Fréttablaðið - 10.06.2009, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 10.06.2009, Qupperneq 14
14 10. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Emilía Örlygsdóttir emilia@frettabladid.is og Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. RITSTJÓRAR: Jón Kaldal jk@frettabladid.is og Þorsteinn Pálsson thorsteinn@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Lentu í að ofrukka Stóru olíufélögin þrjú, N1, Skeljungur og Olís, lentu öll í þeim leiðu mistök- um á dögunum að ofrukka neytend- ur í eina og hálfa viku og í leiðinni raka inn stórfé, sem nú stendur ýmist til að endurgreiða eða gefa til góð- gerðarmála. Olíufélögin þrjú tilkynntu í fyrradag að þau hefðu öll fallið í þá gryfju að halda að breytingar á tollgjöldum 28. maí hefðu líka náð til þeirra birgða sem voru komnar til landsins en ekki verið tollafgreiddar. Betra að flýta sér hægt Þarna hefðu olíufélög- in betur beðið aðeins lengur með verðhækkanir, sem tóku gildi svo til samstundis eftir að tollgjöldum var breytt á Alþingi, að minnsta kosti þar til þeim hafði gefist tími til að kanna hvernig breytingun- um á tollgjöldunum yrði háttað. Og þau hefðu ef til vill líka betur beðið með að vísa athugasemdum Neyt- endastofu á bug með þeim orðum að það væri eðlilegt að skatta- hækkanir skiluðu sér umsvifalaust í bensínverðið. Því eins og kom á daginn reyndist það bara alls ekki eðlilegt. Röng greining? DV greindi frá því í gær að Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, hafi kvartað til Páls Hreinssonar, for- manns rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið, vegna ummæla sem annar nefndarmaður, Sigríður Benediktsdóttir, lét falla í viðtali við stúdentablað í Yale-háskóla. Ummæl- in voru á þessa leið: „Mér finnst sem [hrunið] sé niðurstaðan af öfga- kenndri græðgi margra sem hlut eiga að máli og andvaraleysi þeirra stofnana sem hafa áttu eftirlit með fjármálakerfinu og sjá áttu um fjármálalegan stöðugleika í landinu.“ Komu kannski græðgi og andvaraleysi hvergi nærri bankahruninu? bergsteinn@frettabladid.is Fyrir nokkru barst rannsókn-arnefnd Alþingis umkvörtun frá Jónasi Fr. Jónssyni, fyrrver- andi forstjóra Fjármálaeftirlits- ins, vegna ummæla sem höfð voru eftir Sigríði Benedikts- dóttur í skólablaði Yale-háskóla í samræðu við eigin nemanda. Haft er eftir Sigríði að hrunið hafi verið „afleiðing óhæfilegr- ar græðgi margra“ og að þær stofnanir sem áttu að setja regl- ur um starfsemi fjármálafyr- irtækja og tryggja stöðugleika fjármálakerfisins hafi sýnt af sér „andvaraleysi“. Jónas telur að með ummælum sínum hafi Sigríður gert sig vanhæfa til þess að sitja í rannsóknarnefnd- inni á grundvelli stjórnsýslu- laga. Mat Jónasar byggist á 6. tölul. 3. gr. laga nr 37/2003. Þar segir að nefndarmaður sé van- hæfur ef „að öðru leyti eru fyrir hendi þær aðstæður sem eru fallnar til þess að draga óhlut- drægni hans í efa með réttu“. Í stuttu máli þykir okkur vandséð hvernig nokkur fræði- maður á sviði bankamála sem hefur tjáð sig um bankakrepp- ur almennt geti starfað í rann- sóknarnefnd Alþingis ef túlkun á hæfnisreglu stjórnsýslulaga er svo þröng að umrædd ummæli geri Sigríði vanhæfa. Við erum ekki sérfræðingar í hæfnisreglum íslenskra stjórn- sýslulaga. Á hinn bóginn erum við báðir starfandi hagfræð- ingar í Bandaríkjunum og sér- fræðingar í peningahagfræði og bankamálum, líkt og Sigríð- ur, og teljum okkar því í aðstöðu til að leggja faglegt mat á hvort umrædd ummæli séu til þess fallin að draga óhlutdrægni hennar í efa. Við teljum afdrátt- arlaust að þessi ummæli gefi ekki tilefni til þess. Tvö skilyrði Til þess að falla undir þetta ákvæði sýnist okkur ummæli Sigríðar þurfa að uppfylla