Breta og Frakka í aðildarviðræðum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR KJÖRKASSINN Hefurðu grillað síðan sumarið gekk í garð? Já 78% Nei 22% SPURNING DAGSINS Í DAG: Á Gunnar Birgisson að segja af sér sem bæjarstjóri í Kópavogi? Segðu skoðun þína á visir.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.