Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 47
MIÐVIKUDAGUR 10. júní 2009 19 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 10. júní 2009 ➜ Tónleikar 21.00 Dísa ásamt Mads Mouritz verður á Græna hattinum við Hafnarstræti 96 á Akur- eyri. Húsið er opnað kl. 20. 21.00 Steintryggur verður með tónleika á Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu. Einnig koma fram Kippi Kaninus, Dj Gísli Galdur og Borgar Magnason. ➜ Síðustu forvöð Sýningu Ketils Larsen „Hughrif frá öðrum heimi“ í Mokka við Skólavörðu- stíg 3a, lýkur 11. júní. Opið daglega kl. 9-18.30. ➜ Leikrit 18.00 Leikhópurinn Lotta sýnir Rauð- hettu, nýtt íslenskt leikrit með söngvum þar sem blandast saman ævintýrin Rauðhetta, Grísirnir þrír og Hans og Gréta. Sýnigin fer fram í Indíánagili í Elliðaárdal. 20.00 Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir barnaleikritið „Elvis - leiðin heim“ eftir Sigurð Ingólfsson í Bragganum (við hliðina á Sláturhúsinu menningarsetri) á Egilsstöðum. Ath. ekki tekið við kort- um. Brúðubíllinn sýnir leikritið „Leikið með liti“ eftir Helgu Steffensen og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Tvær sýningar eru í dag, sú fyrri kl. 10 við gæsluvöllinn við Arnarbakka en sú seinni verður í skóla- portinu við Breiðagerðisskóla kl. 14. ➜ Myndlist Tara Sverrisdóttir hefur opnað sína fyrstu einakasýningu í Gallerí Tukt, Hinu húsinu við Pósthússtræti 3-5. Opið virka daga kl. 9-17. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Peter Hallward flytur opinn fyrir- lestur í Reykjavík á morgun. Fyrir- lesturinn ber yfirskriftina „Hvað er pólitískur vilji?“ og í honum mun Hallward fjalla um yfirveg- aðan og röklegan pólitískan vilja og ástæður og afleiðingar þess að hann hefur verið sniðgenginn í evrópskri heimspeki undanfar- in ár. Hallward rekur hefð aftur til Rousseau og finna má leiftur af í verkum jafn ólíkra hugsuða sem Robespierre, Gramsci, Sar- tre, Fanon, Freire og Badiou, og áréttar mikilvægi baráttu þeirra sem eru undirokaðir, baráttu sem byggð er á tilkomnum vilja fjölda- hreyfinga, með hliðsjón af hinni gömlu en byltingarsinnuðu hug- mynd um „vilja fólksins“. Peter Hallward er þekktur fyrir skrif um franska samtímaheim- speki, sérstaklega bækur sínar um kenningar Alains Badiou og Gilles Deleuze. Hann hefur einn- ig gefið út gagnrýnið verk um eft- irnýlendufræði og nýlega bók um stjórnmál og sögu Haítí auk þess sem hann vinnur nú að rannsókn á pólitískum vilja sem drifkrafti rót- tækra samfélagsbreytinga. Hall- ward er prófessor í heimspeki við Middlesex-háskóla í London. Heimsókn Hallwards er liður í fyrirlestraröðinni Endurkoma róttækninnar sem Nýhil stendur fyrir, og hefur það að markmiði að færa íslenska samfélagsumræðu nær róttækum hugmyndastraum- um en styrktar- og samstarfsaðilar eru Evrópa unga fólksins, Hugvís- indasvið Háskóla Íslands, Heim- spekistofnun Háskóla Íslands, Félag áhugamanna um heimspeki, Listaháskóli Íslands og Nýlista- safnið. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangseyrir er enginn. Boðið verður upp á spurningar að fram- sögunni lokinni sem fer fram í salur 101 í Odda, Háskóla Íslands og hefst kl. 17 á morgun. - pbb Hinn pólitíski vilji HEIMSPEKI Peter Hallward ræðir hinar sjálfsprottnu hreyfingar í evrópskri stjórnmálasögu. MYND/NYHIL Á morgun kemur út tímaritið Ten Tails sem er útgáfa í formi marg- miðlunardisks sem inniheldur verk eftir tíu ólíka listamenn frá Íslandi, Englandi og Skotlandi. Með útgáfunni er ætlað að kanna mörk og möguleika bókarforms- ins sem listræns miðils í útfærslu hins rafræna miðils. Ten Tails er gefinn út í takmörkuðu upplagi í samvinnu við Edinburgh College of Art (ECA) og Kynningarmið- stöð íslenskrar myndlistar (CIA. is) í ritstjórn Kristínar Dagmarar Jóhannesdóttur. Ten Tails sýnir verk eftirfar- andi listamanna: Unnars Arnar J. Auðarsonar (Ísland), Ingibjarg- ar Birgisdóttur (Ísland), Sandy Christie (Skotland), Alasdairs Gray (Skotland), Stuarts Kolak- ovic (England), Magnúsar Páls- sonar (Ísland), Alex Pearl (Eng- land), og bókverk Dieters Roth úr safni Nýlistasafnsins, Reykjavík, Katy Dove (Skotland) & Simon Yuill (England). Útgáfan verður kynnt í bók- verkabúðinni Útúrdúr sem nú er til húsa í Nýlistasafninu, Lauga- vegi 26 annað kvöld. Ten Tails verður til sölu í versluninni að útgáfudeginum loknum og í álíka verslunum bæði í Skotlandi og víðar. En útgáfan verður gefin út við álíka fögnuð föstudaginn 19. júní 2009, kl. 20.00 í The Embassy gallerí, Edinborg, Skotlandi. - pbb Tíuskottadiskur gefinn út MasterCard Mundu ferðaávísunina! FÆRÐUBRJÓSTSVIÐAEÐA SÚRT BAKFLÆÐI?... ...Nú færðu Losec Mups* án lyfseðils í næsta apóteki! Nýtt! annt um líf og líðan Notkunarsvið: Losec Mups sýruþolnar töfl ur innihalda efnið omeprazol sem hemur magasýruframleiðslu. Losec Mups er notað við tilfallandi brjóstsviða og súru bakfl æði. Ekki má nota lyfi ð ef þú ert með ofnæmi fyrir omeprazoli eða einhverju öðru innihaldsefnanna eða samhliða lyfjum sem innihalda atazanavir. Gæta skal varúðar ef þú færð einhver af eftirtöldum einkennum: Verulegt þyngdartap, endurtekin uppköst, kyngingarerfi ðleika, blóðuppköst eða blóð í hægðum. Þá skal hafa samband við lækni. Látið lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Meðganga og brjóstagjöf: Losec Mups má nota á meðgöngu. Konur með barn á brjósti eiga að leita ráða hjá lækni áður en notkun hefst. Skömmtun: Ein Losec Mups 20 mg tafl a ekki oftar en einu sinni á sólarhring. Ef einkennin hafa ekki horfi ð eftir 14 daga stöðuga notkun skal hafa samband við lækni. Gleypa á töfl urnar heilar með ½ glasi af vökva. Hvorki má tyggja þær né mylja. Töfl urnar má leysa upp í vatni eða einhverjum súrum vökva (t.d. ávaxtasafa) og taka þannig inn. Það skiptir ekki máli hvort Losec Mups er tekið inn með eða án matar. Algengustu aukaverkanir eru: Höfuðverkur, niðurgangur, ógleði/ uppköst, kviðverkir, hægðatregða og aukinn vindgangur. Lesið vandlega allan fylgiseðilinn sem fylgir lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Mars 2009. *Omeprazol
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.