Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 15
Græna prentsmiðjan Sögurnar... tölurnar... fólkið... Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Miðvikudagur 10. júní 2009 – 23. tölublað – 5. árgangur Mikið atvinnuleysi | Atvinnu- leysi mældist 9,4 prósent í Banda- ríkjunum í síðasta mánuði og hefur það ekki verið meira í rúm 25 ár. Bandarískir fjölmiðlar segja sérfræðinga nokkuð sam- mála um að atvinnuleysi hafi náð hámarki vestanhafs. Til saman- burðar mældist atvinnuleysi hér 9,1 prósent í apríl. Botninum náð | Vísbendingar eru um að draga sé úr samdrætti í hagkerfum heimsins, samkvæmt nýjustu hagvísum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) í apríl. Viðsnúnings gætir í stærstu hagkerfum, svo sem í Kína og Ind- landi auk jákvæðari vísbendinga nú en í mars á evrusvæðinu. Olíuverðið hækkar | Heims- markaðsverð á hráolíu hefur hækkað nokkuð jafnt síðasta mán- uðinn, fór yfir sjötíu dali á tunnu í síðustu viku. Þá hafði olíudrop- inn ekki verið dýrari síðan í fyrra- haust. Bandaríska dagblaðið New York Times hefur eftir hagfræð- ingum, að verðhækkunin kunni að draga úr bata efnahagslífsins. Forstjórinn kærður | Banda- ríska fjármálaeftirlitið hefur ákært Angelo Mozilo, fyrrver- andi forstjóra bandaríska fast- eignasjóðsins Countrywide Fin- ancial, fyrir grun um brot, svo sem innherjasvik. Countrywide var umsvifamesti íbúðalánveit- andi vestanhafs þar til það fór á hliðina haustið 2007. Krónan féll um 2,5 prósent þegar verst lét fyrir hádegi í gær og fór gengisvísitalan hæst í tæp 234 stig. Veikingin nam 0,93 pró- sentum þegar yfir lauk og endaði hún í 232,5 stigum í lok dags, sam- kvæmt upplýsingum frá gjaldeyr- isborði Íslandsbanka. Væntanlegur vaxtagjalddagi á ríkisbréfum upp á 70 millj- arða króna að nafnvirði á föstu- dag vegur þyngst í falli krónunn- ar síðustu daga. Reiknað er með um sex milljarða króna útstreymi úr hirslum Seðlabankans í kjöl- farið. Erlendir fjárfestar eiga um fimm milljarða og muni á bilinu 2,5 til þrír milljarðar króna fara úr landi. Áhyggjur af mögulegri veik- ingu krónunnar vegna gjalddag- ans eru taldar hafa þrýst á um aukin erlend vörukaup innlendra birgja. Heimildarmenn Markaðar- ins segja þó almennt lítil viðskipti með krónur á gjaldeyrismarkaði og því þurfi lítið til að hreyfa við gengi krónunnar. Flestir búast við veikingu hennar næstu daga. - jab Uggandi yfir vaxtadegi Óli Kristján Ármannsson skrifar „Svona safn á náttúrlega ekki að geta vaxið svona mikið á einu ári og gerir það sjálfsagt aldrei aftur,“ segir Marteinn Breki Helgason, forstöðumaður eignastýringar MP Banka. Hann vísar þar til árs- ávöxtunar fjárvörslusafna Tryggingarsjóðs inn- stæðueigenda sem uxu um 51,3 prósent á árinu. Eignir sjóðsins eru að mestu erlendar og skýrir því fall krónunnar breytinguna að stærstum hluta. Í frammistöðugreiningu Aska Capital á ávöxtun í fjárvörslu fyrir Tryggingarsjóðinn og kynnt var um leið og ársreikningur sjóðsins á föstudag kemur fram að gengisvísitala krónunnar hækkaði um 80,3 prósent í fyrra. Í ársreikningi sjóðsins sem lagður var fram fyrir helgi kemur fram að eignir hans hafi farið úr 8,4 milljörðum króna í árslok 2007 í 16,5 milljarða í lok síðasta árs. Ávöxtun eignasafna Tryggingarsjóðsins er tví- skipt, annars vegar á hendi MP Banka og svo Nýja Kaupþings. Þannig hefur hún verið frá ársbyrjun 2007 þegar MP Banki tók við ávöxtun helmings eign- anna frá Landsbankanum eftir að