Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 10
10 18. júní 2009 FIMMTUDAGUR Roskilde University - Denmark ruc.dk/global Bachelor of Science Interdisciplinary studies in an international environment „Íslendingar fengju úthlutað 6 þingsætum af 751 á Evrópuþinginu og færu því með minna en 1% atkvæða þar. “ Það er ljóst að Ísland hefði lítil áhrif innan Evrópuþingsins en þar að auki hefði Ísland lítið að segja um stefnumörkun og ákvarðanir í öðrum stofnunum Evrópusambandsins. Með Ísland svo til valdalaust innan Evrópusambandsins hefðu atkvæði íbúa Íslands mun minna vægi en þau hafa nú, þar sem sigurvegarar kosninga á Íslandi hefðu lítið að segja um hvaða lög og reglur gilda hér á landi. Máni Atlason, laganemi við Háskólann í Reykjavík Ég vil að íbúar Íslands kjósi ráðamenn landsins Ertu sammála? Skráðu þig á www.heimssyn.is STJÓRNMÁL Starf fjármálaráðherra, starfsskipulag og umfang er það mikið og þess eðlis að nauðsyn- legt er talið að hann hafi bílstjóra og ráðherrabifreið til afnota í þágu embættis síns, segir í svari fjár- málaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um ráðherrabíla. Þá er einnig litið til öryggismála varðandi æðstu stjórn ríkisins. Í svarinu er þess jafnframt getið að samkvæmt skilyrðum lögreglu- yfirvalda eru allar bifreiðar ráð- herra búnar sérstöku öryggis- og fjarskiptakerfi. Þá segir í svari ráðuneytisins að í ljósi núverandi efnahagsástands verði ekki séð á þessu stigi að eðli starfa ráðherra breytist, nema þá helst að ráð megi gera fyrir auknu álagi á næstu misserum. Ráðherrabíll fjármálaráðherra er af tegundinni BMW 530, árgerð 2005, svartur að lit. Kaupverð bif- reiðarinnar var 5.453.000 krónur, að því er segir í svari fjármála- ráðuneytisins. - kh Fjármálaráðuneytið um fyrirspurn um ráðherrabíla: Bíllinn kostaði fimm og hálfa milljón BÍLL FJÁRMÁLARÁÐHERRA Allir ráð- herrabílar eru með sérstakt öryggis- og fjarskiptakerfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jónína skrifar: „Við hjónin keyrðum norður til Akureyrar fyrir síðustu helgi. Okkur fannst skrýtið að sjá að bensínverðið á Akureyri var mun lægra en hér í Reykjavík, munaði um fimm krónum á lítra yfir línuna. Ég var svo að ræða við konu nokkra sem hafði farið í bíltúr til Hveragerð- is sömu helgi og hún hafði líka verið að furða sig á því hvers vegna bensín- verðið í Hveragerði hefði verið um fimm krónum ódýrara þar. Svo ég myndi vilja fá að vita hvort þetta sé málið – erum við í Reykjavík að niður- greiða bensínið út á land?“ Hugi Hreiðarsson hjá Atlantsolíu staðfestir að bensínverð á jaðarsvæð- um í Reykjavík sé oft lægra og eins úti á landi, til dæmis á Akureyri, í Borgar nesi og á Selfossi. „Ástæðu þess tel ég vera að þarna eru okkar nýjustu stöðvar, sem og að á þessum stöðum er meiri lausatraffík en annars staðar. Fólk er á ferðalagi og í bústöðum og er því ekki eins trútt sínu aðalviðskiptafyrirtæki. Það eru kannski þrjár stöðvar á sama blettinum, eins og til dæmis á Selfossi, og þar hafa reglu- lega myndast spíraláhrif þannig að verð lækkar. Kúnnarnir eiga auðvelt með að bera saman verðið og því eðlileg krafa að við reynum að bjóða sem allra best.“ Hugi segir að bensínverð sé síbreyti- legt og breytist jafnvel oft á dag. „Hér áður fyrr voru níu til tólf verðbreytingar á ári, nú eru þær líklega um 70-80 bæði til hækkunar sem og lækkunar.