Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 22
22 18. júní 2009 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is Fyrir 232 árum var skipað kauptún í Flatey á Breiðafirði og hófst þar verslun sama ár. Verslunar svæðið náði yfir Vestureyjarnar og sveit- irnar á Barðaströnd. Í byrjun tuttugustu aldar gekk síðan vélbátur milli Flateyjar og hreppanna í Barðastrandar- og Dala- sýslu. Kaupfélagi Flateyjar var komið á laggirnar árið 1920. Var það smátt í snið- um til að byrja með en stækkaði til muna þegar verslun Guðmundar Berg- steinssonar lagðist af. Stunduð voru þar verslun og viðskipti fram yfir árið 1950 en á árunum 1940 til 1950 voru stofnuð útgerðar- og hrað- frystifélög. Frystihúsið á Tröllenda var byggt sem og bryggjan en atvinnureksturinn lognaðist þó fljótt út af. Byggð í Flatey á rætur sínar að rekja allt aftur á landnámsöld þegar Þrándur mjóbeinn nam eyjarnar vestan Bjarneyjar- flóa og bjó hann í Flatey. Eyjan er stærri en aðrar Vestureyjar og stutt er á fiskimið og í aðrar eyjar. Höfnin, sem er skeifulaga eyja á móts við Þýskuvör, var sjálfgerð frá náttúrunn- ar hendi og veitir hún var í flestum áttum. Flateyjar er getið í Sturlungu og var Flateyjarbók geymd í eynni fram til 15. september 1647 þegar Brynjólf- ur biskup fékk hana að gjöf og færði konungi. Þá var bókin orðin 250 ára, enda skrifuð á 14. öld. ÞETTA GERÐIST: 18. JÚNÍ 1777 Kauptún skipað í Flatey MERKISATBURÐIR 1000 Gissur hvíti Teitsson og Hjalti Skeggjason koma að landi í Vestmanna- eyjum með kirkjuvið frá Ólafi konungi Tryggvasyni. Þaðan halda þeir til Al- þingis á Þingvöllum til að boða kristni. 1900 Íslendingar eiga þess í fyrsta skipti kost að setj- ast upp í vagn sem flytur þá landleiðis milli staða. Voru það póstvagnar. 1936 Kristján 10., konungur Ís- lands og Danmerkur, kemur til landsins og ferð- ast norður í land og víðar. 1972 Mannbjörg verður þegar togarinn Hamranes ferst úti af Snæfellsnesi. Mikil réttarhöld urðu vegna slyssins. TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR ÞJÓÐLEIKHÚSSTJÓRI ER 55 ÁRA. „Orðin og viljinn góði eru ekki nóg, verkin þurfa einnig að tala.“ Tinna Gunnlaugsdóttir er flestum kunn sem leikkona og þjóðleikhússtjóri. Hún lét fyrrnefnd orð falla á nor- rænni ráðstefnu listabanda- laga þegar hún tíundaði mikilvægi samstarfs lista- manna á Norðurlöndum. Fyrirtækið 66° Norður hlaut nýverið Apex-verðlaunin frá Polartec fyrir framúrskarandi hönnun þriðja árið í röð. „Jakkinn sem við fengum nú verð- laun fyrir heitir Akrafjall. Hann er úr nýju flísefni sem er blandað með átján prósent ull. Flísefnið heldur hita um leið og það andar vel og þornar fljótt,“ segir Hjördís María Ólafsdóttir, verk- efnastjóri í markaðsdeild 66° Norður. Polartec er stærsti framleiðandi flísefna í heiminum og stendur einna fremst á því sviði. „Öll stóru útivistar- merkin nota Polartec-efni í sínar vörur en fyrirtækið fann á sínum tíma upp flísefnið. Þessi hönnunarkeppni er haldin árlega og er fyrirtækjum sem nota efni frá þeim boðið að taka þátt. Þar velja þeir þá sem skara að þeirra mati fram úr í hönnun og notkun efn- anna,“ segir Hjördís áhugasöm og út- skýrir nánar hönnun verðlaunajakkans: „Blandað er saman nýju flísefni við efni sem heitir PowerStretch og teyg- ist sérstaklega vel. Teygjanlega efnið er sett í hliðar jakkans og innanvert á ermar en restin er úr flísi. Þannig fæst fullkomin hreyfigeta auk hlýju.“ Jakkinn er fyrir fullorðna og nýtist bæði sem tísku- og útivistarfatnaður. „Í útivist er yfirleitt talað um þrjú lög af fatnaði og er þessi jakki hugsaður sem miðlagið sem heldur á manni hita. Hann er hins vegar líka hannaður með það í huga að geta nýst sem daglegur fatnaður, til dæmis við gallabuxur. Hann virkar því hvort sem er uppi á Hvannadalshnúk eða á Laugaveginum og var það ein af ástæðunum fyrir því að við hlutum þessi verðlaun,“ segir Hjördís María ánægð. Bergþóra Guðnadóttir ásamt hönnunar deild 66° Norður á heiðurinn að hönn- un jakkans. „Við erum með mjög góða hönnunardeild og er jakkinn í raun samvinnuverkefni.