Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 46
42 18. júní 2009 FIMMTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 MORGUNMATURINN LÁRÉTT 2. klæðaleysi, 6. í röð, 8. fley, 9. fugl, 11. núna, 12. létt hlaup, 14. húrra, 16. skóli, 17. tilvist, 18. andi, 20. gyltu, 21. tangi. LÓÐRÉTT 1. líkamshluti, 3. hvort, 4. glettnis- legur, 5. traust, 7. iðn, 10. sægur, 13. óvild, 15. trauður, 16. skammst., 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. nekt, 6. áb, 8. far, 9. lóm, 11. nú, 12. skokk, 14. bravó, 16. ma, 17. líf, 18. önd, 20. sú, 21. oddi. LÓÐRÉTT: 1. háls, 3. ef, 4. kankvís, 5. trú, 7. bókband, 10. mor, 13. kal, 15. ófús, 16. möo, 19. dd. „Ég fæ mér oftast múslí með súkkulaðibitum út í jógúrt, en þetta er ekki bara morgun- maturinn því ég borða þetta eiginlega í öll mál.“ Sveinbjörn Thorarensen tónlistarmaður, einnig þekktur sem Hermigervill. „Þetta er algjörlega frábært. Maður er kampa- kátur með þetta,“ segir leikstjórinn Baldvin Zophoníasson, eða Baldvin Z. Fyrsta kvikmynd hans í fullri lengd, Órói, hefur fengið vilyrði fyrir framleiðslustyrk hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Um dramamynd er að ræða en Bald- vin vill ekkert láta hafa eftir sér um söguþráð- inn í bili. „Þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir hann um vilyrðið. „Maður hlakkar til og er spenntur en þetta er bara einn hundraðasti af sigrinum. Það á eftir að gera gott úr þessu.“ Í ferilskrá Baldvins eru tvö síðustu Eurovision-myndbönd Íslands sem bæði hafa fengið góðar viðtökur. Það fyrra gerði hann fyrir Eurobandið og það síðara fyrir Jóhönnu Guðrúnu. Var hið fyrrnefnda kjörið næst- besta Eurovision-myndband síðasta árs í erlendri könnun. Einnig hefur Baldvin unnið að myndböndum fyrir MTV og við auglýsinga- gerð. „Þetta er allt góð reynsla, sama hvað það er; auglýsingar, tónlistarmyndbönd eða stutt myndir. Allt fer þetta í sama bankann að lokum,“ segir hann. Í janúar stofnaði Baldvin fyrirtækið Zeta Productions sem hefur þegar búið til auglýsingu fyrir Honey Nut Cheerios auk þess sem nýjar Goða-auglýsingar eru á leiðinni. Baldvin skrifaði handritið að Óróa með leik- konunni Ingibjörgu Reynisdóttur en framleið- andi myndarinnar verður Kvikmyndafélag Íslands, hið sama og gefur út Reykjavík Whale Watching Massacre. Ekki er búið að ákveða hvenær tökur hefjast á myndinni en líklega verður það síðar á þessu ári. - fb Eurovision-leikstjóri gerir dramamynd BALDVIN Z Fyrsta kvikmynd Baldvins Z, Órói, er á teikni- borðinu. Hún verður hugsanlega tekin upp á þessu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hótel Bjarkalundur, eitt elsta sumar hótel landsins, er nú orðið einn vinsælasti áfangastað- ur íslenskra ferðamanna. Hótel- stjórinn, Árni Sigurpálsson, segir að rekja megi þessar auknu vin- sældir hótelsins til sjónvarpsþátt- arins Dagvaktarinnar sem sló svo eftirminnilega í gegn á Stöð 2 í haust. „Svo virðist sem menn séu að leggja leið sín hingað sérstak- lega til þess að skoða Bjarkalund. Fólk vill gjarnan láta mynda sig á hinum ýmsu stöðum sem komið hafa fyrir í þáttunum, það er til dæmis mjög vinsælt að láta mynda sig með hjálminn hans Georgs eða inni í eldhúsi og þá með pönn- una sem Gugga var drepin með. Starfsfólkið er mjög lipurt með að leyfa gestunum að mynda hér á staðnum svo lengi sem það truflar ekki daglegan rekstur hótelsins,“ segir Árni, sem hefur verið hót- elstjóri á Bjarkalundi síðastliðin fjögur ár. Þó að Bjarkalundur trekki vissulega að eru fleiri athyglis- verðir staðir í nágrenninu. „Hér er mikil og góð veiði, margar fallegar gönguleiðir, stutt til Reykhóla í sund og svo erum við einnig komin með nýjan mínígolf- völl þannig að ferðafólk hefur nóg að skoða hér í kringum Bjarka- lund,“ segir Árni að lokum. - sm Bjarkalundur aldrei vinsælli STARFSFÓLKIÐ Í BJARKALUNDI Starfsfólk hótelsins er lipurt við gesti sem vilja láta mynda sig. MYND/ÁRNI SIGURPÁLSSON „Já, ég hef verið hvattur til þess af mörgum, bæði innan leikhússins sem utan,“ segir Sigurður Kaiser, sem ætlar sér að sækja um stöðu þjóðleikhússtjóra. Menntamálaráðherra auglýsti stöðuna fyrir nokkru lausa til umsóknar en umsóknarfrestur rennur út 26. þessa mánaðar. Skip- að er í stöðuna til fimm ára. Tinna