Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 18. júní 2009
Þær tvær plötur sem eru hér til
umfjöllunar eiga það sameigin-
legt að innihalda trúbadoratónlist
í rólegri og þægilegri kantinum
og tengjast beint eða óbeint þeirri
senu sem hefur verið að þróast á
Café Rosenberg undanfarna mán-
uði. Kvöldvaka er fyrsta sóló-
plata Svavars Knúts, en hann
hefur áður gefið út tvær plötur
sem meðlimur í hljómsveitinni
Hrauni. Trúb atrixur eru félags-
skapur tónlistarkvenna sem tók á
sig mynd þegar þær voru fengn-
ar til að skipuleggja tveggja daga
hátíðardagskrá á Café Rosenberg
í tengslum við Iceland Airwaves-
hátíðina í fyrra. Platan þeirra
inniheldur 17 lög flutt af og eftir
jafnmargar tónlistarkonur.
Það má margt gott segja um
plötur hljómsveitarinnar Hrauns,
en Kvöldvaka er að mínu mati
sönnun þess að Svavar Knútur er
bestur í trúbadorahlutverkinu.
Útsetningarnar á plötunni eru
einfaldar og lágstemmdar. Stund-
um er Svavar einn með gítarinn
en annars staðar hefur hann slag-
verksleikara, kontrabassaleikara
og selló leikara sér til fulltingis
auk bakraddakórs. Það eru ell-
efu lög á Kvöldvöku, þ.á m. þrjú
sem voru á plötum Hrauns. Plat-
an hefur sterkan heildarsvip og
rennur þægilega í gegn. Lögin
og textarnir njóta sín í vel í þess-
um útsetningum og hlý og einlæg
stemningin er undirstrikuð með
flottu umslaginu.
Eins og áður segir eru 17 lög á
Trúb atrix-plötunni. Þau eru ekki
öll snilld, en það eru samt mörg
góð bæði með þekktum og óþekkt-
um tónlistarkonum. Á meðal
þeirra bestu eru Ukelele Song for
You með Elízu, At the Bus Stop
með Þorskastríðssigurvegaran-
um Mysterious Marta, With Your
Eyes Closed með Fabúlu, Merciful
Blues með Elínu Ey, En þú varst
ævintýr með Pascal Pinon, I Hope
með Þórunni Antóníu og Hægt
og rólega með Lydíu. Tónlistin
er í rólegri kantinum og útsetn-
ingarnar oftast frekar einfaldar.
Textarnir eru ýmist á íslensku
eða ensku. Einn sá skemmtileg-
asti er Þynnkublús Heiðu Dóru
sem bæði syngur hann og nánast
rappar á köflum. Frábært lag. Á
heildina litið er þetta kærkomin
plata sem sýnir vel þá grósku sem
ríkir meðal íslenskra tónlistar-
kvenna sem semja og syngja sitt
eigið efni. Trausti Júlíusson
Gæðaefni
úr rólegu
deildinni
TÓNLIST
Trúbatrix - Taka 1
Ýmsir
★★★
Sýnir vel gróskuna hjá tónlistarkonum
landsins.
TÓNLIST
Kvöldvaka
Hraun
★★★★
Svavar Knútur er bestur í trúbadora-
hlutverkinu.
Nokkur laus pláss seinni part sumars.
4. flokkur – ævintýraflokkur 22. - 28. júní. Fullbókað / biðlisti
5. flokkur 29. júní - 5. júlí, 7 dagar 9 - 11 ára. Fullbókað / biðlisti
6. flokkur 6. - 12. júlí, 11 - 13 ára Fullbókað / biðlisti
7. flokkur 13. - 19. júlí, 10 - 12 ára. Nokkur laus pláss
8. flokkur 20. - 26. júlí, 10 - 12 ára. Laus pláss
9. flokkur - 4. - 9. ágúst, 14 - 17 ára strákar og stelpur – unglingaflokkur. Laus pláss
10. flokkur 10. - 16. ágúst, 10 - 13 ára. Laus pláss
Auk þess er boðið uppá í Vatnaskógi:
Sæludaga 31. júlí - 3. ágúst. - Fyrir alla fjölskylduna
Feðgahelgi 21. - 23. ágúst. *
Feðgahelgi 28. - 30. ágúst *
Feðgahelgi 4. - 6. september *
*Fyrir feður og syni 7 ára og eldri
Heilsudaga karla 11. - 13. september
- Fyrir 17 ára og eldri
Upplýsingar og skráning: KFUM og KFUK - Holtavegi 28 - 104 Reykjavík - Sími 588 88 99 - www.kfum.is
Vatnaskógur
spennandi sumardvöl fyrir hressa stráka og unglinga