Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 20
 10. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR2 FLUGDAGUR verður haldinn á Flúðum í Hrunamannahreppi 13. júní. Er þetta í þriðja sinn sem staðið er fyrir slíkri uppákomu. http://flugfrettir.123.is Ingibjörg er dóttir Þuríðar Gísla- dóttur frá Hnappavöllum sem var ein af sex stúlkum er gengu á Hnjúkinn í júlí 1937. Þær voru þátttakendur í hópferð Ung- mennafélags Öræfa og fyrstar sinna kynsystra á þennan hæsta tind landsins svo vitað sé. Ingibjörg er kná kona sem hefur stundað fjallgöngur í fimmtán ár. Nú hefur hún þjálf- að sig markvisst fyrir Öræfajök- ulsgönguna frá því í febrúar með Fjallkonum Íslands og oft lent í misjöfnu veðri, jafnvel byl. Hún segir afrek móður sinnar hafa verið henni hvatningu. „Bræður mínir grínast með að mamma hafi skroppið upp á jökul eftir mjaltir en ég þurfi hálft ár til að undirbúa mig. Það er alveg rétt en hún var líka hátt í fjörutíu árum yngri en ég er núna,“ segir Ingibjörg glað- lega og bætir við. „Ég ætlaði nú að vera búin að þessu fyrir fimmtugt en af því varð ekki.“ Fyrir nokkrum dögum hélt Ingibjörg kaffiboð fyrir þær fjórar konur sem eftir lifa úr þeim 21 manns hópi Ungmenna- félags Öræfa sem fyrr er getið. Tvær þeirra sögðu blaðamanni frá ferðinni fyrir 72 árum. Sigríð- ur Eiríksdóttir úr Reykjavík sem lagði upp á jökulinn frá Kvískerj- um ásamt fimm systkinum þaðan og Guðrún Jónsdóttir frá Fagur- hólsmýri sem hélt uppá 15 ára afmælið í ferðinni. „Nágranni minn, Páll Björnsson sagði að þetta væri langt og yrði dálít- ið erfitt. Það var rétt en ég sótti fast að fara,“ segir Guðrún. „Palli varaði okkur líka við að ganga of hratt í byrjun. „Þið endist ekki ef þið gangið svona hratt,“ sagði hann. Við lögum upp frá Fagur- hólsmýri ásamt fleirum og hittum hóp frá Hnappavöllum við jökul- ræturnar.“ Heiðríkja var og logn allan dag- inn sem hópurinn var á jöklinum og Sigríður segir suma hafa sól- brunnið illa. „Ég varð alveg ægi- lega brún og sá litur fór ekki af í marga mánuði,“ rifjar hún upp. Þær muna vel eftir tignarlegu útsýninu ofan af tindinum sem þær svimaði hálfgert yfir. Líka sigurtilfinningunni að göngu lok- inni. gun@frettabladid.is Hæsti tindurinn heillar Nú undirbúa konur í tugavís göngu á Hvannadalshnjúk 19. júní. Þeirra á meðal er Ingibjörg H. Elíasdóttir hjúkrunarfræðingur. Þar fetar hún í fótspor móður sinnar sem var í hópi fyrstu stúlkna þangað upp. Blómarósirnar áðu neðan við Hnjúkinn í júlí 1937. Guðrún Jónsdóttir, Guðný Gísla- dóttir fyrir miðju, aftan við hana Þuríður Gísladóttir, Sigríður Eiríksdóttir, Guðrún Björnsdóttir og Þóra Stefánsdóttir. MYND/FLOSI BJÖRNSSON Systurnar Þuríður og Guðný Gísladætur frá Hnappavöllum og aftan við þær, Guðrún Jónsdóttir frá Fagurhólsmýri og Sigríður Eiríksdóttir úr Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Klæðnaðurinn nú er nokkuð annar en þegar mamma fór á Hnjúkinn. Þá gengu til dæmis flestir í gúmmístígvélum,“ segir fjallkonan Ingibjörg sem á rósavettlinga með flísfóðri. Hún hefur líka orðið sér úti um alpahúfu eins og Öræfastúlkurnar voru með. HEILSA Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó SA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.