Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 40
MARKAÐURINN 10. JÚNÍ 2009 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Frá því 1900 hafa Bandaríkin tut- tugu og tvisvar sinnum gengið í gegnum efnahagslegan samdrátt. Í dag er það því í tuttugasta og þriðja skiptið sem slíkt gerist þó nú sé hann vissulega óvenjulega djúpur og langur. Neyslumynstur hefur breyst og nú reynir á að fyr- irtæki standi við loforðin sín. Neyt- endur þurfa nú öðruvísi aðstoð og eru mun viðkvæmari en áður. Seth Godin sagði nýlega: „Viðskipta- vinir, starfsmenn og fjárfestar munu minnast þess hvernig þú komst fram við þá þegar tímarn- ir voru erfiðir, þegar þeir þurftu aðstoð, þegar örlítill stuðningur skipti öllu máli. Enginn man eitt- hvað sérstaklega eftir því hvernig þú komst fram við þá á meðan allt var í blússandi uppsveiflu.“ Það er mikilvægt að hafa þetta í huga því samkvæmt könnunum á meðal markaðsstjóra sem fyrir- tækið Spencer Stuart gerði nýlega í Bandaríkjunum vanrækja 55% stefnu fyrirtækja sinna vegna mikillar áherslu á skammtíma- markmið. 80% segja samt fyrir- tækin sín í mjög góðu formi til að hefja vöxt að samdrætti loknum og 57% telja 2010 verði mun betra ár en 2009. Könnunin sýndi að markaðs- stjórar eru fastir í niðurskurði og að nær allur fókus er á skamm- tímamarkmið og að stýra útgjöld- um. Tilhneigingin hjá fyrir- tækjum í dag er að skera grimmt niður og auðvit- að ekki að ástæðulausu. Það er skorið niður þvert yfir og á mörg- um bæjum eru engin horn heilög í þeim efnum. Þetta er gert þrátt fyrir að of mikill niðurskurður, sérstaklega í sýnilegum þjónustu- þáttum og minna auglýsingaáreiti, getur verið mjög skaðlegur. Fyr- irtæki verða því að passa að taka auka kg af rekstrinum án þess að ganga of langt og hætta á að lenda í einskonar lystarstoli því þaðan getur verið mjög erfitt að kom- ast aftur. Ef gengið er of langt er nefnilega ólíklegt að fyrirtækjum takist að vaxa aftur eftir kreppu því í hugum neytenda geta vöru- merkin þá verið orðin mjög breytt. Það er því eðlilegt að spyrja hvort flestir markaðsstjórar séu ekki að blekkja sjálfan sig þegar þeir segj- ast vel í stakk búnir til að hefja vöxt aftur að loknum samdrætti ef flestir þeirra hunsa langtíma- stefnu fyrirtækisins. Öllum rannsóknum sem hafa verið gerðar á fyrirtækjum sem ganga í gegnum samdrátt ber saman um að þau sem viðhalda sömu fjárfestingu og áður (eða gefa jafnvel í) koma oftar en ekki jafn sterk eða sterk- ari út úr samdrætti. Michael Mendenhall, markaðsstjóri HP, sagði nýlega í viðtali að það væri að sjálf- sögðu mikilvægt að bregðast við. Það þyrfti hins vegar að passa að skammtímaað- gerðir væru í samræmi við lang- tímastefnu fyrirtækisins. Mend- enhall sagði einnig að nú væri mikilvægt að beita viðeigandi taktík til að mæta þessu breytta umhverfi en alls ekki taka U- beygju í stefnu fyrirtækisins eða vanrækja hana. Allir markaðs- stjórar sem vanrækja langtíma- stefnuna eða virða hana að vettugi eiga eftir að lenda í stórkostlegum vandræðum síðar. Markaðsstjórar þurfa því að passa sig að festast ekki í vörninni heldur verða þeir einnig að hlúa að vörumerkjunum sínum og vinna að vexti. Þeir mega ekki fest- ast í að slökkva elda og láta upp- sagnir og skert fjármagn taka frá sér alla orku og tíma. Nú þarf að finna ný tækifæri, sækja fram og passa að allar aðgerðir séu í takt við stefnu fyrirtækisins. Ímynd fyrirtækja verður til á mörgum árum en getur glatast á örskömm- um