Fréttablaðið - 10.06.2009, Qupperneq 44
16 10. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
MERKISATBURÐIR
1935 AA-samtökin stofnuð.
1947 Sænski bílaframleiðand-
inn Saab kynnir til sög-
unnar fyrsta bílinn sinn.
1967 Sex daga stríðinu svokall-
aða, milli Ísraelsmanna og
arabískra nágranna þeirra,
lýkur.
1940 Stór dagur í atburða-
rás síðari heimsstyrjald-
ar; Noregur fellur í hendur
Þjóðverja og Kanada lýsir
stríði á hendur Þjóðverj-
um.
1977 Morðingi Martin Luth-
er King Jr, James Earl Ray,
nær að flýja úr fangelsi í
Tennessee. Hann næst
nokkrum dögum síðar.
1996 Stórhertogahjónin af Lúx-
emborg heimsækja Norð-
urland, Mývatnssveit og
nágrenni, í opinberri heim-
sókn sinni til landsins.
JUDY GARLAND (1922-1969)
FÆDDIST ÞENNAN DAG
„Bak við sérhvert ský má
finna annað ský.“
Judy Garland var söng- og
leikkona sem sló fyrst í gegn
í Galdrakarlinum í Oz árið
1939. Hún er enn í dag ein
dáðasta stjarna Bandaríkj-
anna en átti, eins og margar
þeirra, dramatíska ævi. Hún
dó af of stórum skammti geð-
deyfðarlyfja.
Seðlabanki Íslands setti fimm þúsund
króna-seðilinn í umferð á þessum
degi árið 1986. Um leið var fimmtíu
aura-myntin útbúin úr koparhúðuðu
stáli en fram til þessa hafði hún verið
úr bronsi.
Seðilinn var Ragnheiður
Jónsdóttir (1646-
1715), biskups-
frú á Hólum, látin
prýða og annað myndefni seðilsins
sótt í líf hennar, hannyrðir og kennslu.
Þannig var valin til myndskreyting-
ar mynd af eiginmanni hennar, Gísla
Þorlákssyni Hólabiskupi, og tveim-
ur fyrri eiginkonum hans. Ragnheið-
ur er meðal annars þekkt fyrir fagr-
ar hannyrðir sínar og til merkingar
verðgildis seðilsins var notað út-
saumsletur Ragnheiðar úr sjónabók hennar.
Á bakhlið seðilsins er mynd af Ragnheiði og
tveimur nemendum hennar að skoða alt-
arisklæði sem hún gerði fyrir Laufáskirkju
í Eyjafirði en það hefur varðveist og er
geymt á Þjóðminjasafni Íslands.
Auglýsingastofa
Kristínar hf. sá um að
teikna seðilinn sem fylgdi
að útliti þeirri seðlaröð sem gefin hafði
verið út frá árinu 1981, með vatns-
merki og öryggisþræði. Aðallitur seð-
ilsins var blár en þar áður hafði verið
gefinn út brúnn fimmtíu króna seð-
ill, grænn hundrað krónu-seðill,
rauður fimm hundruð króna-seð-
ill og fjólublár þúsund króna-seð-
ill. Seðillinn var framleiddur í
Bretlandi.
ÞETTA GERÐIST: 10. JÚNÍ 1986
5000 króna-seðillinn settur í umferð
„Það er algjör draumur að leika
Sandý,“ segir Selma Björnsdótt-
ir sem fyrst þeirra þriggja; Birg-
ittu Haukdal og Ólafar Jöru Skag-
fjörð, sló í gegn sem Sandý hér á
landi. Hún leikstýrir nú verkinu
sem frumsýnt verður í Loftkastal-
anum í kvöld.
Þær Selma, Birgitta og Ólöf Jara,
sem allar hafa leikið hina sætu og
saklausu Sandý, hittust þrjár saman
í fyrsta skipti daginn áður en verkið
verður frumsýnt í þriðja skiptið í ís-
lensku atvinnuleikhúsi.
„Hvað þarf leikkona að hafa til
að geta leikið hana? Jú, hún þarf
að geta sungið. Það er líka erfiðara
að leika hana en fyrst má ætla því
maður þarf að ná þessu mikla sak-
leysi frá þessum gamla tíma, sem
maður þekkir ekki í dag, árið 2009,“
segir Ólöf Jara. Birgitta er sammála
Ólöfu Jöru í því og bætir við að það
sé líka mikilvægt að passa sig að of-
leika ekki. „Því þótt hún sé saklaus
þá er hún líka með bein í nefinu.“
Selma bætir við að auk sterkrar
söngraddar þurfi leikkonan að hafa
ákveðna einlægni og hlýju í huga.