Gunnlaugsdóttir, núverandi þjóð- leikhússtjóri, hefur þegar lýst yfir vilja til að vera áfram. Þá hefur Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrver- andi umhverfisráðherra, verið orðuð við stöðuna en hún komst ekki inn á þing í síðustu alþingis- kosningum. Sigurður segir Þjóð- leikhúsið flaggskip íslenskrar menningar og sterkt Þjóðleikhús forsendu fyrir því að hér þrífist leiklist. Fréttablaðið greindi í upphafi viku frá svartri skýrslu um ástand hússins við Hverfis- götu, að því þyrfti að loka ef vel ætti að vera. Tinna hefur reynd- ar mótmælt því og ýmislegt hefur þegar verið gert sem tíundað var sem ógert í skýrslunni, svo sem vinna við ytra byrði hússins. En Sigurður sér það reyndar ekki sem óyfirstíganlegt vandamál þótt loka þyrfti húsinu um stundarsakir. „Þá má sýna í yfirgefnum banka. Leik- húsið þarf ekki að vera bygging. Ekki veitti til dæmis af að heim- sækja landsbyggðina, leikhúsið til fólksins, og mætti þess vegna sýna í frystihúsi eða jafnvel tog- ara. Auðvitað er Þjóðleikhúsið þjóðareign, ein af fáum stofnun- um sem það eru, og menn ættu ekki að þurfa að setja sig í stell- ingar og fara í sparifötum þang- að inn,“ segir Sigurður. Hann veit ekki um aðra en Tinnu sem ætla að sækja um en hefur þó orðið var við titring í tengslum við stöð- una. „Þetta er ein af æðstu stöð- um innan menningarlífs á Íslandi. Nýverið var skipt um stjórnvöld og þau taka ákvörðun um hver fær stöðuna. Og af hverju skyldu þeir sem hafa áhuga á og metnað til að vera leiðandi í íslensku menning- arlífi ekki að sækja um?“ Sigurður hlýtur að teljast ágæt- ur kandídat. Hann státar af meist- aragráðu í leikhúshönnun frá Bretlandi, kenndi dramatúrgíu í South Bank University, hann hefur starfað í flestum leikhúsum landsins, er stofnandi Vesturports og starfaði þar sem leikhússtjóri auk þess sem hann stýrði Loft- kastalanum um hríð. Er þá fátt eitt nefnt af afrekum Sigurðar í íslensku leikhúsi en þrátt fyrir þetta er hann ekkert endilega á því að hann hreppi stöðuna. „Nei, ég geri nú ekki ráð fyrir því. Ég treysti Tinnu mjög vel til að halda þarna áfram. En umræðan er þörf og það er kannski fyrst og fremst þess vegna sem fólk hefur verið að nefna þetta við mig.“ jakob@frettabladid.is SIGURÐUR KAISER: LEIKHÚSIÐ TIL FÓLKSINS Í LANDINU Kaiser í þjóðleikhússtjórann SIGURÐUR KAISER Þrátt fyrir að teljast ágætur kandídat í stöðu Þjóðleikhússtjóra gerir hann ekkert frekar ráð fyrir því að hreppa stöðuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Helgi Tómasson ballettdansari. 2 Halldór Orri Björnsson, leikmaður Stjörnunnar. 3 Gallery Crymogæa. Líkt og kemur fram hér framar í blaðinu stóðu hjónakornin Sigurður Pálsson og Kristín Jóhannesdóttir uppi sem sigurvegarar á Grímunni. Mörgum þótti þó athöfnin vera nokkuð stíf og tóku sjónvarpsáhorfendur eftir því að salnum þótti brandarar sem þær Edda Björgvins, Björk Jakobsdóttir og Helga Braga létu fjúka ekkert fyndnir heldur ríkti bara þögnin ein. Svo virtist sem áhorfendur í Borgarleikhúsinu vildu ekki hlæja að þessum galgopa- hætti þríeyksins heldur kaus frekar kurteisislegan hlátur þegar það þótti „viðeigandi“. Hljómsveitin Júpiters ætlar að trylla lýðinn á Nasa á kvenréttindadaginn 19. júní. Einn meðlima er Kormákur Geirharðsson, trymbill og vert, sem er til þess að gera nýr í bandinu. Það aftrar honum þó ekki frá því að syngja í það minnsta eitt lag á prógramminu, nokk- urs konar hringveg- arapp, sem gengur út á að hann kallar upp ýmis bæjarnöfn: Kópasker, Húsavík, Egilsstaðir, Borgarnes … og svo framvegis. Svo þrengist hringurinn, endar í Reykjavík og vitaskuld á Vegamótastíg á krá Komma og vinar hans Skjaldar: Ölstofunni. Og eins og Fréttablaðið greindi frá í gær er von á tamílska leikstjóranum K.S Ravikumar og stórstjörnunni Nayantara til landsins en þau ætla að taka upp hasaratriði, ástarsenur og lag fyrir kvikmyndina Aadhavan. Indverskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með þessu ferðalagi leikstjór- ans og leikhópsins og þannig er sagt frá því á vefsíðunni tamil.galatta. com að Ísland sé fyrst og fremst frægt vegna þess að hér hafi atriði úr mörgum Bond- myndum verið tekin upp. - fgg, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.