Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 10.06.2009, Blaðsíða 54
26 10. júní 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM „Ég ætla ekkert að tjá mig um þetta. Það getur vel verið að þeir hafi eitthvað verið hérna. Nei, þú ert ekkert endilega að vaða í villu með þetta. En, já, nei, veistu … ég nenni ekki að tjá mig um þetta,“ segir Bubbi Morthens. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að sá þáttur sem nýtur hvað mests áhorfs á heimsvísu, Good Morning America á ABC- sjónvarpsstöðinni, hafi verið að vinna að sérstöku innslagi um Bubba Morthens undir yfirskrift- inni The Icelandic Phenomen – eða íslenska undrið. Augu heimsins beinast eðlilega að bankahrun- inu og í framhaldi af því tók áhugi þáttagerðarmannanna fljótlega að beinast að Bubba sjálfum. Enda ferill hans og saga einstæð. Þáttagerðarmenn Good Morning America eru nú að viða að sér efni um Bubba og hafa til dæmis fal- ast eftir því að fá klippur úr Idol- þáttunum íslensku þegar Bubbi sat þar á dómarastóli og lét mjög að sér kveða. Þá vill Good Morn- ing America gjarnan fá efni frá Stöð 2 sem tekur til hins sérstæða næturlífs Reykjavíkur þótt frétta- deild ABC hafi sótt Ísland heim nokkrum sinnum að undanförnu. Þeir eigi ekki mikið af slíku mynd- efni í sínum fórum. Til stendur að sýna þetta innslag um næstu helgi og því liggur mikið við að Stöð 2 bregðist við erindi hinna banda- rísku sjónvarpsmanna. Þegar blaðamaður Fréttablaðsins vildi inna Bubba nánar um þetta var rokkstjarnan hins vegar glöð og kát, önnum kafinn í Ellingsen að huga að veiðistöngum fyrir sum- arið. Enda mun hann verða mikið í sumar á Nessvæði Laxár í Aðaldal en hann vinnur nú að bók og heim- ildarmynd um staðinn. - jbg Innslag um Bubba í Good Morning America LÁRÉTT 2. íþrótt, 6. í röð, 8. lík, 9. háttur, 11. ullarflóki, 12. skrölt, 14. gistihús, 16. járnstein, 17. hyggja, 18. málmur, 20. strit, 21. megin. LÓÐRÉTT 1. loga, 3. öfug röð, 4. ávöxtur, 5. titill, 7. afturhluti, 10. æxlunarkorn, 13. sigað, 15. bogra, 16. óhreinka, 19. átt. LAUSN „Einn uppáhaldsstaðanna minna er kínverski veitinga- staðurinn Don Huang í Hafn- arfirðinum. Andrúmsloftið er skemmtilega heimilislegt, mat- urinn er mjög góður, fjölbreyttur og á viðráðanlegu verði. Frábær þegar maður vill fara eitthvert út að borða sem er stiginu ofar en skyndibiti.“ Tinna Hallbergsdóttir fatahönnuður. LÁRÉTT: 2. golf, 6. áb, 8. nár, 9. lag, 11. rú, 12. skrap, 14. hótel, 16. al, 17. trú, 18. tin, 20. at, 21. aðal. LÓÐRÉTT: 1. báls, 3. on, 4. lárpera, 5. frú, 7. bakhlið, 10. gró, 13. att, 15. lúta, 16. ata, 19. na. „Það er verið að teikna þetta upp, æfa raddir og lög. Skaup 2010! Það hljómar ekki illa sem vinnutitill,“ segir Karl Örvarsson, skemmti- kraftur með meiru. Karl er tónlistarmaður og graf- ískur hönnuður en á seinni árum hefur færst mjög í aukana að hann komi fram á skemmtunum með gamanmál og eftirhermur. Hann er nú með í undirbúningi eftirhermuplötu þar sem hann, og hugsanlega gestir á borð við Stefán Karl og Frey Eyjólfsson, koma við sögu. Þeir munu ræða saman og syngja lög sem Björn Jörundur, Megas, Kári Stefáns- son og ótal fleiri væru. „Hug- myndin kviknaði fyrir löngu, á í raun upphaf að rekja til þess að á æskuheimili mínu var til plat- an Skaup ´73 þar sem Karl Ein- arsson eftirherma fer á kost- um. Ég var fimm ára að hlusta á þetta og veltist um af hlátri þótt ég skildi ekki einu sinni brandar- ana. Þarna var verið að taka fyrir tíðarandann, pólitíkina og herma eftir mönnum á borð við Halldór Laxness, Helga Sæmundsson og séra Árelíus Níelsson. Mér fannst þetta óborganlega fyndið og svo tók þetta sig upp við fertugsaldur- inn. Hugmyndin gekk í endurnýj- un lífdaga nýverið í útvarpsþætt- inum Orð skulu standa hjá Karli Th. Birgissyni, en þá mættum við Freyr sem gestir.“ Eftirhermuplata er ekki það eina sem er á leiðinni hjá Karli. „Já, plata er í vinnslu sem kvikn- aði út frá þeirri hugmynd að ég á lítinn eins árs gamlan frænda úti í Los Angeles. Ég er með lítið hljóð- stúdíó hér í vinnunni, tók mig til og raulaði vögguvísur. Slíkan disk væri upplagt að gefa út til að setja við vöggu barna hvers foreldr- ar geta ekki sungið fyrir sjálf,“ segir Karl sem sér ýmsa mögu- leika tengda nýrri tækni. Fyrir skömmu lenti hann óvart í að tví- bóka sig sama kvöldið. Greip þá til þess ráðs að útbúa eins konar margmiðlunardisk og sendi á annan staðinn. „Ég tók upp eftirhermur og með fylgdu myndir af viðkomandi og afmælisbarninu. Þarna voru Har- aldur veðurfræðingur, Kári Stef- ánsson og Björn Jörundur sem sendu afmæliskveðju og þetta var að svínvirka.