tíma ef þau fara af leið. Far- sælustu fyrirtækin eru vandlát við það hvar þau skera niður. Þau sem hafa staðið samdrátt best af sér eru þau sem skera grimmt niður í bakvinnslu og á öðrum „ósýnilegum stöðum“ ásamt því að fara í grimmar aðgerðir við að auka framleiðni á bak við tjöldin. Þau passa hins vegar að viðskipta- vinir þeirra upplifi aldrei né sjái þjónustuna skerðast á nokkurn hátt. Að lokum reyna þau að við- halda fjárfestingu til markaðs- mála ásamt því að stökkva hratt á öll ný tækifæri sem opnast sem eru fjölmörg í jafn miklum breyt- ingum og við upplifum nú! Sögurnar... tölurnar... fólkið... ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 miðlar ehf. RIT STJÓRI: Óli Kr. Ármannsson, olikr@markadurinn.is RITSTJÓRN: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, jonab@markadurinn.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadur- inn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 miðlar ehf. PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. V I K U L E G V E F R Á Ð Í B O Ð I A L L R A Á T T A Líðan okkar er merkilega oft í samræmi við um- hverfið. Okkur líður jafnan vel í fögru og þægi- legu umhverfi, þar sem áreiti er lítið og mengun- in hverfandi. Svipuð lögmál gilda hvað snertir fyr- irtækjavefsíður. Vefsíður mega ekki vera uppbyggðar á sama hátt og steinsteypugettó, þar sem hver skiki er fullnýtt- ur og ónauðsynlegu efni hrúgað inn. Niðurstaðan er oftast sú, að gestirnir týnast, lenda í slæmri reynslu af vondum undirsíðum og láta áreiti gagnslausra eða óæskilegra upplýsinga valda sér ama. Þeir forða sér jafnan í burtu og koma aldrei aftur. Heimasíður eiga að vera eins og fallegt sveita- þorp, þar sem öll þjónusta er á sínum stað og kyrr- lát náttúran er aldrei langt undan. Gestirnir vilja finna umbeðnar upplýsingar eins fljótt og kostur er, en ekki láta áreita sig með óskipulögðu upplýs- ingaflóði, tilgangslausri grafík, gargandi sértilboð- um eða flennistórum fyrirsögnum. Æskilegt er að hafa dökkan texta á ljósum grunni, bæði vegna útlits og notagildis. Jafnframt skal forð- ast að hafa skæra liti, nema í áhersluskyni og þá í samræmi við vörumerki fyrirtækisins. Einnig er gott að skilja eftir hvít (auð) svæði til að hvíla les- endur. Þau eru að mörgu leyti eins og græn svæði í borgum – skila ekki beinum arði, en gera gagn fyrir því. Er vefsíðan þín örugglega umhverfisvæn? Er vefsíðan þín umhverfisvæn? Fyrirtæki og langtímastefnur Guðmundur Arnar Guðmundsson markaðsstjóri O R Ð Í B E L G Samkomulag við Breta um lausn Icesave-deilunnar er fagnaðarefni og hluti af úrlausn þeirra mörgu vandamála sem við blasa í endurreisn landsins eftir efnahagshörmungar. Til eru þeir sem koma til með að vera andsnúnir öllum ákvörðunum sem kunna að vera teknar af hálfu stjórnvalda og öllum samningum sem koma til með að nást. Þeir sem þannig eru þenkjandi hafa alltaf verið til, en mismikið mark á þeim tekið. Núna er jarðvegur frjór fyrir and- skota þessa vegna þess hve fólk er reitt og hversu mikil óvissa ríkir um endanlegan kostnað sem á landsmenn á eftir að falla vegna hruns gjald- miðilsins og bankakerfisins. Tilhugsunin um að bera kostnað af áhættusækni, mistökum og mögu- lega þaðan af verri hegðan í Landsbankanum er vitanlega nóg til að sjóði blóðið í heiðvirðu fólki. Um leið er mikilvægt að ekki gleymist að þetta sama fólk kaus hér yfir sig það stjórnar- far sem gerði bönkunum þetta kleift. Stjórnvöld sem klúðruðu einkavæðingu