Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 20
20 18. júní 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Jórunn Frímannsdóttir skrifar um nýja stefnu- mótun Strætó bs. Stjórn og stjórnendur Strætó bs. hafa undan- farna mánuði unnið að mótun stefnu og framtíðar- sýnar fyrir fyrirtækið ásamt því að endurskilgreina hlut- verk þess sem þjónustufyrirtækis. Stefnumótunin hefur, eðli máls samkvæmt, verið undir áhrifum af þeim efnahagslegu þrenging- um sem við búum við um þessar mundir. Fjármagn er af skornum skammti og sterk krafa er um það í samfélaginu að vel sé farið með almannafé um leið og leitast er við að veita góða og styrka þjón- ustu. Markmið Strætó Höfuðmarkmið Strætó bs. er að strætósamgöng- ur á höfuðborgarsvæð- inu séu góður og öruggur kostur í samanburði við aðra ferðamáta og stuðli að því að draga úr aukn- ingu bílaumferðar og þeim vandamálum sem henni fylgja. Framtíðar- sýn stjórnar Strætó bs. er að í árslok 2014 verði Strætó þekkt sem fyrirmyndarfyrirtæki á sviði umhverfisvænna og skilvirkra strætósamgangna. Þjónusta fyrirtækisins verði framúrskar- andi og svari þörfum mikilvæg- ustu markhópa þess. Leiðakerfið verði skilvirkt og hagkvæmt og starfsfólk ánægt og stolt af sínum störfum. Ímynd fyrirtækisins skal einkennast af virðingu, þjónustulund og vingjarnlegu viðmóti gagnvart notendum. Þá er stefnt að því að nýting fjármagns sem bundið er í rekstrinum verði með því besta sem þekkist og eigendur þess verði ánægðir með samfélagslegt virði þjónustunnar. Þjónustustefna til framtíðar Stjórn Strætó bs. hefur skilgreint ítarlega þjónustustefnu í þeirri viðleitni að gera framtíðarsýn sína að veruleika. Hana má nálg- ast í heild sinni á www.straeto.is. Meðal helstu lykilmarkmiða er að leiðakerfið skuli vera auðskilið og taki mið af almennum ferða- þörfum. Áhersla verður lögð á þjónustu á annatíma og hún efld eftir þörfum þannig að vagnar á stofnleiðum og öðrum helstu leið- um aki með að minnsta kosti 15 mínútna tíðni. Á öðrum tímum sé þjónustan löguð að eftirspurn og haldið innan eðlilegra kostnaðar- marka. Á minna notuðum leiðum getur tíðnin verið breytileg og í samræmi við notkun. Almennt er stefnt að því að lækka með- alkostnað hverrar ferðar í leiða- kerfinu í heild. Mikilvægt er að hafa í huga að akstursleiðir geta breyst sam- fara fjölgun eða fækkun farþega. Til grundvallar verða þá hafðar nákvæmar reglubundnar talning- ar ásamt kostnaðarmati. Í þjónustustefnunni er mikil áhersla á áreiðanleika, stundvísi og þægindi og í því sambandi verður unnið að því með sveitar- félögunum að strætisvagnar fái aukinn forgang í umferðinni og þeir losaðir eftir megni við umferðartafir. Lögð verður aukin áhersla á innkaup og notkun umhverfis - vænna vagna og nýtingu á umverfis vænum og innlendum orkugjöfum. Þá verða gerðar auknar kröfur til gæða og útbún- aðar í vögnum til að auka þægindi og öryggi. Almenna markmiðið er að hlut- fall þeirra sem nota strætókerfið verði aukið innan næstu fimm ára. Í því sambandi verða mark- aðs- og kynningarmál efld og m.a. leitast við að kynna almennings- samgöngur sérstaklega í skólum. Almenningssamgöngur hafa sjaldan verið mikilvægari en ein- mitt nú. Með stefnumótun Strætó bs. sýna stjórn samlagsins og aðildarsveitarfélög einbeittan vilja sinn til að standa vörð um þjónustuna þannig að hún nýtist sem flestum á eins hagkvæman hátt og kostur er. Höfundur er