Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 4
4 18. júní 2009 FIMMTUDAGUR
STJÓRNMÁL Árni Johnsen, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, segist
ekkert hafa að fela. Ástæða þess
að hann hafi ekki skráð fjárhags-
lega hagsmuni
sína á vef
Alþingis sé sú
að hann hafi
„bara enga
hagsmuni að
skrá og aldrei
haft“.
Margir þing-
menn eru ein-
mitt skráðir
þannig að
þeir hafi enga hagsmuni sem
reglurnar nái til. Spurður hvort
Árni ætli ekki að láta Alþingi
vita að eins gildi um hann, segist
hann ekki vita „hvernig þetta er
nákvæmlega“.
Árni og Bjarni Benediktsson
eru einu þingmennirnir sem eru
að störfum, sem ekki hafa skráð
sína hagsmuni. Ekki náðist í
Bjarna í gær. - kóþ
Hagsmunaskráning þings:
Árni hefur
ekkert að fela
ÁRNI JOHNSEN
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
28°
28°
21°
18°
19°
23°
28°
19°
19°
22°
18°
35°
19°
33°
18°
22°
21°
14°
Á MORGUN
Víðast 3-8 m/s, en stífari
á annesjum NA-lands.
LAUGARDAGUR
Stíf SA-átt SV-til,
annars hægari.
12
10
8
8
7
6
9
11
15
14
6
8
7
8
7
7
9
7
8
5
9
9
12
10 6
8
14
12
11 16
15
11
NORÐANÁTT
Upp úr hádegi
léttir til sunnan- og
vestanlands og
verður líklega víða
bjart með köfl um
síðdegis í dag og
áfram á morgun.
Norðaustanlands
verður svöl norðan-
átt með rigningu í
dag, en á morgun
verða skúraleið-
ingar með góðum
sólarköfl um.
Elísabet
Margeirsdóttir
Veður-
fréttamaður
DÝRALÍF Ársgömlum erni var
bjargað í Nátthaga við Ber-
serkjahraun á Snæfellsnesi
síðastliðið föstudagskvöld en
hann var ataður grút og greini-
lega aðframkominn. „Hann sat
þarna rétt hjá tjaldi ferðafólks
sem síðan tilkynnti lögreglu um
málið,“ segir Róbert Arnar Stef-
ánsson, forstöðumaður Náttúru-
stofu Vesturlands, en hann fór á
vettvang, handsamaði örninn og
kom honum í búr. Síðar var hann
hreinsaður í Húsdýragarðinum í
Reykjavík.
Vænghafið er um tveir og hálf-
ur metri og segir Róbert Arnar
að hann geti svifið vængjum
þöndum innan skamms þar sem
hann sé óðum að jafna sig. Hann
telur að örninn hefði ekki lifað
af án aðstoðar eins og komið
var fyrir honum. Örninn er afar
taugastrekktur og er ekki til
sýnis í Húsdýragarðinum. - jse
Örn hætt kominn í Nátthaga:
Grútarblautum
erni bjargað
ÖRNINN Í HÖNDUM RÓBERTS ARNAR
Ekki er þess langt að bíða að þessi örn
breiði úr vængjum sínum aftur.
MYND/RANNVEIG MAGNÚSDÓTTIR
Fæða uppi á landi
Barnshafandi konum í Vestmanna-
eyjum er ráðlagt að fara upp á land
til að fæða. Skurðdeild Heilbrigðis-
stofnunar Vestamannaeyja hefur
verið lokað tímabundið í sparnaðar-
skyni. Konur í Eyjum munu ósáttar
við þessa tilhögun. Þetta kom fram í
fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld.
VESTMANNAEYJAR
LOS ANGELES, AP Bandarískir vís-
indamenn hafa klónað hund sem
hjálpaði við björgunaraðgerðir
eftir hryðjuverkaárásina á New
York 11. september árið 2001.
Eigandi hundsins, kanadískur
fyrrverandi lögreglumaður,
hafði unnið keppni á vegum kali-
forníska fyrirtækisins BioArts
um að klóna heimilishund að
kostnaðarlausu.
Hundurinn Trakr, sem var af
þýsku fjárhundakyni, aðstoðaði
á sínum tíma við leit í rústum
World Trade Center og fann þar
konu sem var enn á lífi. Trakr
drapst í apríl síðastliðnum en
nú eru fimm lifandi eftirmyndir
komnar í hans stað. - mt
Bjargaði konu úr Tvíburaturnum:
Afrekshundur
klónaður
VIÐSKIPTI Dæmi eru um að á undan-
förnum árum hafi eignir verið
færðar inn á ársreikninga fyrir-
tækja á hærra verði en innstæða
hafi verið fyrir. Þannig hafi
verið reynt að leyna upplýsingum
í þágu sérhagsmuna og í þágu
stjórnenda fyrirtækjanna. Þetta
segir Aðalsteinn Hákonarson,
forstöðu maður eftirlitssviðs Ríkis-
skattstjóra og endurskoðandi.
„Eignir voru oft tilgreindar
mun hærra en fengist hefði fyrir
þær í sölu,“ segir Aðalsteinn. Ótt-
ast Aðalsteinn að hagsmunir við-
skiptavina endurskoðenda hafi
verið svo miklir að endurskoðend-
ur hafið gefið eftir til að vera við-
skiptavinum sínum þóknanlegir.
Einnig segir hann að endur-
skoðendur hafi líklega ekki staðið
nógu fast á bremsunni.