bankanna á sínum tíma og aðstoðuðu þá við vöxt utan landstein- anna. Stjórnvöld sem stungu höfðinu í sandinn þrátt fyrir fjölda aðvarana um að Seðlabanki Íslands væri ekki starfi sínu vaxinn sem lán- veitandi til þrautavara og neituðu að horfast í augu við hversu mikil áhætta væri í því falin að halda hér úti örsmáum og sveiflugjörnum gjald- miðli. Í þeim efnum er alveg óhætt að spyrja hvort almannahagur hafi ráðið för eða einhverj- ir hagsmunir aðrir. Stjórnvöld hafa gerð ítrek- uð mistök í hagstjórn, en minna hefur verið um að stjórnmálamenn þurfi í kosningum að sæta ábyrgð gjörða sinna. Einhver vísir var þó að því í síðustu kosningum og aldrei að vita nema enn betur hefði tekist til í þeim efnum hefði meiri tími verið tekinn í að undirbúa kosning- arnar og meira ráðrúm til þess að finna fólk með viti í framboð. Mistök bankamanna og almennings í að velja sér fólk til stjórnarstarfa breytir því þó ekki að landið hefur undirgengist skuldbindingar á alþjóðavísu. Þannig erum við hluti af innláns- tryggingakerfi Evrópulanda, en því er ætlað að tryggja þeim sem pen- inga eiga í banka ákveðna lágmarksvernd fari svo að banki fari á haus- inn. Fráleitt er að ætla að stilla sér upp í einhverju fórnarlambshlutverki og skæla sig frá ábyrgð sinni eins og alkóhólisti í afneitun þegar illa fer. Halda mætti því fram að hér beri almenningur ábyrgð á hruninu með því að hafa ekki verið nógu duglegur í að sinna lýðræðinu og borgaralegum skyldum með því að taka ábyrga afstöðu til manna og málefna. Viðbúið er að einhver kostnaður, jafnvel mikill, falli á almenning vegna Icesave. (Þegar er búið að moka út fleiri hundruð milljörðum vegna kostnaðar á öðrum vígstöðvum, svo sem vegna tapaðra endurhverfra lána Seðlabankans til bankakerfisins og í þeirri hæpnu aðgerð að bæta stöðu peningamarkaðssjóða áður en úr þeim var greitt.) Horfast þarf í augu við að óvissa ríki um endanlegan kostnað og láta af því kreppu- klámi að ætla sér að allt hljóti að fara á versta veg. Þrotabú Landsbank- ans á eftir að fá greiðslu vegna yfirfærslu eigna til nýja Landsbankans og á reikningum bankans í Bretlandi eru vænar summur. Samtals lík- lega yfir helmingi af 660 milljörðunum sem bankinn skuldar innstæðu- eigendum Icesave. Vonandi duga aðrar eignir bankans sem lengst upp í það sem eftir stendur. Það hjálpar hins vegar engum að mála skratt- ann á vegginn og þaðan af síður að ganga á bak skuldbindingum okkar og snúa baki við alþjóðasamstarfi. Hætt er við að einmanaleg yrði sú eyðimerkurganga og ótrúlegt ábyrgðarleysi þeirra sem ýta undir rang- hugmyndir um að þjóðinni farnist best að vera ein á báti í sjálfsþurft- arveiðum og -búskap. Sumum er auðveldara að stilla sér upp í hlutverki fórnarlambsins en horfast í augu við mistök fortíðar. Að axla ábyrgð Óli Kristján Ármannsson Mistök banka- manna og almennings í að velja sér fólk til stjórn- arstarfa breytir því þó ekki að landið hefur undirgengist skuldbindingar á alþjóðavísu [...] Fráleitt er að ætla að stilla sér upp í ein- hverju fórnar- lambshlutverki og skæla sig frá ábyrgð sinni. www.8 . is Jón Traust i Snor rason f ramkvæmdast jó r i A l l ra Át ta ehf . Í BÚÐINNI Greinarhöfundur bendir á að Bandaríkin gangi nú í 23. sinn í gegnum efnahagssamdrátt, að vísa óvenju mikinn og langvinn- an. Á tímum sem þessum sé mikilvægt að missa ekki sjónar á langtímamarkmiðum fyrirtækja. MARKAÐURINN/DANÍEL Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.