Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 34
10. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR8 ● fréttablaðið ● landið mitt reykjanes
Það er mikið ævintýri að keyra
út að Garðskagavita en hin fal-
lega fjara sem þar er að finna vill
oft gleymast. Fjaran er nefnilega
ein af þeim gulu á landinu, en víð-
ast hvar má finna gulan skelja-
sand. Gamli vitinn stendur enn
og þykir einn af þeim fallegustu
á landinu. Það tekur ekki nema
tæpan klukkutíma að keyra út
eftir að vitanum og því skemmti-
legur bíltúr fyrir til dæmis fjöl-
skyldur sem ætla í styttri ferðalög
í sumar. Og þá má skoða kirkjuna
við sjóinn, Útskálakirkju, í leið-
inni. - jma
Ævinýralegt
umhverfi
Vitarnir tveir, sá gamli og nýi, á Garð-
skaga. Þangað er tilvalið að bregða sér
í bíltúr.
Enginn kylfingur verður svikinn
af því að spila Bergvíkina í Leir-
unni. Hún er einhver frægasta
hola landsins. Kylfingar hafa þar
sjóinn á hægri hönd og staðurinn
þykir kynngimagnaður með stór-
kostlegu klettaútsýni. Kálfatjörnin
á Vatnsleysu er líka fallegur golf-
staður, í nágrenni gamallar kirkju,
og margar skemmtilegar holur.
Þótt völlurinn sé erfiður á köflum
þykir hann hentugur þeim sem eru
að byrja að spila golf því brautirn-
ar eru frekar auðskildar. - jma
Fallegir og kynngimagnaðir golfvellir Suðurnesja
Suðurnesjaholan Bergvík er ein sú
alræmdasta á landinu.
Gengið verður á fjallið Þorbjörn
við Grindavík hinn 20. júní eins
og hefð er fyrir um Jónsmessu-
leytið. Gangan hefst við sund-
laugina í Grindavík klukkan 20
og síðan heldur hver og einn upp
fellið á sínum hraða í för fylgdar-
manna.
Uppi á toppi verður varðeldur
kyntur og Eyjólfur Kristjánsson
tekur lagið. Gönguferðin endar
svo í Bláa lóninu þar sem fólk
lætur líða úr sér lúann og heldur
áfram að hlusta á Eyva.
Að sögn Sigrúnar Frankl-
ín Jónsdóttur, verkefnastjóra á
Reykjanesi, er ávallt mikil þátt-
taka í Jónsmessugöngum á Þor-
björn og góð stemning.
Þess má geta að í gangi er sögu-
ratleikur í Grindavík fjórða árið
í röð. Þessi fjallar um leiðir og
lendingar. Honum lýkur einmitt
á Jónsmessu. Nánar má lesa um
hann á www.sjfmenningarmidlun.
is. - gun
Eyvi syngur
uppi á Þorbirni
Þorbjörn er vinalegt fjall með sál.
Fremst á myndinni er selstóft, þar er
komið niður úr göngunni.
MYND/SIGRÚN FRANKLÍN
Mikilvægasta
máltíð
dagsins
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/N
A
T
4
04
70
1
2/
07