Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 49
MIÐVIKUDAGUR 10. júní 2009 Vinkonurnar og kattavinirn- ir Magda María, Lárey Huld og Thelma komu færandi hendi í Kattholt í vikunni, en þær höfðu staðið fyrir blómasölu og létu ágóðann af henni renna til styrkt- ar Kattholti. Stúlkurnar, sem allar eru tíu ára, tíndu sjálfar blómin og bjuggu til fallega vendi sem þær seldu vegfarendum í Norðurmýr- inni. Aðspurðar segjast þær vera miklir kattavinir en því miður séu foreldrar þeirra með ofnæmi og því geti þær ekki haft ketti á heimilinu. Sigríður Heiðberg, forstjóri Kattholts, segir að framlag vin- kvennanna komi sér ákaflega vel. „Það er fallegt af svona ungum stúlkum að gefa af sér til dýranna í Kattholti. Ég auglýsti í fyrsta sinn eftir fóðri á vefsíð- unni okkar um daginn og það var ánægjulegt að sjá hversu margt fólk var tilbúið að láta eitthvað af hendi rakna. Það hjálpar okkur í starfinu að vita af svona mörgum dýravinum því nóg er til af hinu,“ segir Sigríður að lokum. - sm Seldu blóm fyrir Kattholt VINKONURNAR TÍNDU FALLEGA BLÓMVENDI og létu ágóðann af sölunni renna til Kattholts. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Þeir hjá Emmessís voru að hugsa um að gera eitthvað jákvætt og efla íslenska framleiðslu,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir leikkona um nýjan Skoppu og Skrítlu-ís sem er nú kominn á markaðinn. Hrefna og Linda Ásgeirsdóttir, sem hafa leikið Skoppu og Skrítlu um árabil, voru staddar á veitingastað í janúar þegar forstjóri Emmessís gaf sig á tal við þær. „Böðvar Þórisson sagði að þeir hefðu velt þessari hugmynd fyrir sér og þegar hann hitti okkur ákvað hann að grípa tækifærið og tala við okkur. Okkur fannst þetta náttúr- lega frábær hugmynd og í gær varð þetta að veruleika og ísinn leit dags- ins ljós,“ útskýrir Hrefna. „Þetta eru grænar og gular ávaxtastangir en ekki ís því það eru svo mörg lítil börn með mjólkuróþol og við vildum ekki að neinn myndi missa af því að borða Skoppu og Skrítlu-ísinn. Það er ekkert aspartam í honum, sem við erum mjög ánægðar með, því þótt sykur sé nú ekki sérlega hollur held ég að það sé betra en að fá sér gervisætu,“ bætir hún við. „Maður er vanur að kaupa ís með erlendum vörumerkjum fyrir börn- in sín svo okkur þykir þetta rosa- lega skemmtilegt, ekki síst núna þegar þjóðin er að reyna að standa saman og velja íslenskt,“ segir Hrefna og brosir. - ag Skoppa og Skrítla fá eigin ís ÍSINN SMAKKAÐUR Skoppa og Skrítla buðu krökkum á leikskólanum Undralandi með sér í verksmiðju Emmessís til að smakka nýja ísinn, en leikskólinn fagnaði 22 ára afmæli sínu í gær. TILBOÐSDAGAR N1.ISN1 Hjólbarðaþjónusta Fellsmúla Sími 440 1322 í N1 Fellsmúla af völdum felgum dagana 10.–13. júní. AFSLÁTTUR 30-80% FÁÐU BETRA VERÐ Í SAMBÍÓIN MEÐ KORTINU Bíómiðinn á 750 kr. í öllum kvikmyndahúsum Sambíóanna. KOMIN Í BÍÓ ALLIR VIÐSKIPTAVINIR FÁ T VO MIÐA Á GHOSTS OF GIRLFRIENDS PAST * *Á MEÐAN MIÐAR ENDA ST HJÁ GÁP FÆRÐU ALV ÖRU FJALLAHJÓL OG GÖT UHJÓL S: 5 200 200 | MÁN. - FÖS. KL.9-18. | LAU. KL.11-16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.