“ Hin eftirsóttu Apex-verð- laun hafa alls níu sinnum fallið 66° Norður í skaut og nú þrisvar í röð. „Við erum gríðarlega stolt af þessum árangri enda engir auk- visar sem við keppum við, má þar nefna North Face og Patagonia,“ segir Hjördís glaðlega. Í fyrra hreppti 66° Norður verð- launin fyrir barnajakk- ann Emblu og árið þar á undan fyrir hestafatnaðinn Víkur. „Þá vorum við fyrstu aðilarnir sem gerðu hest- afatnað úr Polartec-efni,“ segir hún og bætir við: „Frá því við hófum samstarf við Polartec höfum við alltaf sent inn vörur í keppnina og náð góðum árangri. Dæmi um aðrar vörur sem hlotið hafa verðlaun er Kríu-ungbarnafatnaðurinn sem flestir nýbakaðir foreldrar á Ís- landi kannast við og Softshell-jakkinn sem Anita Briem klæddist í kvikmynd- inni Leyndardómar Snæfellsjökuls.“ Verðlaunin eru að sögn Hjördísar Maríu fyrst og fremst viðurkenning á góðu starfi fyrirtækisins 66° Norður en þau hafa einnig mikla þýðingu fyrir útflutning. „Við getum sýnt fram á að við erum með gæðavörur sem standast samanburð við mun þekktari vöru- merki. Þetta er því ákveð- inn gæðastimpill. Margir sækjast eftir umboði fyrir okkar vörur en við veljum eingöngu aðila sem eru með góð tengsl í viðkom- andi löndum. Miklu máli skiptir að hafa trausta umboðsaðila. Við erum í samningaviðræðum við nokkra og er það mjög jákvætt. Síðan er versl- un ferðamanna hér á landi sífellt að aukast enda mjög ódýrt fyrir útlendinga að versla eftir að krónan hrundi. Reyndar höfum við alltaf selt mikið til ferðamanna þar sem þeim finnst okkar vörur einkennandi fyrir Ísland þar sem þær sjást víða meðal al- mennings,“ segir Hjördís María. hrefna@frettabladid.is 66° NORÐUR: FÆR VERÐLAUN FYRIR FRAMÚRSKARANDI HÖNNUN ÞRIÐJA SINN Í RÖÐ ERUM STOLT AF ÁRANGRINUM SIGUR ÞRISVAR Í RÖÐ Fyrirtækið 66° Norður hefur nú í þrjú ár í röð hlotið verðlaun fyrir hönnun sína. Hjördís segir árangurinn vera mikla viður- kenningu sem starfsmenn séu mjög stoltir af. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON AFMÆLI KRISTBJÖRG KJELD leikkona er 74 ára. VIÐAR EGG- ERTSSON, leikari og leikstjóri, er 55 ára. VILBORG HALLDÓRS- DÓTTIR leikkona er 52 ára. LÁRA SVEINS- DÓTTIR leikkona er 35 ára. STEFÁN BALDURS- SON, leikstjóri og fyrrverandi þjóðleik- hússtjóri, er 65 ára. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Ingibjörg Ögmundsdóttir Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. júní kl. 13.00. Kristín Björg Pétursdóttir Halldór Stefán Pétursson Ólöf Sigurðardóttir Ingibjörg Soffía Pétursdóttir Sik Leif Sik Ragna Brynjarsdóttir ömmubörn, langömmu- og langalangömmubörn. Elskuleg systir okkar, frænka og mágkona, Sigurveig Valdimarsdóttir Kirkjusandi 1, Reykjavík, lést 15. júní á líknardeild Landspítala í Kópavogi. Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 22. júní kl. 11.00. Unnur Ósk Valdimarsdóttir Vilhelmína Valdimarsdóttir og aðstandendur. Frændi okkar, Eiríkur Björgvinsson múrari, Kleppsvegi 128, Reykjavík, er látinn. Útför hans fer fram frá Fossvogskapellu, föstudaginn 19. júní kl. 11.00. Frændfólk hins látna. Í tengslum við formlega stofnun alþjóð- legs rannsóknaklasa í jarðhita, GEORG (GEOthermal Research Group), er efnt til opins málþings um jarðhitarann- sóknir og nýtingu jarðhita. Málþingið er haldið í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur í dag frá klukkan 13.30 til 17 og hefst með ávarpi Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra. Þingið mun fara fram á ensku og er öllum opið . Dagskrá og frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu GEORG, http://georg. hi.is. Þátttakendur geta skráð sig með því að senda tölvupóst á georg@orku- gardur.is en markmið rannsóknasam- starfsins er að leiða saman fræðimenn á jarðhitasviði og mynda vettvang sem getur orðið leiðandi í alþjóðlegum jarð- hitarannsóknum. Málþing um rannsóknir á jarðhita ÖLLUM OPIÐ Efnt er til opins málþings um jarðhitarannsóknir og nýtingu jarðhita í húsa- kynnum Orkuveitu Reykjavíkur í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM JÚLÍUS VÍFILL INGVARS- SON borgar- fulltrúi er 58 ára.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.