“ jakob@frettabladid.is KARL ÖRVARSSON: FÆRIR SIG Í GAMANMÁL VIÐ FERTUGSALDUR Eftirhermuplata á leiðinni Ingvar E. Sigurðsson mun leika snærisþjófinn Jón Hreggviðsson og Björn Thors fer með hlutverk Magn- úsar í Bræðratungu í Íslandsklukkunni sem verður sett upp í Þjóðleikhúsinu á næsta ári. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun Lilja Nótt Þórarinsdóttir leika Snæfríði Íslandssól, aðal- kvenhlutverkið í leikritinu. Hún staðfesti við blaðamann að hún myndi leika í Íslands- klukkunni en sagði óvíst hvaða hlutverk félli í hennar skaut. „Ég er ársráðin hjá Þjóðleikhúsinu og þetta er eitt af þeim verkefnum sem mér var falið.“ Fari svo að Lilja Nótt verði ráðin í hlutverk Snæfríðar fylgir hún í fótspor Þjóðleikhússstjórans Tinnu Gunn- laugsdóttur, móður hennar, Herdísar Þorvaldsdóttur, og Sigríðar Þorvalds- dóttur, sem allar hafa spreytt sig á hlutverkinu við góðar undirtektir. Einnig mun hún endurnýja kynni sín við Ingvar E. Sigurðsson sem lék á móti henni í spennu- myndinni Reykjavík Rotter- dam á síðasta ári. Benedikt Erlingsson, nýráðinn leikstjóri Íslandsklukkunnar, vildi ekkert tjá sig um það hvaða leikarar hefðu verið ráðnir en staðfesti að í næstu viku verði líklega til- kynnt um hver hreppi hið eftirsótta hlut- verk Snæfríðar. - fb Ingvar er Jón Hreggviðssonn Sitt sýnist hverjum um efni verksins „The End“ eftir Ragnar Kjartans- son sem er framlag Íslands til Fen- eyjatvíæringsins sem hófst 5. júní og stendur til 22. nóvember. Ragnar ætlar að mála sömu fyrirsætuna, karlmann á sundskýlu með sígó og bjór, í heila sex mánuði. Það breytir ekki því að í mikilli grein í Wall Street Journal undir yfirskriftinni: Ólympíuleikarnir í listum, er mælt sérstaklega með því við þá sem leggja leið sína til Feneyja, að fylgjast með Ragnari að störfum. Í Feneyjatvíær- ingnum taka 77 þjóðir þátt. Heimasíða með hárgeli Loga Geirs- sonar og Björgvins Páls Gústafs- sonar er komin í loftið. Einhverjir tæknilegir örðugleikar virðast þó vera að stríða landsliðsmönnunum því samkvæmt upphaflegri áætlun stóð til að byrja að selja gelið á netsíðunni í byrjun júní. Því hefur þó verið frestað um stundarsakir því salan hefst, samkvæmt vefsíðunni, ekki fyrr en 29. júní. Áhugasamir gel-not- endur geta þó stytt sér stundir á síðunni og horft á ansi magn- aða auglýsingu sem var framleidd sérstaklega fyrir vöruna. Og meira úr tónlistargeiranum. Hljómsveitin Hjaltalín er með vinsælli hljómsveitum landsins eins og sýndi sig þegar Sjómannavalsinn í flutningi Hjaltalíns tróndi efstur á vinsældalista Rásar 2. Eimskip keyrir nú langa og vandaða auglýsingu þar sem lagið er undir og nú er spurningin um hænuna og eggið því svo mun vera að lagið hafi upphaflega verið tekið upp sem slíkt og mun Eimskip meðal annars hafa greitt hljóðverskostnað við gerð lagsins. - jbg/fgg FRÉTTIR AF FÓLKI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N KARL OG EFTIRLÆTIS VIÐ- FANGSEFNIÐ Karl getur hermt eftir ýmsum og ýmsu, svo sem búsáhöld- um, en ekki síst kollega sínum, Birni Jörundi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó SA EFTIRSÓTT HLUTVERK Ingvar mun leika Jón Hreggviðsson í Íslandsklukkunni sem verður í Þjóðleikhúsinu á næsta ári. Lilja Nótt mun samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins verða Snæfríður Íslandssól. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Elliði Vignisson. 2 Hrefnukjöt. 3 Benedikt Erlingsson. ÍSLENSKA UNDRIÐ BUBBI MORTHENS Innslagið um Bubba verður sýnt í Good Morning America. Evrópumaður ársins 2009 Ár hvert tilnefna Evrópusamtökin á Íslandi Evrópumann ársins. Evrópumaður ársins er einstaklingur sem hefur stuðlað að kraftmikilli og málefnalegri Evrópuumræðu á Íslandi. Við pallborð sitja: Einar Benediktsson fv. sendiherra Björgvin G. Sigurðsson alþingismaður Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Þorvaldur Gylfason prófessor Fundarstjóri verður Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Allir velkomnir. Þjóðminjasafninu, miðvikudaginn 10. júní kl. 16.00 Evrópusamtökinwww.evropa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.