Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 10. júní 2009 3 VERSLUN / VERKSTÆÐI Helluhrauni 4 220 Hafnarfjörður Sími 555 4900 Allar nánari upplýsingar um þjónustu og vörur á www.rotor.is. lang - stærsti húsbílavefurinn Viðgerðir Kæliskápar Reiðhjólagrindur Ferðasalerni Fortjöld Húsbílaþjónusta og fylgihlutir í ferðalagið Allt í húsbílinn... ...í settum fyrir handlagna Rótor ehf býður upp á viðgerðaþjónustu á rafbúnaði húsbíla og vagna ásamt uppsetningu og tengingu á þeim búnaði sem við seljum á einu besta þjónustuverkstæði landsins. Gasmiðstöðvar 1900 - 2800W Vatnshitarar 13L gas / 220V Sólarsellusett í úrvali. Jónsmessunótt á Fimmvörðuháls Skráning í Jónsmessunæturgöngu Útivistar í síma 562 1000 Upplifðu stemninguna Volkswagen kynnir nýjan pallbíl sem hefur fengið nafnið Am- arok. Hann er væntanlegur á markað á Íslandi um mitt næsta ár. Haustið 2009 verður Volkswag- en Amarok fyrsti pallbíllinn sem frumkynntur er frá stórum evr- ópskum bílaframleiðanda í Suður- Ameríku. Með Amarok, sem þýðir úlfur á inúítamáli, stefnir Volks- wagen að því að verða fullgildur þátttakandi í alþjóðlegum markaði fyrir pallbíla þar sem japanskir framleiðendur hafa fram til þessa að mestu leyti verið einráðir. Amarok verður framleiddur í Pacheco-verksmiðju Volkswag- en nálægt Buenos Aires í Argent- ínu. Pallbílar eru mjög eftirsótt- ir í Brasilíu og Argentínu jafnt til frístundanotkunar og í atvinnu- skyni. Amarok er fyrsti pallbíll í þess- um stærðarflokki sem framleiddur er af evrópskum bílaframleiðanda. Samkeppni frá öðrum pallbílum í 1-tonna flokki mun einkum koma frá asískum framleiðendum. Ama- rok er sjötta gerðin sem framleidd er af Volkswagen atvinnubílum en fyrir eru gerðirnar Caddy, Trans- porter og Crafter ásamt Saveiro og T2, en tveir síðastnefndu eru ein- göngu til sölu í Suður-Ameríku. Amarok verður kynntur sem fernra dyra „double-cab“ með fjórhjóladrifi. Síðar verður boðið upp á „single-cab“ útfærslu. Hann verður boðinn með sparneytnum vélum og útlitshönnunin er í takt við nýjustu strauma hjá Volkswag- en. Hann verður með hátæknilega, aflmikla en um leið sparneytna dísilvél með forþjöppu og nýj- ustu kynslóð samrásarinnspraut- unar (TDI). Amarok verður með hagstæðari eldsneytisnýtingu og minni útlosun mengandi loftteg- unda en áður hefur tíðkast í flokki pallbíla. Ráðgert er að Amarok verði fyrst settur á markað í Suður- og Mið-Ameríku vorið 2010 og í fram- haldi af því í Rússlandi og Evrópu sem og Afríku og Ástralíu. Hann er væntanlegur á markað á Íslandi um mitt næsta ár. Nýr pallbíll frá VW Volkswagen Amarok verður frumkynntur í Suður-Ameríku árið 2010. Elín forstöðumaður og starfsstúlkur sumarsins, Elín Ósk Magnúsdóttir og Margrét Arna Vilhjálmsdóttir. MYND/SIGUÐUR JÓHANNESSON Textílkonur fegra umhverfið HRING EFTIR HRING ER HEITI SUMAR- SÝNINGAR HEIMILISIÐNAÐARSAFNS- INS Á BLÖNDUÓSI ÞETTA ÁRIÐ. Textíllistakonurnar Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Kristveig Halldórs- dóttir og Rósa Helgadóttir leggja saman krafta sína á sumarsýningu Heimilisiðnaðarsafnsins og útkom- an er fjölbreytt og falleg. Verk- in hafa öll skírskotun til Halldóru Bjarnadóttur og safnsins og voru unnin sérstaklega fyrir sýninguna. Helga Pálína þrykkir rústir, þústir og fjöll í margvíslega efnisstranga. Hjá Kristveigu er gægst inn í 27 hringlaga göt þar sem þræðir læð- ast út úr þoku fortíðar og Rósa gerir forn útsaumsmynstur að skartgripum á glæsibúningum. Sunneva Hafsteinsdóttir opnaði sýninguna og sagði ekki annað hægt en fyllast lotningu og aðdá- un á því fólki sem hefði svo ríka þörf fyrir að gera umhverfi sitt fal- legt. Elín Sigurðardóttir forstöðukona safnsins kynnti nýendurútgefna bók, Vefnaður á íslenskum heim- ilum á 19. öld og fyrri hluta 20. aldar í samantekt Halldóru Bjarna- dóttur. Alexandra Chernyshova söng og gestir þáðu kaffi og klein- ur. - gun Hringdu í síma ef blaðið berst ekki www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Stuðningshlífar fjölbreytt úrval
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.