Fréttablaðið - 10.06.2009, Side 39
H A U S
MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 2009
Ú T T E K T
Iðnaðarráðuneytið, Nordregio (Norræna fræðastofnunin í skipulags- og
byggðamálum) og Byggðastofnun í samstarfi við Norrænu embættisnefndina efna
til ráðstefnu um áhrif háskóla og menntunar á byggðaþróun á Norðurlöndum.
Á ráðstefnunni verður greint frá nýrri rannsókn Nordregio um hlutverk og áhrif
svæðisháskóla á nærumhverfi ð og þróun byggðar.
Lykilspurningar ráðstefnunnar eru:
Hvaða aðstæður þurfa vera til staðar í nærsamfélaginu til þess að svæðisháskóli sé
afl vaki efnahags- og félagslegra framfara? Hvert er framtíðarhlutverk og skipulag
svæðisháskóla?
Ráðstefnan hefst með ávarpi Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra
Fyrirlesarar
Sigrid Hedin, doktor hjá Nordregio
Eija-Riita Niiniski, framkvæmdastjóri, Oulu Southern Institute
Regional Unit við Háskólann Oulu í Finnlandi
Peter Arbo, prófessor við Norwegian College of Fisheries Science
við Háskólann í Tromsö í Noregi
Stefanía Steinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar
Steingerður Hreinsdóttir, formaður stjórnar Háskólafélagsins á Suðurlandi
Peter Weiss, forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða
Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Stofnunar Fræðasetra Háskóla Íslands
Stjórnandi pallborðs: Ole Damsgaard, forstjóri Nordregio
Ráðstefnustjóri: Sveinn Þorgrímsson, skrifstofustjóri í iðnaðarráðuneytinu.
Tungumál ráðstefnunnar er enska.
Ítarlegri dagskrá og skráning er á heimasíðu Byggðastofnunar
www.byggdastofnun.is
Iðnaðarráðuneytið, Nordregio (Norræna fræðastofnunin í skipulags- og
byggðamálum) og Byggðastofnun í samstarfi við Norrænu embættisnefndina efna
til ráðstefnu um á rif h skóla og menntunar á byggðaþróun á Norðurlöndum.
Lykilspurningar ráðstefnunnar eru:
Ráðstefnan hefst með ávarpi Katrínar Júlíusdóttur iðnaðaráðherra
Fyrirlesarar
Sigrid Hedin
Eija-Riita Niiniski
Peter Arbo
Stefanía Steinsdóttir
Steingerður Hreinsdóttir
Peter Weiss
Rögnvaldur Ólafsson,
Stjórnandi pallborðs: Ole Damsgaard,
Ráðstefnustjóri: Sveinn Þorgrímsson,
Tungumál ráðstefnunnar er enska.
Ítarlegri dagskrá og skráning er á heimasíðu Byggðastofnunar www.byggdastofnun.is
„Leiðin út úr núverandi efnahagssamdrætti og
atvinnuleysi verður ekki bara mörkuð stóru
lausnunum sem leysa eiga allan vanda held-
ur fremur markvissum aðgerðum til að bæta
rekstrarskilyrði fyrir þann fjölda fyrirtækja
sem getur aukið verðmætasköpun á næstu
árum,“ sagði Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráð-
herra.
Hún sagði vandann sem við væri að etja snerta
öll fyrirtæki landsins allt frá þeim stærstu til
einyrkjanna.
Til viðbótar við fjármálakreppu glími Ís-
lendingar við gjaldeyriskreppu og væri erfitt
að beita hefðbundnum aðferðum.
„Íslensk fyrirtæki þurfa að njóta bestu vaxt-
ar- og samkeppnisskilyrða og þar eru hindrun-
arlaus milliríkjaviðskipti og aðgangur að er-
lendum lánsfjármörkuðum lykilatriði. Allar
skammtímalausnir sem fela í sér hættuna á að
við lokumst inni í samfélagi hafta og skammt-
ana eru möguleg fátæktargildra til framtíðar,“
sagði ráðherrann. Hún lagði á það mikla áherslu
að hingað verði hægt að laða nýja erlenda fjár-
festingu, svo sem fyrir nýsköpunarfyrirtækin.
Slíkt yrði veruleg lyftistöng fyrir efnahagslífið
og geti bætt starfsskilyrði fyrirtækjanna.
Hún sagði enn fremur aðild að Evrópusam-
bandinu enga töfralausn. Samhliða öðrum að-
gerðum geti umsókn um aðild hjálpað til, stutt
við stöðugleika í gengismálum, lækkað vaxta-
álag og bætt skilyrði til afnáms gjaldeyrishafta.
„Við munum ekki skapa störfin sem þarf. Við
skulum hins vegar vinna hratt að því að skapa
skilyrðin,“ sagði ráðherra.
KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR Iðnaðarráðherra segir allar
skammtímalausnir út úr kreppunni fela í sér að við lok-
umst inni í samfélagi hafta og skömtunar.
Umsókn um aðild að ESB engin töfralausn
Aðildarviðræður að ESB gætu gert krónuna stöðuga og bætt skilyrði til afnáms hafta.
Flest fyrirtækja hér, tæplega
sextíu prósent allra fyrirtækja
sem könnun Viðskiptaráðs nær
til, hafa einn starfsmann.
Samkvæmt upplýsingum Hag-
stofunnar voru stofnuð ríflega
2.500 fyrirtæki á síðasta ári. Síð-
ustu árin hafa að jafnaði í kring-
um 2.700 fyrirtæki verið nýskráð
hér á landi á ári, eða um það bil
níu fyrirtæki á hverja þúsund
íbúa.
Hjá fyrirtækjunum öllum sem
skýrslan nær yfir starfa á bilinu
áttatíu til níutíu þúsund manns.
Þar af er um helmingurinn hjá ör-
fyrirtækjum.
Þetta er um helmingur alls
launafólks á landinu. Samanlagt
eru lítil og meðalstór fyrirtæki
landsins stærsti vinnuveitand-
inn hér og burðarás í íslensku at-
vinnulífi og eru þau afar mikil-
væg fyrir heimilin í landinu.
Innan Evrópusambandsins
(ESB) starfa um tveir þriðju hlut-
ar launafólks hjá litlum og með-
alstórum fyrirtækjum og tæpur
þriðjungur hjá stórfyrirtækjun-
um. Um helmingur launafólks-
ins starfar hjá örfyrirtækjum en
um fimmtungur hjá litlum fyrir-
tækjum.
Í skýrslu Viðskiptaráðs er
tekið fram, að vægi fyrirtækj-
anna sé áþekkt því sem gerist
hér á landi.
LITLU FYRIRTÆKIN VANMETIN
Finnur segir nokkuð skorta á að
framlag lítilla og meðalstórra
fyrirtækja í íslensku efnahags-
lífi sé viðurkennt. Smærri fyrir-
tæki geti trauðla fótað sig jafn vel
og þau stærri í því sveiflukennda
umhverfi sem hér hafi verið síð-
ustu ár. Þá þurfi að einfalda reglu-
verkið, eftirlitið og allt umhverfi
í rekstri svo smærri fyrirtæki fái
blómstra, að hans sögn.
Hann segir þróunina þveröfuga
og gæti tilhneigingar til að herða
reglurnar frekar en hitt. „Hætt-
an er sú að með slíkum hamlandi
reglusetningum og lögum hverfi
sá vaxtarbroddur sem okkur
er nauðsynlegur, ekki síst nú,“
segir Finnur og bendir á mikil-
vægi þess að þótt íslenskt reglu-
verk sé í alþjóðlegu samhengi
verði að forðast að setja hér lög
og reglur sem rími betur við
rekstur stórfyrirtækja á megin-
landi Evrópu. Þá verði enn frem-
ur að treysta gjaldmiðilinn til að
gera fyrirtækjarekstur hér líf-
vænlegan. „Við þurfum á sterk-
um gjaldmiðli að halda. Án hans
þrífst ekkert fyrirtæki á Íslandi,“
segir hann.
Finnur tók undir sjónarmið
Christinu Sommers, sem lýsti
þrautagöngu sinni sem frum-
kvöðuls og stofnanda nokkurra
lítilla fyrirtækja jafnt í Vestur-
Evrópu sem í Eystrasaltsríkjun-
um og Suður-Afríku. Hún stóð á
stundum frammi fyrir gríðar-
legum vandamálum og sat í það
minnsta einu sinni uppi skuldum
vafin eftir að fyrirtæki hennar
og eiginmanns hennar varð gjald-
þrota. Í dag starfarhún og maður
hennar sem ráðgjafar, þó hvort í
sínum geiranum.
LAGT VIÐ HLUSTIR
Sommers sagði löggjafann hafa
lengi vel ekki hlustað á þarfir
stjórnenda hjá litlum og meðal-
stórum fyrirtækjum á árum áður.
Eftir þolinmóða þrautagöngu hafi
málið þokast þeim í hag og beri
stjórnvöld víða nú hag þeirra
fyrir brjósti, ekki síst eftir að
vægi framlags fyrirtækjanna var
dregið betur fram í sviðsljósið.
„Það var afar brýnt að leggja
við hlustir og heyra sjónarmið lít-
illa fyrirtækja. Á þeim verðum
við að byggja í framtíðinni,“ segir
Finnur. Hann telur mjög líklegt að
litlum og meðalstórum fyrirtækj-
um muni fjölga á næstunni. „Við
verðum að búa svo um hlutina að
lítil fyrirtæki geti dafnað.“