Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 26
 10. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● landið mitt reykjanes Unnið er að því hörðum höndum að setja upp pláneturatleik um Reykjanesið í tengslum við sýning- una Orkuverið Jörð. „Stöplarnir fyrir pláneturnar eru komn- ir upp, en það á eftir að setja pláneturn- ar á þá,“ segir Róbert Kjartansson, sýn- ingarstjóri Orkuversins Jarðar, í tengsl- um við svokallaðan pláneturatleik sem verið er að setja upp. Eftirlíkingu af plánetunum verður dreift um Reykja- nes. Sólin er staðsett fyrir utan stöðvar- hús Reykjanesvirkjunar og verða aðrar plánetur í hlutfallslega réttri fjarlægð frá sólinni. „Hægt verður að keyra á milli plánetanna en hugmyndin er sú að stilla reikistjörnunum upp svo að hægt verði að fylgja þeim inn í Reykjanesbæ. Ég geri ráð fyrir því að þær verði allar komnar upp í sumar.“ Ratleikurinn er settur upp í tengsl- um við sýninguna Orkuverið Jörð sem er í stöðvarhúsi Reykjanesvirkjun- ar. „Sýningin fjallar um orku. Það má segja að henni sé skipt upp í fjóra hluta og er byrjað á kenningunni um Mikla- hvell. Þá er farið yfir í reikistjörnurnar í sólkerfinu og þeim öllum stillt upp í réttum stærðarhlutföllum. Næsti hluti er saga mannsins og orkunnar saman, allt frá því að við virkjum eldinn og fram á okkar daga. Svo er það orku- notkunin í heiminum. Þar er farið yfir það hvaðan við fáum orkuna, hvort sem það er úr jarðefnaeldsneyti, fallvötnum eða jarðvarma. Síðasti hluti sýningar- innar er virkjunin sjálf og orkufram- leiðslan,“ útskýrir Róbert. Þegar Róbert er spurður hvers vegna ákveðið hafi verið að ráðast í þetta verkefni segir hann að í raun- inni hafi tækifærið bankað upp á. „Það komu hingað tveir herramenn, þeir Simon Hill frá Bretlandi og Björn Björnsson frá List og sögu, með þá hugmynd að setja upp þessa sýningu og þá var miðað við orkutengda ferða- þjónustu. Hugmyndin var að setja upp þessa sýningu við hliðina á orkuverinu sjálfu,“ segir Róbert og bætir við að hægt sé að sjá inn í orkuverið frá sýn- ingunni því einn veggur þess sé gerð- ur úr gleri. Róbert segir fólk á öllum aldri sækja sýninguna heim. „Það eru ferðamenn og mikið til Íslendingar sem koma hingað. Ferðamönnum hefur fund- ist ævintýralegt að koma hingað og finnst frábært að halda sýninguna inni í virkjun.“ - mmf Sólkerfi á Reykjanesinu Sýningin Orkuverið Jörð er í stöðvarhúsi Reykjanesvirkjunar. MYND/ÚR EINKASAFNI Orkuverið Jörð fjallar um orku og er sýningunni skipt í fjóra hluta. MYND/ÚR EINKASAFNI Farið er yfir orkunotkun í heiminum á sýningunni Orkuverið Jörð. MYND/ÚR EINKASAFNI Á sýningunni er farið yfir reikistjörnurnar í sólkerfinu og þeim stillt upp í réttum stærðarhlutföllum. MYND/ÚR EINKASAFNI Sýningin Orkuverið Jörð þykir ævintýraleg og gestum hefur fundist frábært að hún sé inni í virkjun. MYND/ÚR EINKASAFNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.