Fréttablaðið - 10.06.2009, Qupperneq 47
MIÐVIKUDAGUR 10. júní 2009 19
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Miðvikudagur 10. júní 2009
➜ Tónleikar
21.00 Dísa ásamt
Mads Mouritz verður
á Græna hattinum við
Hafnarstræti 96 á Akur-
eyri. Húsið er opnað
kl. 20.
21.00 Steintryggur
verður með tónleika
á Sódóma Reykjavík við Tryggvagötu.
Einnig koma fram Kippi Kaninus, Dj
Gísli Galdur og Borgar Magnason.
➜ Síðustu forvöð
Sýningu Ketils Larsen „Hughrif frá
öðrum heimi“ í Mokka við Skólavörðu-
stíg 3a, lýkur 11. júní. Opið daglega kl.
9-18.30.
➜ Leikrit
18.00 Leikhópurinn Lotta sýnir Rauð-
hettu, nýtt íslenskt leikrit með söngvum
þar sem blandast saman ævintýrin
Rauðhetta, Grísirnir þrír og Hans og
Gréta. Sýnigin fer fram í Indíánagili í
Elliðaárdal.
20.00 Leikfélag Fljótsdalshéraðs
sýnir barnaleikritið „Elvis - leiðin heim“
eftir Sigurð Ingólfsson í Bragganum (við
hliðina á Sláturhúsinu menningarsetri)
á Egilsstöðum. Ath. ekki tekið við kort-
um.
Brúðubíllinn sýnir leikritið „Leikið með
liti“ eftir Helgu Steffensen og Sigrúnu
Eddu Björnsdóttur. Tvær sýningar eru í
dag, sú fyrri kl. 10 við gæsluvöllinn við
Arnarbakka en sú seinni verður í skóla-
portinu við Breiðagerðisskóla kl. 14.
➜ Myndlist
Tara Sverrisdóttir hefur opnað sína
fyrstu einakasýningu í Gallerí Tukt,
Hinu húsinu við Pósthússtræti 3-5. Opið
virka daga kl. 9-17.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is.
Peter Hallward flytur opinn fyrir-
lestur í Reykjavík á morgun. Fyrir-
lesturinn ber yfirskriftina „Hvað
er pólitískur vilji?“ og í honum
mun Hallward fjalla um yfirveg-
aðan og röklegan pólitískan vilja
og ástæður og afleiðingar þess
að hann hefur verið sniðgenginn
í evrópskri heimspeki undanfar-
in ár.
Hallward rekur hefð aftur til
Rousseau og finna má leiftur af
í verkum jafn ólíkra hugsuða
sem Robespierre, Gramsci, Sar-
tre, Fanon, Freire og Badiou, og
áréttar mikilvægi baráttu þeirra
sem eru undirokaðir, baráttu sem
byggð er á tilkomnum vilja fjölda-
hreyfinga, með hliðsjón af hinni
gömlu en byltingarsinnuðu hug-
mynd um „vilja fólksins“.
Peter Hallward er þekktur fyrir
skrif um franska samtímaheim-
speki, sérstaklega bækur sínar
um kenningar Alains Badiou og
Gilles Deleuze. Hann hefur einn-
ig gefið út gagnrýnið verk um eft-
irnýlendufræði og nýlega bók um
stjórnmál og sögu Haítí auk þess
sem hann vinnur nú að rannsókn á
pólitískum vilja sem drifkrafti rót-
tækra samfélagsbreytinga. Hall-
ward er prófessor í heimspeki við
Middlesex-háskóla í London.
Heimsókn Hallwards er liður
í fyrirlestraröðinni Endurkoma
róttækninnar sem Nýhil stendur
fyrir, og hefur það að markmiði að
færa íslenska samfélagsumræðu
nær róttækum hugmyndastraum-
um en styrktar- og samstarfsaðilar
eru Evrópa unga fólksins, Hugvís-
indasvið Háskóla Íslands, Heim-
spekistofnun Háskóla Íslands,
Félag áhugamanna um heimspeki,
Listaháskóli Íslands og Nýlista-
safnið.
