Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN 10. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • Sími: 525 2080 fyrirt@valitor.is • www.valitor.is Við bjóðum veflausnir og posa í erlendum gjaldmiðlum! Þú getur selt erlendum ferðamönnum vörur og þjónustu í erlendum gjaldmiðlum* og færð þá gert upp í sama gjaldmiðli. *EUR, GBP, USD og DKK Vika Frá ára mót um Alfesca 0,0% 0,0% Bakkavör 0,0% -54,6% Eimskipafélagið 0,0% -20,0% Föroya Bank 2,9% 1,2% Icelandair 0,0% -65,4% Marel -13,5% -29,9% Össur 0,9% 7,8% Úrvalsvísitalan OMXI15 269 Úrvalsvísitalan OMXI6 732 *Miðað við gengi í Kaup höll í gær. G E N G I S Þ R Ó U N „Við munum afgreiða heimild- irnar eftir því sem ítarlegri gögn skila sér,“ segir Tómas Örn Krist- insson, framkvæmdastjóri pen- ingamálasviðs Seðlabankans. Seðlabankinn auglýsti snemma í maí eftir því að fyrirtæki láti vita af áhuga sínum vilji þau taka er- lend lán í krónum en endurgreiða í erlendum gjaldeyri til sjö ára. Eitt skilyrða Seðlabankans fyrir heimild til lántökunnar, sem yrði í formi skuldabréfaútboðs, var að fyrirtækið hafi fyrirsjáanlegar tekjur í erlendum gjaldeyri sem nægi til að standa skil á greiðsl- um lánsins. Bréf þessa efnis átti að senda til bankans fyrir 11. maí síðast- liðinn. Að sögn Tómasar bárust Seðla- bankanum 54 umsóknir um krón- ulán sem þessi frá íslenskum fyr- irtækjum. Seðlabankinn óskaði eftir ítarlegri upplýsingum frá fyrirtækjunum vegna málsins og sendi forsvarsmönnum þeirra bréf þessa efnis fyrir hálfum mánuði. Ekkert fyrirtæki hefur sent Seðlabankanum ítarlegri upplýs- ingar og því enginn kominn með heimild til lántökunnar, að sögn Tómasar. - jab SEÐLABANKINN Ekkert fyrirtæki er enn komið með heimild til að taka erlend lán í íslenskum krónum. MARKAÐURINN/HEIÐA Enginn með heimild til krónulána Yfir stendur áreiðanleikamat þar sem ráðgjafar og kröfuhaf- ar gömlu bankanna hafa aðgang að verðmati eigna og viðskipta- áætlunum bankanna, samkvæmt tilkynningu fjármálaráðuneyt- isins. Í síðustu viku fóru fram fyrstu samningafundir milli fjármálaráðuneytis fyrir hönd nýju bankanna og skilanefnda gömlu bankanna. „Á þessum samningafundum voru lagðar fram fjárhagslegar upplýsingar nýju bankanna, þar með taldar tillögur um jöfnun- argreiðslur milli nýju og gömlu bankanna vegna yfirtekinna eigna og skulda, fjármögnun frá ríkinu og skoðun á verðmati eigna bankanna framkvæmdu af Deloitte,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Áréttað er mikil- vægi þess að gætt verði fyllstu sanngirni í samningaviðræð- um við skilanefndir bankanna. „Markmiðið er að ná samkomu- lagi um jöfnunargreiðslur milli nýju og gömlu bankanna og end- urfjármagna nýju bankana á til- tölulega stuttum tíma.“ - óká Áreiðanleikamat á virði eigna stendur yfir Fyrstu samningafundir vegna uppskipta bankanna fóru fram í síðustu viku. Nú er farið yfir gögn. Óli Kristján Ármannsson skrifar „Kostnaður af peningastefnu Seðlabankans er gríðarlegur,“ segir Gylfi Zoëga, prófessor í hag- fræði og nefndarmaður í peninga- stefnunefnd Seðlabanka Íslands. Hann flutti erindi undir yfir- skriftinni „Hvað er Seðlabankinn að hugsa?“ í þéttskipuðum fyrir- lestrarsal á háskólatorgi Háskóla Íslands í hádeginu í gær. Þar kom fram í máli Gylfa að ef reiknað væri með 10 prósent meðalvöxtum á peningaeign út- lendinga í landinu þá þýddi það árlegan vaxtakostnað upp á 60 milljarða króna. Slíkt útstreymi fjármagns væri til þess fallið að veikja gengi krónunnar. Til sam- anburðar benti hann á að verð- mæti óunnins sjávarafla næmi 99 milljörðum króna. Gylfi segir því um „dýrasta slugs Íslands- sögunnar“ að ræða ef dregnar eru lappirnar í endurskipulagn- ingu bankakerfisins og öðrum verkum sem klára þurfi til þess