Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 34
 10. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● landið mitt reykjanes Það er mikið ævintýri að keyra út að Garðskagavita en hin fal- lega fjara sem þar er að finna vill oft gleymast. Fjaran er nefnilega ein af þeim gulu á landinu, en víð- ast hvar má finna gulan skelja- sand. Gamli vitinn stendur enn og þykir einn af þeim fallegustu á landinu. Það tekur ekki nema tæpan klukkutíma að keyra út eftir að vitanum og því skemmti- legur bíltúr fyrir til dæmis fjöl- skyldur sem ætla í styttri ferðalög í sumar. Og þá má skoða kirkjuna við sjóinn, Útskálakirkju, í leið- inni. - jma Ævinýralegt umhverfi Vitarnir tveir, sá gamli og nýi, á Garð- skaga. Þangað er tilvalið að bregða sér í bíltúr. Enginn kylfingur verður svikinn af því að spila Bergvíkina í Leir- unni. Hún er einhver frægasta hola landsins. Kylfingar hafa þar sjóinn á hægri hönd og staðurinn þykir kynngimagnaður með stór- kostlegu klettaútsýni. Kálfatjörnin á Vatnsleysu er líka fallegur golf- staður, í nágrenni gamallar kirkju, og margar skemmtilegar holur. Þótt völlurinn sé erfiður á köflum þykir hann hentugur þeim sem eru að byrja að spila golf því brautirn- ar eru frekar auðskildar. - jma Fallegir og kynngimagnaðir golfvellir Suðurnesja Suðurnesjaholan Bergvík er ein sú alræmdasta á landinu. Gengið verður á fjallið Þorbjörn við Grindavík hinn 20. júní eins og hefð er fyrir um Jónsmessu- leytið. Gangan hefst við sund- laugina í Grindavík klukkan 20 og síðan heldur hver og einn upp fellið á sínum hraða í för fylgdar- manna. Uppi á toppi verður varðeldur kyntur og Eyjólfur Kristjánsson tekur lagið. Gönguferðin endar svo í Bláa lóninu þar sem fólk lætur líða úr sér lúann og heldur áfram að hlusta á Eyva. Að sögn Sigrúnar Frankl- ín Jónsdóttur, verkefnastjóra á Reykjanesi, er ávallt mikil þátt- taka í Jónsmessugöngum á Þor- björn og góð stemning. Þess má geta að í gangi er sögu- ratleikur í Grindavík fjórða árið í röð. Þessi fjallar um leiðir og lendingar. Honum lýkur einmitt á Jónsmessu. Nánar má lesa um hann á www.sjfmenningarmidlun. is. - gun Eyvi syngur uppi á Þorbirni Þorbjörn er vinalegt fjall með sál. Fremst á myndinni er selstóft, þar er komið niður úr göngunni. MYND/SIGRÚN FRANKLÍN Mikilvægasta máltíð dagsins ÍS L E N S K A /S IA .I S /N A T 4 04 70 1 2/ 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.