„Viðskiptavinurinn getur alltaf
sagt þeim upp ef hann er óánægð-
ur með niðurstöðu ársreikning-
anna,“ segir Aðalsteinn.
Þóknanir til endurskoðunar-
fyrirtækja voru á undanförnum
árum um fimmtán milljarðar
króna á ári, að sögn Aðalsteins.
Þriðjungur hafi verið þóknun
fyrir eiginleg endurskoðenda-
störf en tveir þriðju annars konar
þjónusta eins og skattaráðgjöf og
skipting fyrirtækja upp í önnur
minni fyrirtæki.
„Það er viss tvískinnungur í því
að vera með eftirlitið og vera einn-
ig að ráðleggja viðskipta vininum,“
segir Aðalsteinn.
Endurskoðendur firrtu sig oft
ábyrgð í viðtölum eftir banka-
hrunið með því að vísa í alþjóðlega
staðla, að mati Aðalsteins. Hann
segir þessa staðla hins vegar vera
túlkaða rúmt og kalla þar af leið-
andi á skynsamlegt mat og rökvísi
af hálfu þeirra sem beiti þeim.
„Ég óttast að menn hafi gleymt
ákveðnum boðorðum í þessum
alþjóðlegu stöðlum við gerð árs-
reikninganna,“ segir Aðalsteinn.
Vegna þeirra miklu hagsmuna
sem endurskoðendur hafa af því
að halda í viðskiptavini sína hefur
Aðalsteinn lagt til að sett verði í
lög að endurskoðendur verði skip-
aðir til fimm ára í senn og ekki sé
hægt að víkja þeim úr starfi nema
þeir hafi brotið af sér.
Framkvæmdastjóri Félags lög-
giltra endurskoðenda vildi ekki tjá
sig um málið. vidirp@frettabladid.is
Upplýsingum leynt í
þágu sérhagsmuna
Forstöðumaður hjá Ríkisskattstjóra segir dæmi um að eignir hafi verið færðar
á hærri verði en innstæða hafi verið fyrir. Endurskoðendur gáfu eftir til að vera
viðskiptavinum þóknanlegir og firrtu sig ábyrgð með vísun í alþjóðlega staðla.
EIGNIR OFMETNAR Aðalsteinn Hákonarson óttast að hagsmunir viðskiptavina
endurskoðenda hafi verið svo miklir að þeir hafi gefið eftir til að vera viðskiptavinum
sínum þóknanlegir. MYND/HARI
Viðskiptavinurinn getur
alltaf sagt þeim upp ef
hann er óánægður með niður-
stöðu ársreikninganna.
AÐALSTEINN HÁKONARSON
FORSTÖÐUMAÐUR
BANKAHRUNIÐ Það er stór spurn-
ing hvort ákæruvaldið eigi ekki
að taka meiri þátt í umræðu um
refsimál, segir sérstakur sak-
sóknari, Ólafur Þór Hauksson:
„Það er allavega á hreinu að lög-
mannastéttin dregur ekkert af
sér þar,“ segir hann.
„Það er eilítil slagsíða á þessu.
Þegar verið er að tala við lögmenn
sem hafa verjendastörf á hendi þá
fara þeir aldrei úr hlutverki verj-
andans. Það hlutverk er bara eitt
og það er að draga allt það fram
sem er skjólstæðingnum til hags-
bóta,“ segir hann. Því þurfi að líta
það gagnrýnum augum sem þeir
segi.
Rætt hefur verið um að ýmis
ummæli Evu Joly hafi gert það að
verkum að hún sé ekki trúverðug
sem ráðgjafi í bankahruninu.
„Eva er ráðgjafi en ekki þátt-
takandi í einstökum rannsókn-
um og er þar af leiðandi ekki
eins bundin og aðrir af því sem
hún segir, en auðvitað er þetta fín
lína,“ segir hann.
Svo lengi sem Eva tjái sig ekki
um einstök mál, þannig að óhlut-
drægni embættisins megi draga í
efa, sé hún réttu megin við strik-
ið.
„Hún skilur skoðanir sínar
alveg eftir þegar hún er að vinna
með okkur og miðlar til okkar af
reynslu sinni. Vissulega má segja
að þetta sé óhefðbundin nálgun
og verklag, en við erum kannski
í svolítið óhefðbundnu ástandi,“
segir Ólafur. „Þó að hún sé hvöss
og brött, þá er hún ekki úr fasa.“
Eva hafi tekið upp margt
„markvert og stórfróðlegt“, sem
megi ræða betur.
- kóþ
Sérstakur saksóknari segir Evu Joly hafa verið réttu megin við strikið hingað til:
Ákæruvaldið taki þátt í umræðunni
EVA
JOLY
ÓLAFUR ÞÓR
HAUKSSON
Eva er ráðgjafi en ekki
þátttakandi í einstökum
rannsóknum og er þar af leiðandi
ekki eins bundin og aðrir af því
sem hún segir, en auðvitað er
þetta fín lína.
ÓLAFUR ÞÓR HAUKSSON
SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI
GENGIÐ 16.06.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
215,8944
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,93 127,53
208,73 209,75
176,23 177,21
23,666 23,804
19,754 19,87
16,235 16,331
1,3111 1,3187
195,37 196,53
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
TB
W
A\
RE
YK
JA
V
ÍK
\
S
ÍA
DAXARA 107
Sturtubúnaður
Innanmál 106x85x32 cm
Burðargeta 295 kg
Léttgreiðslur 4.408 kr. í 12 mán.
léttgr. í 12 mán.
52.900 kr.
4.408 kr.
www.ellingsen.is