Fréttablaðið - 10.06.2009, Side 8

Fréttablaðið - 10.06.2009, Side 8
8 10. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR 1. Hvað heitir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum? 2. Hvaða grillkjöt er vinsælasta kjötið í verslunum Krónunnar? 3. Hver mun leikstýra upp- færslu á Íslandsklukkunni á næsta ári? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 MENNTUN Um 1.000 nemendur hafa skráð sig í sumarnámskeið Háskóla Íslands. Mæting hefur verið frekar dræm og nú á miðnætti rennur út fresturinn til að segja sig úr nám- skeiðum og töldu skrifstofustjóri nemendaskrár og kennslustjóri á félagssviði skólans nokkuð víst að nokkur fjöldi myndi skrá sig úr námskeiðinu. Fram kom í könnun sem Stúdenta- ráð lét gera síðastliðinn vetur að um 10 þúsund nemendur sæju ekki fram á að fá vinnu í sumar og teldu því sumarnámskeið mikilvægan kost. Niðurstöður könnunarinnar juku þrýsting á yfirvöld um bjóða upp á námskeiðin. „Í byrjun voru um tvö þúsund skráningar og á bak við þær um þúsund einstaklingar en svo hefur þeim fækkað eitthvað,“ segir Kristín Jónasdóttir, skrifstofustjóri Nemendaskráningar HÍ. Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir, rekstrarstjóri félagsvísindasviðs, segir að kenn- arar hafi tjáð sér að mætingin beri það með sér að líklegast verði nokk- uð um úrsagnir úr námskeiðum. Í apríl lét Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra auka eigið fé Lánasjóð Íslands um 650 milljónir vegna fjölda umsókna um sumarlán. Þar að auki fengu háskólar landsins samanlagt á bilinu 50 til 100 millj- ónir króna til að standa straum að kostnaði við sumarnámskeið skól- anna. En er þetta þá ekki illa farið með þá fjármuni sem settir voru í verkefnið? „Þeir munu nýtast hvort sem er,“ segir Katrín. „Eins og hjá Lánasjóðnum þá mun þetta nýt- ast sjóðnum í haust. Ég hef engar áhyggjur af því.“ Og hvað með fjár- munina sem háskólarnir fengu til að standa straum af þessum námskeið- um? „Ég ímynda mér að háskólarnir hagi seglum eftir vindi eins og aðrir og geymi sér þá fjármunina ef þeir nýtast ekki.“ En hún sér einnig jákvæð merki í þessum tíðindum. „Þetta eru í sjálfu sér ekki vonbrigði því auðvit- að vonar maður að námsmenn hafi fengið eitthvað að starfa í sumar. Þetta var hugsað sem aðgerð til að bregðast við ákveðnu atvinnuá- standi og ég er enn ekki komin með tölur í hendurnar um fjölda nem- enda á atvinnuleysisskrá en sam- kvæmt þessu geri ég mér vonir um að fleiri hafi fengið vinnu en talið var þegar Stúdentaráð gerði könn- unina.“ Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, segir háskólann fá ákveðið fjár- magn fyrir hvert námskeið. Allt verði gert upp í sumarlok svo ekk- ert verði afgangs af þessari úthlut- un til annarra verka. Hildur Björns- dóttir, formaður Stúdentaráðs, segir að hluti af skýringunni á svo lítilli aðsókn kunni að felast í því að ekki hafi verið nógu mörg námskeið í boði svo að nemendur hafi ekki fengið námskeið við þeirra hæfi. 500 eru skráðir í sumarnám Háskólans í Reykjavík sem er metfjöldi þar. jse@frettabladid.is Fáir nemendur skrá sig í sumarnámskeið Mun færri sækja sumarnámskeið HÍ en búist var við. Brýn þörf var talin fyrir þau. Rúmum sjö hundruð milljónum var veitt til að standa straum af þeim. Peningarnir eiga eftir að nýtast segir menntamálaráðherra. AÐGERÐIRNAR KYNNTAR Á fundinum í apríl sagði menntamálaráðherra, sem situr fyrir miðju, frá aðgerðum sem ættu að nýtast háskólanemum í sumar. Henni á hægri hönd er Kristín Ingólfsdóttir rektor og hinum megin er Hildur Björnsdóttir, formaður Stúdentaráðs. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN TOLLAMÁL Um 260 kíló af þýfi hafa verið stöðvuð af tollgæslunni í póstinum það sem af er þessu ári, að sögn Karenar Bragadóttur, for- stöðumanns tollasviðs Tollstjóra. Á síðasta ári lagði lögreglan hald á þrjú tonn af þýfi, eftir að góssið hafði verið stöðvað í tollinum, eins og Fréttablaðið hefur greint frá. „Til viðbótar þessu í póstin- um hafa komið upp nokkur önnur mál, til dæmis með skipaflutn- ingum, þar sem tollgæslan hefur stöðvað varning á leið úr landi og lögregla síðan rannsakað nánar,“ segir Karen. Hún bætir við að þar megi nefna mál sem nú sé til rann- sóknar eftir að vörubretti fullt af verkfærum hafi verið stöðvað á leið úr landi fyrr á árinu. Ekki sé hægt að veita nánari upplýsing- ar um það mál vegna rannsóknar- hagsmuna. „Það sem við sjáum í þessum sendingum eru aðallega verkfæri og fatnaður,“ segir Karen. „Þá er reynt að flytja út töluvert af rak- vélablöðum, því þau eru mjög dýr. Það eru kannski þúsund rakvéla- blöð í einni sendingu, sem menn eru að reyna að flytja út.“ Karen segir sendingarnar yfir- leitt stílaðar til Póllands og Lit- háen, en stundum sé sendandinn óþekktur því hann finnist ekki í þjóðskrá. - jss VERKFÆRI Verkfæri og fatnaður eru stærstur hluti þess þýfis sem reynt er að flytja úr landi. Reynt að senda þúsundir stolinna rakvélablaða úr landi á ári: Um 260 kíló af þýfi í póstinum Flugnanet í glugga, hurðir, svalir og á sólpalla. Til sjávar og sveita. Snyrtileg lausn, sérsmíðað eftir máli. SBD ehf. Sími 895-9801 oskar@sbd.is – www.sbd.is Nýjung á Ísland 4 10 4 0 0 0 | l an d sb an ki nn .is RÁÐGJAFA- OG ÞJÓNUSTUVER Sumarhappdrætti Vertu með o g styrktu gott málefn i Auglýsingasími – Mest lesið KÍNA, AP Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að allar tölvur sem seld- ar verða frá og með næstu mán- aðamótum verði búnar netvara. Netvarinn er hugbúnaður sem síar út síður á netinu. Að sögn stjórnvalda mun bún- aðurinn vera notaður til að loka á klám- og ofbeldissíður. Þannig eigi að stuðla að betra netum- hverfi fyrir ungt fólk, að sögn upplýsingafulltrúa í kínverska utanríkisráðuneytinu. Gagn- rýnendur óttast hins vegar að netvarinn verði notaður til að auðvelda og auka enn frekar á ritskoðun stjórnvalda á pólitísku efni. - þeb Aukin ritskoðun í Kína: Setja netvara í allar tölvur VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.