stjórnarformður Strætó bs. JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR Vörður staðinn um Strætó Tökum skref í átt til jafnréttis UMRÆÐAN Steinunn Rögnvalds- dóttir skrifar um jafn- réttismál Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur fjörutíu ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Alþing- is. Við minnumst þess í dag og fögnum þeim skrefum sem hafa verið tekin áfram á veg- inum til samfélags þar sem konur standa jafnfætis körl- um. Sú spurning kemur eðlilega upp í hugann hvað séu brýnustu verkefnin sem þarf að leysa nú á krepputímum til að jafnrétti megi ríkja í samfélaginu. Þegar kreppan skall á varð samdráttur í mörgum greinum þar sem karlar eru í meiri- hluta, svo sem byggingar- iðnaði. Í samstarfsyfirlýs- ingu ríkis stjórnarinnar kemur fram að ríkið ætli að forgangs- raða verkefnum í þágu mann- aflsfrekra framkvæmda til að sporna við atvinnuleysi. Í yfirlýsingunni stendur enn fremur að standa eigi vörð um opinber störf, „ekki síst í velferðarþjónustu og menntastofnunum“. Konur eru stór hluti þeirra sem gegna opin- berum störfum, sér í lagi störfum í velferðar- þjónustu og mennta- kerfinu. Það á sem sé að forgangsraða þannig að fjölga störfum þar sem karlar eru í meirihluta, en standa vörð um störf þar sem konur eru fjölmenn- ari. Enn eru fleiri karlar án atvinnu en konur, atvinnuleysi er 9,7% meðal karla og 7,4% meðal kvenna. Það er þó mikil- vægt að sjá hvert við stefnum og þróunin er uggvænleg því að í maískýrslu Vinnumálastofn- unar um stöðu á vinnumarkaði segir að atvinnuleysi minnki um 3,8% meðal karla en aukist um 2,9% á meðal kvenna. Það virð- ist því ganga ágætlega að fjölga karlastörfum en verr að standa vörð um kvenna störfin. Þetta er ekki síst alvarlegt þegar litið er til þess að konur hafa almennt minni tekjur en karlar og kyn- bundinn launamunur er viðvar- andi vandamál hérlendis. Jafnréttisnefnd BSRB hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lögð er áhersla á að stjórn- völd grípi til atvinnuskapandi aðgerða sem gagnast báðum kynjum og án þess að slík atvinnusköpun verði á kostn- að mikilvægrar starfsemi vel- ferðarkerfisins. Í yfirlýsing- unni segir m.a.: „Atburðarásin má hins vegar ekki verða sú að kvennastéttum sé ýtt út af vinnumarkaði við fjármögnun verkefna til að skapa ný störf fyrir karla. Reynslan kennir að allt of oft hefur raunin orðið sú á samdráttartímum. Þannig hefur beinlínis verið ráð- ist í atvinnusköpun á kostnað kvenna“. Til þess eru vítin að varast þau. Nú er stórhættulegt að sofna á verðinum, því ef það gerist þá getum við endað með að ganga aftur á bak í stað þess að fara áfram á veginum til jafnréttis. Það er skref áfram að verja velferðarkerfið og störf þeirra sem sinna grunn- velferðarþjónustu fyrir þjóðina, og það er skref áfram að leggja áherslu á atvinnusköpun fyrir bæði kynin. Tökum þetta skref. Til hamingju með daginn. Höfundur er formaður Ungra vinstri grænna. STEINUNN RÖGN- VALDSDÓTTIR Pantaðu í síma 565 600 0 eða á w ww.som i.is Frí heim sending * FERSKT & ÞÆGILEGT TORTILLA VEISLUBAKKI EÐALBAKKI LÚXUSBAKKI DESERTBAKKI GAMLI GÓÐI TORTILLA OSTABAKKI 30 bitar 30 bitar 20 bitar 20 bitar 20 bitar 50 bitar Fyrir 10 manns ÁVAXTABAKKI Hver samlokubakki er hæfilegur fyrir fjóra eða fimm. *Frí heimsending gildir aðeins ef pantaðir eru 4 eða fleiri bakkar. Auglýsingasími – Mest lesið UMRÆÐAN Aðalbjörg Ósk