að aðstæður skapist fyrir frekari vaxtalækkun. Gylfi segir miklu skipta að byggja upp traust á ný á íslenskri efnahagsstjórn, en það verði ekki gert nema með því að sýna um- heiminum með gjörðum okkar að hér verði gripið til þeirra sárs- aukafullu aðhaldsaðgerða sem þörf er á til að treysta stoðir hag- kerfisins. Hann blæs á gagnrýni í þá veru að Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn (AGS) ráði hér för og Seðlabankinn hafi „hlýtt“ sjóðn- um í síðustu ákvörðun. „Allt er þetta fullorðið fólk,“ segir Gylfi og bendir á að samið hafi verið við AGS um aðgerðaáætlun þar sem fyrir liggi ákveðin markmið og aðgerðir. „Samkomulagið snýst um að grípa til nauðsynlegra að- gerða,“ segir hann. Vissulega sé hægt að slíta samningnum, en þá verði að liggja fyrir einhver trú- verðug áætlun önnur um hvern- ig landið ætlar að vinna sig út úr hruninu. „Við veljum hins vegar að fylgja honum vegna þess að þetta er skynsamleg stefna og ekki verið að neyða okkur til neins.“ Gylfi fór svo yfir þá þætti tengda stýrivaxtaákvörðunum sem haft geta áhrif á gengi krónunnar og þætti sem setja þrýsting á gengi hennar. Vexti hér segir hann hins vegar þurfa að vera hærri en annars staðar gerist, meðal ann- ars vegna áhættu sem fjárfest- ar tengi við landið og til þess að freista þess að fá þá erlendu fjár- festa sem hér eiga þegar peninga til að festa þá í eignum á borð við skuldabréf ríkisins til 10 eða 15 ára. „Veikur gjaldmiðill kallar á hærri vexti,“ segir hann. Trúverðug stefna í fjármálum ríkisins segir Gylfi hins vegar lykilþátt í að styrkja gengið, enda verði aukið aðhald bæði til að draga hér úr neyslu (sem spari gjaldeyri) og auka traust á efna- hagsstjórninni. Upphlaup yfir lágri lækkun stýrivaxta Seðlabankans í byrj- un þessa mánaðar segir Gylfi hins vegar vekja furðu, enda sé hér ekki virkur bankamarkað- ur. „Stýrivextirnir hafa aðallega framtíðaráhrif þegar bankakerf- ið kemst í lag,“ segir hann. Áætlun AGS er leiðin til batans Gylfi Zoëga furðar sig á yfirlýsing- um um stýrivexti. Þeir hafi helst áhrif þegar bankakerfið hafi verið reist við. Í HÁDEGINU Í GÆR Gylfi Zoëga prófessor segir umræðu síðustu daga illu heilli hafa snúist um skyndilausnir og skammvinnan ábata í efnahagsmálum fremur en hluti sem skipta máli. Hugmyndir um að festa gengi krónunnar segir hann „bara rugl“ enda eymdin ein sem við tæki eftir að gjaldeyrisforða landsins hefði verið eytt í það. MARKAÐURINN/VILHELM Líkur eru á að ríkisstjórn Lett- lands takist að forðast 30 til 50 prósenta gengishrun latsins, gjald- miðils Letta, með tíu prósenta nið- urskurði í ríkisútgjöldum næstu tvö ár. Þetta segir Beat Sigenth- aler, sérfræðingur nýmarkaða hjá TD Securities í London. Beat bætir við að Evrópusam- bandið hafi í fyrstu verið andsnúið tillögum stjórnvalda og legið hafi í loftinu að latið yrði jafnvel af- tengt evrunni. ESB er nú sagt lík- legra til að styðja aðgerðirnar og ekki útilokað að Lettar leiti ásjár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í kjöl- farið. Sigenthaler mælir með að fjárfestar sem hafi veðjað á frek- ari veikingu latsins losi um stöð- ur sínar. - jab Lettar sveigja frá hruni Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu rúmum 2,5 milljörðum króna í maí, samkvæmt yfirliti sjóðsins. Þetta er ellefu prósenta samdráttur á milli mánaða. Þar af voru rúmir 1,8 milljarð- ar króna vegna almennra lána og rúmar 700 milljónir vegna leigu- íbúðalána. Vanskil íbúðalána námu 800 milljónum króna. Heildarútlán á fyrstu fimm mánuðum ársins námu tæpum 14,8 milljörðum króna, sem er um 26 prósenta samdráttur á milli ára, samkvæmt upplýsing- um sjóðsins. - jab Færri taka íbúðalán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.