“ Gsmbensin.is er frábær síða þar sem bera má saman bensínverðið í landinu. Klukkan fjögur í gær var ódýrasta bens- ínið hjá Orkunni í Grundarfirði, 168,20 kr. lítrinn af 95 okt, en það dýrasta var hjá Shell á Bíldudal, 180,80 kr. lítrinn. Neytendur: Ódýrara bensín á landsbyggðinni? Virk samkeppni á álagsblettum ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is ÓDÝRARA ÚTI Á LANDI Bensín á jaðarsvæðum í Reykjavík er oft ódýrara. VARNARMÁL Lawrence Chalmer er yfirmaður Menntunarstofnunar NATO og er á Íslandi í þessari viku til að eiga fund með þingmönnum og yfirmönnum hjá Varnarmála- stofnun Íslands. Þetta er í þriðja sinn sem hann kemur til Íslands. Fréttablaðið tók viðtal við hann um stöðu Íslands innan Atlants- hafsbandalagsins og um störf hans í þágu bandalagsins. Chalmer segir NATO hafa vaxið mikið á undanförnum árum og ára- tugum. Upphaflega hafi þjóðirn- ar verið 12 árið 1949, en í dag eru þær 28. Verkefni NATO hafa verið að þróast og hefur NATO meðal annars hjálpað til við ástandið í Afganistan og gefið peninga til þróunaraðstoðar eftir flóðbylgj- una í Suðaustur-Asíu. Nýlega vann NATO með Afríkuráðinu vegna ástandsins í Súdan. „Ýmis verkefni sem NATO hefur verið að vinna að eru einhver sem fólk hefði ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum árum að NATO væri að vinna að,“ segir Chalmer. Hann segir að jafnvel eftir tuttugu ár muni NATO vera að vinna að verk- efnum sem við gætum ekki séð fyrir í dag hver væru. Bandalagið sé ört stækkandi og verkefnin fjöl- breytt. Mikilvægt er fyrir Ísland að vera í NATO, að mati Chalmers. „Hver þjóð kemur með eitthvað til starf- semi NATO, hvort sem það er lækn- isfræðilegt, varnarmálatengt eða annað því um líkt,“ segir Chalm er. Hver og ein þjóð innan bandalags- ins er mikilvæg á sinn hátt að mati Chalmers. Þjóðirnar vinni betur saman en hver í sínu lagi. „NATO er ekki yfirþjóðlegt bandalag sem fer inn á valdsvið aðildarríkjanna. Hver þjóð getur valið um hvort hún er hluti af bandalaginu,“ segir Chalmer. Chalmer vinnur fyrir Mennt- unarstofnun NATO í Washington. Þar fer meðal annars fram undir- búningur fyrir þá sem munu starfa fyrir NATO. „Við kynnum fólkið fyrir þeim áskorunum sem þau geta staðið frammi fyrir,“ segir Chalmer um hlutverk menntunarstofnunarinnar. Hann rifjar upp að fyrir nokkrum árum hafi hann fengið íslenskan fyrirlesara til að tala við nemend- ur sína. Nemendunum hafi fundist gott og mikilvægt að heyra sjónar- mið Íslands. vidirp@frettabladid.is Mikilvægt fyrir Ís- land að vera í NATO Yfirmaður Menntunarstofnunar NATO segir þjóðir vinna betur saman en hver í sínu lagi. Mikilvægt sé fyrir Ísland að vera í NATO. Bandalagið sé ört stækk- andi. Hann mun eiga fund með yfirmönnum hjá Varnarmálastofnun Íslands. LAWRENCE CHALMER Er á Íslandi í þriðja sinn og segir mikilvægt fyrir Ísland að vera hluti af NATO. Hver þjóð sé mikilvæg á sinn hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI INNILEG FAÐMLÖG New York-búi virðir fyrir sér auglýsingu frá Calvin Klein. Auglýsingin, sem skartar fáklæddum fyrirsætum sem láta vel hver að ann- arri, þykir ögrandi og hefur vakið umtal í borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.