Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 23
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Hann er nú kannski ekkert sér- staklega sumarlegur en kemur engu að síður að góðum notum á íslenskum sumarkvöldum, sem eru nú ekkert sérstaklega hlý,“ segir Inga María, sem hefur oft- sinnis gert góð kaup hjá Hjálpræðis- hernum. Pelsinn er líklega frá því um 1970, snjáður en mjög klæði- legur. „Ég held annars mikið upp á notuð föt sem hafa verið í eigu íslenskra kvenna og finnst mun skemmtilegra að kaupa þau á mörk- uðum og bösurum en að kaupa þau í þar til gerðum tískubúðum sem kaupa inn notuð föt og selja svo, með fullri virðingu fyrir þeim.“ Um hálsinn er Inga María með gullkross sem nafna hennar og amma, Inga Þorgeirsdóttir, gaf henni í skírnargjöf, en þrátt fyrir að krossinn sé aðeins um senti- metri að lengd er nafn Ingu Maríu grafið í hann. „Annars er ég mjög dugleg að halda utan um allt sem er í fataskápnum mínum og margar flíkur verða í uppáhaldi í einhvern tíma og geta svo komið sterkar inn seinna. Ef ég þarf að laga föt eða breyta þeim sem ég kaupi notuð nota ég gjarn- an saumavélina mína sem ég fékk í stúdentsgjöf frá afa mínum heitn- um, Ingólfi Guðbrandssyni,“ segir Inga María og bætir því við að saumavélin sé eitt af hennar eftir- lætisheimilistækjum. juliam@frettabladid.is Tveir eftirlætishlutirnir mínir í augnablikinu Inga María Leifsdóttir, kynningarstjóri Íslensku óperunnar, heldur mikið upp á Hjálpræðisherinn og keypti þar gervipels fyrir fáeinum árum. Hann er í uppáhaldi ásamt gullkrossi sem hún fékk í skírnargjöf. Inga María Leifsdóttir í gervipelsinum sem hún keypti hjá Hjálpræðishernum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÚTSALA Opið mán. - fös. frá kl. 11:00 - 18:00 Laugardaga frá kl. 11:00 – 16:00 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Kjóll Áður 8.950 kr. Nú 5.500 kr. Skór Áður 7.700 kr. Nú 4.900 kr. GÖMUL TÚPUSJÓNVÖRP munu vafalaust brátt verða eftirsóttur antíkvarningur enda hætt að fást víðast hvar. Hendið því ekki sjónvarpinu þegar þið hyggist endurnýja viðtækið. Það er eflaust hægt að selja það, til að mynda á sölusíðum á netinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.