sjóðurinn hafði óskað eftir tilboðum í verkið. Töluverður munur er á árangri Nýja Kaupþings og MP Banka í eigna- stýringu fyrir sjóðinn. Sá síðarnefndi er með 8,4 prósenta umframávöxtun á árinu og heildarávöxt- un upp á 61,8 prósent. Kaupþing er með neikvæða umframávöxtun um 12,9 prósent og 40,5 prósenta ávöxtun síns hluta. Marteinn segir að eignastýring MP hafi í fyrra brugðist við váboðum og í raun forðast íslenskar eignir, enda hafi legið fyrir að krónan ætti eftir að veikjast og því hagstætt að vera ekki með allar sínar eignir hér. Hann áréttar hins vegar að mjög stífar reglur gildi um ávöxtun eigna Tryggingar- sjóðsins og miklar kvaðir sem þurfi að uppfylla. Þannig heimilar fjárfestingarstefnan hvorki kaup á innlendum hlutabréfum né skuldabréfum fyrir- tækja. Innlend ríkisskuldabréf skulu vera 30 til 75 prósent af eignum sjóðsins, erlend ríkisskuldabréf 15 til 55 prósent og erlend hlutabréf núll til 15 pró- sent. Þá verður vægi ríkisskuldabréfa að vera að minnsta kosti 70 prósent af heildarsafninu. „Við nýttum í rétta átt það svigrúm sem þessi stranga stefna gaf,“ segir Marteinn og kveður MP hafa vilj- að nýta eins og kostur var heimild til að fjárfesta í erlendum ríkisskuldabréfum. „Annað sem við gerð- um var að hafa hlutabréfaeign í algjöru lágmarki og vorum á sama tíma yfirviktuð í verðtryggðum inn- lendum ríkisskuldabréfum og líka í erlendum rík- isskuldabréfum,“ segir hann. Vignir Jónsson, hagfræðingur hjá Askar Capital, segir að þótt nokkru hafi munað á ávöxtun Nýja Kaupþings og MP Banka fyrir Tryggingarsjóðinn í fyrra sé varhugavert að draga of miklar ályktan- ir af því. „Horfa þarf á lengra tímabil en eitt ár til að bera slíkt saman,“ segir hann, án þess að vilja draga úr því að ávöxtun hafi verið býsna góð hjá Tryggingarsjóðnum í fyrra. „Og má í raun segja að fjárfestingarstefna sjóðsins hafi sannað gildi sitt í fyrra. Þar miðar allt við að sjóðurinn fari í mjög varkárar eignir.“ Eftir samruna við Ráðgjöf og efnahagsspár tóku Askar við því verkefni að vinna með Tryggingar- sjóðnum í að móta fjárfestingarstefnu og hafa eftir- lit með þeim sem stýra eignum fyrir sjóðinn. „Svo höfum við líka metið tilboð í eignastýringu og slíkt,“ bætir Vignir við. Metávöxtun var á Tryggingarsjóðnum Fjárvörslusöfn Tryggingarsjóðs innstæðueigenda uxu um 51,3 prósent í fyrra. MP Banki stýrir helmingi safnsins. KAUPÞING Eignir Ávöxtun 2008 Viðmið Innlend skuldabréf 24,6% +7,4% Erlend skuldabréf 68,1% -39,7% Erlend hlutabréf 2,1% -14,2% MP BANKI Eignir Ávöxtun 2008 Viðmið Innlend skuldabréf 24,6% +7,4% Erlend skuldabréf 149,6% +41,7% Erlend hlutabréf 6,4% -9,9% F R A M M I S T Ö Ð U G R E I N I N G A S K A C A P I T A L Færeyska olíuleitarfélagið Atlant- ic Petroleum hefur framlengt brú- arlán sem var á gjalddaga í lok júlí og desember um eitt ár. Ekki liggur fyrir um endan- legan gjalddaga á lánunum en það ræðst af því hvort fyrirtæk- inu takist að endurfjármagna sig þar til gjalddaginn rennur upp eða gefa út nýtt hlutafé. Haft er eftir Wilhelm Petersen, forstjóra félagsins, í tilkynningu að hann sé ánægður með áfang- ann enda geri hann fyrirtækinu kleift að halda áfram leit sinni að olíu- og jarðgasi. - jab Færeyingar framlengja lán Skýrsla Viðskiptaráðs Hlúa þarf að litlum og meðalstórum fyrirtækjum 4-5 Gylfi Zoëga Áætlun AGS leið til batans Guðmundur Arnar Guðmundsson Fyrirtæki og langtímastefnur 2 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.