Það séu aðalsmerki Sandýjar.
Þeim þykir öllum ákaflega vænt
um verkið og Birgitta og Selma bera
báðar sérstakar taugar til söngleiks-
ins. „Ég finn það alveg, bæði verk-
ið og lögin, að þetta á allt sinn stað
í hjarta manns og við Selma eigum
auðvitað báðar skemmtilegar minn-
ingar frá okkar uppsetningum þar
sem við fundum báðar mennina
okkar í Grease og erum giftar þeim
í dag og eigum með þeim börn og
komandi börn,“ segir Birgitta sem
á von á sér innan tíðar. Ólöf Jara og
kærasti hennar hafa verið saman í
nokkur ár og Ólöf Jara segir að það
séu því ekki miklir möguleikar á
nýjum ástarsamböndum í verkinu
þar sem flestir séu á föstu. Selma
segist geta útskýrt af hverju ástin
blómstrar í Grease. „Það er svo
mikil orka, gleði og útrás sem fylg-
ir því að leika í söngleik að maður
verður ástfanginn. Ef ekki af ein-
hverjum í sýningunni, þá af lífinu.“
Birgitta tekur undir það og segir
að það myndist fiðringur á æfing-
um, enda vandi leikstjórarnir sig
að velja saman fólk sem þeir viti að
passi saman.
juliam@frettabladid.is
FRUMSÝNING: ÞRIÐJA SANDÝIN STÍGUR Á SVIÐ
Allar leikið með kærustunum í Grease
ALLAR MEÐ KÆRASTANN Í VERKINU Birgitta Haukdal og Selma Björnsdóttir fundu báðar ástina þegar þær léku Sandý í Grease. Ólöf Jara Skagfjörð Valgeirsdóttir er hins vegar nú
þegar á föstu með einum af leikurum sýningarinnar, sem leikur besta vin Dannys. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
50 ára afmæli
Í dag 10. júní er
Óskar Jafet
Hlöðversson
50 ára. Opið hús í Borgartúni 22 í sal
fl ugvélvirkja, milli kl. 16.00 - 19.00.
Óskar Jafet Hlöðversson
MOSAIK
Bróðir okkar,
Sigurður Guðvarðarson
frá Minni-Reykjum, Fljótum,
lést sunnudaginn 7. júní. Útförin fer fram að Barði í
Fljótum mánudaginn 15. júní kl. 14.00.
Hólmfríður Guðvarðardóttir
Ásta Guðvarðardóttir
Helga Guðvarðardóttir
Bæringur Guðvarðarson
Þórarinn Guðvarðarson
Pétur Guðvarðarson
Sigurlaug Guðvarðardóttir
Ragna Guðvarðardóttir
Hreinn Guðvarðarson
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
AFMÆLI
SIGRÍÐUR
JÓHANNES-
DÓTTIR
fyrrverandi
alþingiskona
er 66 ára.
ELIZABETH
HURLEY
fyrirsæta og
leikkona er
44 ára.
GERÐUR
KRISTNÝ
GUÐJÓNS-
DÓTTIR
rithöfundur
er 39 ára.
„Ég hef verið með nemendur
á öllum aldri; þann elsta um
áttrætt og þeir sem hafa lokið
námskeiðinu hafa náð undra-
verðum árangri,“ segir Bjart-
mar Þór Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri og fjarkennari
hjá tölvuskólanum Nemandi.
is, sem ákvað í vetur að sýna
gott fordæmi eftir banka-
hrunið með ókeypis nám-
skeiðum fyrir þá sem hafa átt
við andleg eða líkamleg veik-
indi að glíma.
Bjartmar segir námskeiðin
að mörgu leyti sniðin að þörf-
um hvers og eins; þannig sé
líka boðið upp á fjarkennslu
fyrir þá sem eiga erfitt með
að starfa í hóp. Með tilkomu
námstyrktarsjóðs hefur verið
hægt að bjóða þátttakendum
á tölvunámskeiði í fjarnámi
það sér að kostnaðarlausu.
„Ég vil þakka Geðhjálp
fyrir aðstoðina, sértaklega
Sveini Magnússyni fram-
kvæmdastjóra og Sigríði
Jónsdóttur verkefnisstjóra,
sem tóku höfðinglega í þá bón
að aðstoða okkur við að kynna
þetta úrræði og við vinnslu
umsókna,“ segir Bjartmar.
Nánari upplýsingar á www.
nemandi.is.
Lét gott af sér leiða
Bjartmar ákvað að láta gott af
sér leiða í kreppunni og bjóða
þeim sem minna mega sín upp
á ókeypis tölvunámskeið.