að minnsta kosti tvö skilyrði. (i) Að þau beinist gegn ákveðnum stofnunum og/eða einstakling- um sem nefndin á að leiða í ljós hvort hafi gerst sek um mis- tök. (ii) Að ummælin bendi til einhverrar ákveðinnar niður- stöðu sem rannsóknin á að leiða í ljós en túlki ekki almennt við- horf meðal fræðimanna á sviði bankamála. Að okkar mati upp- fylla ummæli Sigríðar hvorugt þessara skilyrða. Ummæli Sigríðar benda ekki á neinn sérstakan aðila sem ábyrgan og því vandséð hvern- ig hægt er að túlka þau sem svo að niðurstaða nefndarinnar sé fyrirfram gefin. (i) Ummælin geta átt við umgjörð fjármála- kerfisins í heiminum almennt og áhrif alþjóðlegra reglna á bankastarfsemi á Ísland, t.d. starfsemi Alþjóðagreiðslu- bankans eða Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. (ii) Þau geta vísað til umgjarðar EES-samnings- ins en hann er afar ófullkominn þegar kemur að lögum um starf- semi fjármálastofnana. (Það átti þátt í því að orsaka deilu okkar við Breta sem aftur olli beitingu hryðjuverkalaga gegn Landsbankanum sem sumir vilja meina að hafi valdið falli Kaupþings). (iii) Þau geta vísað til umgjarðar eftirlits- og fjár- málastarfsemi á Íslandi burt- séð frá umheiminum. (iv) Þau geta vísað til laga sem samþykkt hafa verið á Alþingi. (v) Þau geta vísað til þess hvernig Fjármála- eftirlitið, fjármálaráðuneytið, viðskiptaráðuneytið og Seðla- banki Íslands framfylgdu sett- um lögum. (vi) Þau geta vísað til starfsemi Evrópska Seðla- bankans þar sem íslenskir við- skiptabankar áttu í miklum veðlánaviðskiptum, til sænska seðlabankans er veitti Kaup- þingi þrautarvaralán, eða jafn- vel til bandaríska seðlabankans sem hafnaði beiðni Seðlabanka Íslands um svökölluð „swap“- lán (á sama tíma og hann veitti öðrum seðlabönkum á Norður- löndum slík lán) og dró þannig að sumra mati úr trúverðugleika íslensks efnahagslífs. Það þarf vart að taka fram að þessi listi er ekki tæmandi, okkur sýnist ummælin svo almenns eðlis að þau geta átt við ótal aðila eða stofnanir. Þar að auki lýsa ummæli Sig- ríðar eingöngu almennu við- horfi sem flestir hagfræðingar um allan heim deila ekki aðeins hvað varðar íslensku fjármála- kreppuna, heldur bankakrepp- ur í heiminum almennt (bæði nú og þær sem á undan hafa gengið). Okkur sýnist það blasa við að ef allir bankar tiltekins lands verða gjaldþrota á sama tíma bendi það til óvenju mikill- ar áhættusækni (græðgi). Það blasir einnig við að ef gjaldþrot- ið veldur öngþveiti og efnahags- legu hruni hefur umgjörð fjár- mála ekki verið nægjanlega góð. Fjórða stærsta gjaldþrot í hag- sögu heimsins Íslenska efnahagshrunið er af sumum talið fjórða stærsta gjaldþrot í hagsögu heimsins, á eftir gjaldþroti Lehman Broth- ers, ENRON og WorldCom. Okkur sýnist eina skoðunin sem Sigríður lýsir með þess- um ummælum vera sú að hrun fjármálakerfis heillar þjóðar bendi til þess að umgjörð fjár- mála hafi ekki verið nægjanlega góð. Sú skoðun verður að teljast almenn skoðun sérfræðinga á sviði bankamála og almælt tíð- indi, fremur en sérstök ályktun eða gildisdómur sem dragi hlut- leysi Sigríðar í efa. Sigríður Benediktsdóttir er einstaklega vel til þess fallin að rannsaka hrun fjármálakerf- isins. Hún er kennari við eina virtustu hagfræðideild heims og fyrrverandi starfsmaður Seðlabanka Bandaríkjanna. Hún er einn fremsti hagfræðingur okkar Íslendinga og hefur sér- þekkingu á nákvæmlega þeim atriðum sem starf nefndarinn- ar snýr að mestu að. Hún er eini nefndarmaðurinn sem nýtur alþjóðlegar viðurkenningar sem fræðimaður á sviði bankamála. Aðrir nefndarmenn eru íslenskir lögfræðingar sem þiggja laun sín frá hinu opinbera og hafa ekki sérþekkingu á efnahagsmálum. Hæfileikarík kona Við Íslendingar