Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 10. júní 2009 3
VERSLUN / VERKSTÆÐI
Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður
Sími 555 4900
Allar nánari upplýsingar um þjónustu og vörur á www.rotor.is. lang - stærsti húsbílavefurinn
Viðgerðir Kæliskápar Reiðhjólagrindur Ferðasalerni Fortjöld
Húsbílaþjónusta og fylgihlutir í ferðalagið
Allt í húsbílinn...
...í settum fyrir handlagna
Rótor ehf býður upp á viðgerðaþjónustu
á rafbúnaði húsbíla og vagna ásamt
uppsetningu og tengingu á þeim búnaði
sem við seljum á einu besta
þjónustuverkstæði landsins.
Gasmiðstöðvar
1900 - 2800W
Vatnshitarar
13L gas / 220V
Sólarsellusett í úrvali.
Jónsmessunótt á Fimmvörðuháls
Skráning í
Jónsmessunæturgöngu
Útivistar í síma
562 1000
Upplifðu stemninguna
Volkswagen kynnir nýjan pallbíl
sem hefur fengið nafnið Am-
arok. Hann er væntanlegur á
markað á Íslandi um mitt næsta
ár.
Haustið 2009 verður Volkswag-
en Amarok fyrsti pallbíllinn sem
frumkynntur er frá stórum evr-
ópskum bílaframleiðanda í Suður-
Ameríku. Með Amarok, sem þýðir
úlfur á inúítamáli, stefnir Volks-
wagen að því að verða fullgildur
þátttakandi í alþjóðlegum markaði
fyrir pallbíla þar sem japanskir
framleiðendur hafa fram til þessa
að mestu leyti verið einráðir.
Amarok verður framleiddur í
Pacheco-verksmiðju Volkswag-
en nálægt Buenos Aires í Argent-
ínu. Pallbílar eru mjög eftirsótt-
ir í Brasilíu og Argentínu jafnt til
frístundanotkunar og í atvinnu-
skyni.
Amarok er fyrsti pallbíll í þess-
um stærðarflokki sem framleiddur
er af evrópskum bílaframleiðanda.
Samkeppni frá öðrum pallbílum í
1-tonna flokki mun einkum koma
frá asískum framleiðendum. Ama-
rok er sjötta gerðin sem framleidd
er af Volkswagen atvinnubílum en
fyrir eru gerðirnar Caddy, Trans-
porter og Crafter ásamt Saveiro og
T2, en tveir síðastnefndu eru ein-
göngu til sölu í Suður-Ameríku.
Amarok verður kynntur sem
fernra dyra „double-cab“ með
fjórhjóladrifi. Síðar verður boðið
upp á „single-cab“ útfærslu. Hann
verður boðinn með sparneytnum
vélum og útlitshönnunin er í takt
við nýjustu strauma hjá Volkswag-
en. Hann verður með hátæknilega,
aflmikla en um leið sparneytna
dísilvél með forþjöppu og nýj-
ustu kynslóð samrásarinnspraut-
unar (TDI). Amarok verður með
hagstæðari eldsneytisnýtingu og
minni útlosun mengandi loftteg-
unda en áður hefur tíðkast í flokki
pallbíla.
Ráðgert er að Amarok verði
fyrst settur á markað í Suður- og
Mið-Ameríku vorið 2010 og í fram-
haldi af því í Rússlandi og Evrópu
sem og Afríku og Ástralíu. Hann
er væntanlegur á markað á Íslandi
um mitt næsta ár.
Nýr pallbíll frá VW
Volkswagen Amarok verður frumkynntur í Suður-Ameríku árið 2010.
Elín forstöðumaður og starfsstúlkur
sumarsins, Elín Ósk Magnúsdóttir og
Margrét Arna Vilhjálmsdóttir.
MYND/SIGUÐUR JÓHANNESSON
Textílkonur fegra
umhverfið
HRING EFTIR HRING ER HEITI SUMAR-
SÝNINGAR HEIMILISIÐNAÐARSAFNS-
INS Á BLÖNDUÓSI ÞETTA ÁRIÐ.
Textíllistakonurnar Helga Pálína
Brynjólfsdóttir, Kristveig Halldórs-
dóttir og Rósa Helgadóttir leggja
saman krafta sína á sumarsýningu
Heimilisiðnaðarsafnsins og útkom-
an er fjölbreytt og falleg. Verk-
in hafa öll skírskotun til Halldóru
Bjarnadóttur og safnsins og voru
unnin sérstaklega fyrir sýninguna.
Helga Pálína þrykkir rústir, þústir
og fjöll í margvíslega efnisstranga.
Hjá Kristveigu er gægst inn í 27
hringlaga göt þar sem þræðir læð-
ast út úr þoku fortíðar og Rósa
gerir forn útsaumsmynstur að
skartgripum á glæsibúningum.
Sunneva Hafsteinsdóttir opnaði
sýninguna og sagði ekki annað
hægt en fyllast lotningu og aðdá-
un á því fólki sem hefði svo ríka
þörf fyrir að gera umhverfi sitt fal-
legt.
Elín Sigurðardóttir forstöðukona
safnsins kynnti nýendurútgefna
bók, Vefnaður á íslenskum heim-
ilum á 19. öld og fyrri hluta 20.
aldar í samantekt Halldóru Bjarna-
dóttur. Alexandra Chernyshova
söng og gestir þáðu kaffi og klein-
ur. - gun
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25
Stuðningshlífar
fjölbreytt úrval