Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 4
4 10. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 28° 19° 24° 21° 16° 20° 23° 23° 20° 17° 25° 19° 21° 33° 16° 19° 27° 15° 7 8 10 6 5 6 10 10 11 10 8 Á MORGUN 3-8 m/s 7 FÖSTUDAGUR 3-8 m/s 7 9 1510 8 5 9 5 12 HÆGUR OG VÍÐA BJART Eins og sjá má á kortinu setti ég engar vindörvar inn á það þennan daginn. Ástæðan er sú að landið er nánast vind- laust. Síðan er að sjá sólskin á norðurhelm- ingi landsins. Hitinn er í lægri kantinum fyrir norðan eða 5-10 stig. Næstu dagar verða einnig hægviðrasamir en má greina nokkuð skýran norðlægan loft- straum yfi r landinu. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur ostur.is  REYKJAVÍK „Hústökufólkið og almenningur á engan málsvara í borgarstjórn nema þann sem hér talar,“ segir Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi. Þetta hafi sést á viðbrögðum VG við tillögu hans um að eigendur Fríkirkjuvegar 11 skiluðu húsinu aftur til borgar- innar, endurgjaldslaust. „VG létu bóka á fundinum að þeir vonuðust til að húsið kæmist í eigu almennings en studdu ekki tillöguna. Það sýnir sig betur og betur að lítið er að marka orð þeirra,“ segir Ólafur. Hann hafi með tillögunni viljað gefa Björg - ólfi Thor Björgólfssyni tækifæri til að láta gott af sér leiða. - kóþ Ólafur F. Magnússon: Eini málsvari hústökufólks MENNTUN Stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna mun í vik- unni skila menntamálaráðherra tillögum sínum um breyting- ar á úthlutunarreglum sjóðsins. Meðal breytinga sem átti að gera var að lána einungis fyrir 75 pró- sentum skólagjalds nemenda og átti það að taka gildi næsta haust. „Okkur tókst að fá stjórnina af því,“ segir Ingólfur Birgir Sigur- geirsson, fulltrúi Stúdentaráðs Háskóla Íslands í stjórninni. „Okkar rök voru þau að það væri mjög ósanngjarnt gagn- vart nemendum sem eru búnir að borga staðfestingargjöld, jafnvel í dýrum háskólum, og fá svo allt í einu að vita að þau verða að fjár- magna fjórðung skólagjaldsins úr eigin vasa.“ Hann telur hins vegar mikl- ar líkur á því að þessi breyting verði gerð á næsta ári. - jse Breytingar á reglum LÍN: Lána ekki fyrir fullu skólagjaldi HONG KONG, AP Alls 24 brenndust þegar sýru var skvett á vegfar- endur í einu af stærstu hverfum Hong Kong á mánudag. Þetta er þriðja sýruárásin í hverfinu á sex mánuðum. Lögregla segir mögu- legt að sama manneskjan beri ábyrgð á öllum árásunum. Að sögn lögreglu var flösku með vökvanum kastað úr húsi niður í hóp fólks. Ekkert fórnar- lambanna brenndist alvarlega. Í síðasta mánuði brenndust 30 manns í svipaðri árás og í desem- ber brenndust 46 manns. Lögregla skoðar nú öryggis- myndavélar til að reyna að bera kennsl á árásarmanninn. - þeb Þriðja árásin á hálfu ári: Sýru kastað í hóp fólks Á SLYSSTAÐNUM Fórnarlömb sýruárás- arinnar brenndust ekki mjög alvarlega og fengu flestir aðhlynningu á slysstað. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BANDARÍKIN, AP Fyrsti fanginn úr Guantanamo-fangabúðunum, sem réttað verður yfir í Bandaríkjun- um, kom til New York í gær. Þá kom hann einnig fyrir dómara. Ahmed Ghailani er ákærður fyrir hlut sinn í sprengingum í bandarísku sendiráðunum í Tans- aníu og Keníu árið 1998, þar sem 224 manns létu lífið. Barack Obama Bandaríkjafor- seti hefur sagt að fangabúðunum verði lokað í síðasta lagi snemma á næsta ári, en þar eru nú um 240 fangar. - þeb Guantanamo-fangabúðirnar: Fangi fluttur til New York SJÁVARÚTVEGSMÁL Jón Bjarna- son sjávarútvegsráðherra hefur sent Alþjóðahafrannsóknaráð- inu (ICES) bréf þess efnis að rík- isstjórn Íslands hafi mótað nýt- ingarstefnu í veiðum á þorski til næstu fimm ára. Stefnan byggist á að veiðihlutfall sé aldrei meira en 20 prósent af viðmiðunar- stofni. ICES er beðið um að meta formlega hvort stefnan samræm- ist varúðarsjónarmiðum um sjálf- bæra þróun. Ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar, sem byggist á 20 prósenta veiðireglunni, fyrir næsta fisk- veiðiár er 150 þúsund tonn af þorski. Samkvæmt nýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar verður þeirri ráðgjöf fylgt, sem og næstu fjögur fiskveiðiár, eins og skýrt er tekið fram í niðurlagi bréfsins sem var sent til ICES 22. maí síðastliðinn. „Ríkisstjórn Íslands mun ákveða aflaheimildir í þorski næstu fimm ár út frá veiðireglunni og grein- ir hér með aðalritara frá þessari nýtingarstefnu.“ Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir frumskilyrði að stofnunin viti á hvaða grundvelli hennar ráðgjöf á að hvíla. „Þess vegna var nauð- synlegt að leggja fram nýtingar- stefnu frá hendi stjórnvalda. Þessi ákvörðun er í samræmi við okkar tillögur og við teljum að það sé vísasta leiðin til þess að tryggja sterkari hrygningarstofn og bætta nýliðun á komandi árum.“ Jóhann segist ekki hafa trú á að þorskveiði fari niður fyrir þann lágmarkskvóta sem gefinn hefur verið út á undanförnum árum, en það sé þó háð hagstæðum fæðu- skilyrðum í hafinu og bættri nýliðun. Jóhann útilokar ekki að veiðihlutfallið verði hækkað eftir fimm ár sýni þorskstofninn þann bata sem vonast er eftir. Það er að hrygningarstofninn árið 2015 verði yfir núverandi stærð sem er metin 220 þúsund tonn. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að afstaða landssambandsins sé að nauðsynlegt sé að viðhafa var- færna nýtingarstefnu sem verði til þess að stofninn stækki. „En það liggur jafnframt fyrir að við teljum það mistök að hafa farið með þorskkvótann í 130 þúsund tonn 2007. Við teljum að það sé engin ástæða til að lækka afla- markið úr 160 þúsund tonnum. Reglustikuaðferð eins og hér er boðuð er engan veginn nauðsyn- leg.“ Friðrik óttast ekki að þorsk- kvótinn verði færður niður fyrir það lægsta sem hingað til hefur þekkst í kjölfar nýrrar nýtingar- stefnu. svavar@frettabladid.is Veiðiráðgjöf í þorski fylgt næstu fimm ár Ríkisstjórnin hefur mótað nýja nýtingarstefnu í þorskveiðum til næstu fimm ára. Alþjóðahafrannsóknaráðinu hefur verið kynnt ákvörðunin bréfleiðis. FARSÆLL Á MIÐUNUM þorskkvótinn er nú 160 þúsund tonn og var hækkaður um 30 þúsund tonn í janúar vegna efnahags- ástandsins. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR SKIPULAGSMÁL „Ég geri ráð fyrir að forsögn um túnið verði kláruð á næsta fundi starfshópsins,“ segir Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, formaður umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur og verkefnahóps um endurnýjun Miklatúns. Að sögn Þorbjargar er slík forsögn forsenda þess að framkvæmdir við endurnýjun túnsins geti hafist, sem verði svo forgangsraðað yfir næstu ár. Þorbjörg segir mikið tillit tekið til óska og ábendinga sem komu fram á íbúafundi um málefni túns ins í síðasta mánuði. Almenningur getur einnig komið hugmyndum á framfæri á Facebook-síðu verkefnahóps- ins, sem heitir Betra Miklatún – Borgargarður fyrir fólk. - kg Endurnýjun Miklatúns: Taka tillit til óska íbúa ELDSVOÐI Kona á níræðisaldri lést í eldsvoða í sumarbústað á Kljá- strönd skammt frá Grenivík í gær- morgun. Eiginmaður hennar var með henni í húsinu og var fluttur með brunasár á Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Slökkviliðinu í Grýtubakka- hreppi barst tilkynning um eldinn á níunda tímanum. Bústaðurinn, gamalt hús sem hefur verið breytt í sumarbústað, var alelda þegar slökkvilið kom á staðinn. Slökkvi- starf gekk greiðlega og tók ekki nema um fimmtán mínútur. Eldsupptök eru ókunn að svo stöddu en lögreglan á Akureyri rannsakar málið. - sh Kona á níræðisaldri beið bana þegar eldur kom upp í sumarbústað: Lést í eldsvoða á Kljáströnd Á VETTVANGI Húsið er gamalt íbúðarhús sem breytt hefur verið í sumarbústað. Eigin- maður konunnar sem lést var fluttur á sjúkrahús með brunasár. MYND/AKUREYRI.NET GENGIÐ 09.06.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,1749 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,6 128,2 205,55 206,55 176,94 177,94 23,76 23,9 19,799 19,915 16,273 16,369 1,2967 1,3043 195,54 196,7 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.