erum fámenn þjóð. Það verður að teljast óvenjulegur happafengur að hafa fundið jafn hæfileika- ríka konu í þetta starf. Ef Sig- ríði væri þrýst út úr nefndinni myndi það skaða starf nefndar- innar verulega. Það er einnig áleitin spurning hvaða áhrif það hefði á starfsmenn rannsókn- arnefndarinnar og trúverðug- leika hennar almennt ef einstak- ir yfirmenn væru reknir af jafn litlu tilefni eftir umkvartanir þeirra sem verið er að rannsaka. Höfundar eru hagfræðingar. Almenn almælt tíðindi eða grundvöllur vanhæfis? JÓN STEINSSON OG GAUTI B. EGGERTSSON Í DAG | Rannsóknarnefnd Alþingis Í stuttu máli þykir okkur vandséð hvernig nokkur fræðimaður á sviði bankamála sem hefur tjáð sig um bankakreppur almennt geti starfað í rannsóknarnefnd Alþingis ef túlkun á hæfnisreglu stjórnsýslulaga er svo þröng að umrædd ummæli geri Sigríði vanhæfa. U mræðan á Alþingi um Iesave-samninginn hefur verið lærdómsríkt hraðnámskeið fyrir fólkið í landinu, á að minnsta kosti tvo vegu. Fyrri hlutinn snýr að því hversu rígfastir margir þingmannanna okkar eru í þeim gömlu stellingum að freista þess að bregða fæti fyrir pólitíska andstæðinga með öllum tiltækum ráðum. Það er engu líkara en sumir á þinginu átti sig ekki á því að hér eru fjölmörg mál á heljarþröm. Áfram skal karpað með málfundarstælum og stóryrðum eins og menn séu staddir í miðri kosningabaráttu en ekki á sumarþingi sem er til boðað af neyðarástæðum. Það er óskandi að sem flestir nýir þingmenn hafi sjálfstraust til að setja sinn eigin svip á starfið, í stað þess að hegða sér eins og þeir halda að stjórnmálamenn eigi að koma fram. Það var kallað eftir endurnýjun fyrir kosningar. Hún fékkst þegar fjölmargir nýliðar settust á Alþingi. Það eru vörusvik ef þeir ætla aðeins að þiggja kennslu frá þeim sem fyrir eru á fleti en ekki að aðstoða þá við að læra nýja siði og víkka sjón- deildarhringinn. Síðari hluti Icesave-samninga hraðnámskeiðisins bregður svo óvenju góðu ljósi á hvernig það fer með stjórnmálamenn að vera annars vegar innan stjórnar og hins vegar í stjórnar- andstöðu. Sá stutti tími sem leið milli þess að Sjálfstæðisflokkur og VG höfðu sætaskipti í ríkisstjórn, sem glímir við nákvæmlega sömu lykilmál, dregur upp óvenju skarpa og skýra mynd af hugarheimi stjórnmálamanns við breyttar aðstæður. Aðalleikararnir eru tveir. Báðir formenn í sínum flokkum. Fyrir fáeinum mánuðum mátti stjórnarandstöðuþingmaður- inn Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, ekki heyra á það minnst að gengið yrði til samninga við Breta og Hollendinga um ábyrgð ríkisins á Icesave-reikningunum. Um helgina skrif- aði hann þó undir slíkan samning og kynnti réttilega að ekki hefði verið annarra kosta völ. Það eina sem hafði breyst var að Steingrímur er ekki lengur í stjórnarandstöðu heldur ráðherra í ríkisstjórn. Við þetta tækifæri ákvað stjórnarandstöðuþingmaðurinn Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, að lýsa yfir miklum efasemdum um að rétt væri staðið að verki við samningana um Icesave. Sami Bjarni hafði þó nokkrum mánuð- um áður metið stöðuna á þá leið að óhjákvæmilegt væri annað en að ganga til samninga um Icesave á þeim forsendum sem nú hefur verið gert. En þá var hann formaður utanríkismála- nefndar og stjórnarþingmaður. Þessi litla svipmynd af u-beygjum Steingríms og Bjarna væri auðvitað drepfyndin ef hún væri ekki svona dapurleg. Steingrímur hefur að minnsta kosti sér til málsbóta að hann játaði sig sigraðan fyrir staðreyndum málsins þótt það hafi kostað niðurlægjandi flótta frá fyrri orðum. Erfiðara er að útskýra viðsnúning Bjarna. Umræðan þokast hægt til þroska. Tragikómískar u-beygjur JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.