Fyrirlesturinn er öllum opinn
og aðgangseyrir er enginn. Boðið
verður upp á spurningar að fram-
sögunni lokinni sem fer fram í
salur 101 í Odda, Háskóla Íslands
og hefst kl. 17 á morgun. - pbb
Hinn pólitíski vilji
HEIMSPEKI Peter Hallward ræðir hinar
sjálfsprottnu hreyfingar í evrópskri
stjórnmálasögu. MYND/NYHIL
Á morgun kemur út tímaritið Ten
Tails sem er útgáfa í formi marg-
miðlunardisks sem inniheldur
verk eftir tíu ólíka listamenn frá
Íslandi, Englandi og Skotlandi.
Með útgáfunni er ætlað að kanna
mörk og möguleika bókarforms-
ins sem listræns miðils í útfærslu
hins rafræna miðils. Ten Tails er
gefinn út í takmörkuðu upplagi í
samvinnu við Edinburgh College
of Art (ECA) og Kynningarmið-
stöð íslenskrar myndlistar (CIA.
is) í ritstjórn Kristínar Dagmarar
Jóhannesdóttur.
Ten Tails sýnir verk eftirfar-
andi listamanna: Unnars Arnar
J. Auðarsonar (Ísland), Ingibjarg-
ar Birgisdóttur (Ísland), Sandy
Christie (Skotland), Alasdairs
Gray (Skotland), Stuarts Kolak-
ovic (England), Magnúsar Páls-
sonar (Ísland), Alex Pearl (Eng-
land), og bókverk Dieters Roth úr
safni Nýlistasafnsins, Reykjavík,
Katy Dove (Skotland) & Simon
Yuill (England).
Útgáfan verður kynnt í bók-
verkabúðinni Útúrdúr sem nú er
til húsa í Nýlistasafninu, Lauga-
vegi 26 annað kvöld. Ten Tails
verður til sölu í versluninni að
útgáfudeginum loknum og í álíka
verslunum bæði í Skotlandi og
víðar. En útgáfan verður gefin út
við álíka fögnuð föstudaginn 19.
júní 2009, kl. 20.00 í The Embassy
gallerí, Edinborg, Skotlandi. - pbb
Tíuskottadiskur gefinn út
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
FÆRÐUBRJÓSTSVIÐAEÐA
SÚRT BAKFLÆÐI?...
...Nú færðu Losec Mups* án lyfseðils í næsta apóteki!
Nýtt!
annt um líf og líðan
Notkunarsvið: Losec Mups sýruþolnar töfl ur innihalda efnið omeprazol sem hemur magasýruframleiðslu. Losec Mups er notað við tilfallandi
brjóstsviða og súru bakfl æði. Ekki má nota lyfi ð ef þú ert með ofnæmi fyrir omeprazoli eða einhverju öðru innihaldsefnanna eða samhliða lyfjum sem innihalda atazanavir. Gæta
skal varúðar ef þú færð einhver af eftirtöldum einkennum: Verulegt þyngdartap, endurtekin uppköst, kyngingarerfi ðleika, blóðuppköst eða blóð í hægðum. Þá skal hafa samband
við lækni. Látið lyfjafræðing vita um önnur lyf sem eru notuð eða hafa nýlega verið notuð. Meðganga og brjóstagjöf: Losec Mups má nota á meðgöngu. Konur með barn á brjósti
eiga að leita ráða hjá lækni áður en notkun hefst. Skömmtun: Ein Losec Mups 20 mg tafl a ekki oftar en einu sinni á sólarhring. Ef einkennin hafa ekki horfi ð eftir 14 daga stöðuga
notkun skal hafa samband við lækni. Gleypa á töfl urnar heilar með ½ glasi af vökva. Hvorki má tyggja þær né mylja. Töfl urnar má leysa upp í vatni eða einhverjum súrum vökva
(t.d. ávaxtasafa) og taka þannig inn. Það skiptir ekki máli hvort Losec Mups er tekið inn með eða án matar. Algengustu aukaverkanir eru: Höfuðverkur, niðurgangur, ógleði/
uppköst, kviðverkir, hægðatregða og aukinn vindgangur. Lesið vandlega allan fylgiseðilinn sem fylgir lyfi nu. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Mars 2009.
*Omeprazol