Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 18. júní 2009 BRÉF TIL BLAÐSINS Hver á sér fegra föðurland? Níels Einarsson skrifar: Hver á sér fegra föðurland með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð. Með friðsæl býli, ljós og ljóð. Svo langt frá heimsins vígaslóð? Geym Drottinn, okkar dýra land, er duna jarðarstríð. Er þetta ekki umhugsunarefni á þeim tímum hörmunga sem nú ganga yfir íslensku þjóðina, 50 til 60 ára mistök stjórnmálamanna gætu jafnvel verið bjargarvon úr þeim háska sem nú er að sundra þjóðinni. Hvaða mistök? Mistökin eru inn- heimta á skatti af lífeyri. Ef tekinn væri skattur af lífeyri til launþega þá mætti áætla að u.þ.b. 3 til 4,7 milljarðar króna kæmu í kassa ríkisins á hverjum mánuði, þessi upphæð gæti verið til staðar fyrir ríkissjóð án þess að auka þurfi álag á þegna landsins, auk þess eru til 616,4 milljarðar króna í eigu ríkisins í vörslu lífeyrissjóðanna. Því er ekki nokkur þörf á því að leggja aukaskatt á okkur borgarana út af bankahruninu. Lífeyrissjóðseign landsmanna er u.þ.b. 1.657 milljarðar króna. Ógreiddur skattur miðað við 37,2% er því um 616,4 milljarðar króna. Látnir (dánir Íslendingar ) væntanlegir lífeyrisþegar greiða ekki skatt af þeim lífeyri sem þeir ættu að fá hefðu þeir lifað til að njóta lífeyrisgreiðslna. Þessi (margra ára) skattur liggur því ónotaður í vörslu lífeyrissjóðanna. Miðað við mánaðarlegan ógreidd- an skatt af lífeyri má ætla að sú upp- hæð sé frá 3 til 4,7 milljarðar króna á mánuði. Eins og áður er sagt þá má ætla að við andlát lífeyrisþega skili skatt- greiðslur sér ekki í ríkissjóð. Nokkrir milljarðar á hverjum mánuði, frá þeim tíma þegar greiðslur hófust úr sjóðunum. NÝTT KORTATÍMABIL Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.