Gunnarsdóttir skrifar um gjaldskyld bílastæði við HÍ Nokkur umræða hefur skapast að undan förnu um þá ákvörðun háskóla- ráðs að taka upp gjaldskyld bílastæði við Háskóla Íslands. Hefur umræðan gjarnan farið fram á röngum forsend- um og jafnvel farið út í ærumeiðingar og persónulegar árásir af hálfu þeirra sem hlynntir eru gjaldskyldunni. Mikilvægt er að skoða nokkrar staðreyndir málsins. Í fyrsta lagi liggur það fyrir með skýr- um hætti af hálfu Stúdentaráðs HÍ að allir fulltrúar þess eru mótfallnir því að taka upp gjaldskyldu í bílastæði við skólann. Oddviti minnihlutans í Röskvu ítrekaði þessi sjónarmið í grein sinni í Fréttablaðinu á dögunum, þótt hún tæki í leiðinni fram að minnihlutinn teldi að þetta tiltekna baráttumál ætti ekki að njóta forgangs á vettvangi ráðsins. Í öðru lagi liggur fyrir að töluverður kostnaður leggst á stúdenta við Háskóla Íslands í kjölfar þess að bílastæða- gjöld verða tekin upp, skoðum það nánar. Sé miðað við að gjaldskyldan falli undir það sem skilgreint er sem „gjaldsvæði 4“ þá kostar klukkutíminn 80 krónur. Þetta gerir það að verk- um að heill vinnudagur frá kl. 8.00-16.00 kost- ar 640 krónur. Fimm daga vinnuvika mun því kosta stúdent 3.200 krónur, sé miðað við fulla nýtingu. Ef allt er talið með, þ.e. allar kennslu- vikur auk tæplega þriggja vikna prófatarna mun gjaldskyldan kosta 51.200 krónur á önn, sem gera 102.400 krónur á ári! Þess ber þó að geta að bílastæðasjóður býður upp á mánaðarkort, sem kostar um 4.000 krónur samkvæmt www.rvk. is. Fjárfesti stúdent í slíku korti alla níu skóla- mánuði ársins gera það 36.000 kr. Það skal tekið fram að innritunargjöldin við HÍ nema um 45.000 þúsund krónum á ári svo saman lagður kostnaður við bílastæði og innritun í skólann væri 81.000 þúsund krónur árlega. Nú þegar stúdentar til- heyra í mörgum tilfellum tekjulægsta hópi samfélagsins er alveg ljóst að gjöld sem þessi eru þeim afar þungbær. Nýlega kom í ljós að um 50% af ágóða gjaldskyldunnar færu í vasa Háskólans en hinn helmingurinn til Bílastæða- sjóðs. Þessi ágóði mun þó ekki renna til viðhalds á bílastæðum skólans. Það er því eðli- legt að hinn almenni stúdent spyrji sig hvort háskólaráð sé hér í raun að leggja dulbúin skóla- gjöld á nemendur? Með gjaldskyldum bílastæð- um hyggst Háskóli Íslands annars vegar auð- velda aðgengi þeirra fjölmörgu gesta sem koma á háskólasvæðið á degi hverjum en hins vegar framfylgja umhverfisstefnu skólans. Þessi rök vega ekki nægilega þungt til að réttlæta gjald- tökuna þar sem gestir og viðskiptavinir Háskól- ans ættu ekki að fá forgang í bílastæði á kostn- að nemenda, enda er Háskóli Íslands fyrst og fremst menntastofnun en ekki verslunarmiðstöð. Því má bæta við að óeðlilegt er að umhverfis- stefna Háskóla Íslands skuli bitna fjárhagslega á nemendum skólans. Þegar öllu er á botninn hvolft hefur Vaka, sem stýrir nú starfi Stúdentaráðs, þá skýru afstöðu að berjast gegn fyrirhuguðum gjaldskyldum bílastæðum við HÍ. Það er ljóst að stúdentar geta einfaldlega ekki staðið straum af þessum kostnaði, sérstaklega í því árferði sem nú hrekur landann. Meirihluti Stúdentaráðs Háskóla Íslands skorar því hér með á háskólaráð að aftur- kalla ákvörðun sína um gjaldskyld bílastæði við Háskóla Íslands. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir hönd Vöku. Dulbúin skólagjöld? AÐALBJÖRG ÓSK GUNNARSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.