Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 8
8 18. júní 2009 FIMMTUDAGUR OPNUNARTÍMARAKUREYRIMÁNUDAGA-FÖSTUDAGA 10 - 18.30LAUGARDAGA 10 - 17SUNNUDAGA 13 - 17 899 SPARIÐ 900 749 SPARIÐ 750 1.199 SPARIÐ 1.200 185 x 160 x 90 sm 300 x 210 x 105 sm 130 x 100 x 75 sm T ilb o ð in g ild a ti l o g m eð 2 4. 06 .2 00 9. Í ve rð un um e r i nn ifa lin n vi rð is au ka sk at tu r. Þ að e r t ek in n fy ri rv ar i á p re nt vi llu m o g u p p se ld um v ö ru m . Kópavogur Smáratorg 3 sími 550 0800 Grafarvogur Blikastaðarvegur 2-8 sími 585 0600 Akureyri Glerártorg sími 461 4500 460718 FÓTBOLTI „TORNADO“ 460828 FÓTBOLTI „HURRICANE“ 460722 FÓTBOLTI ”CYCLONE” 6.999 NÝTT SPARIÐ 3.000 460780 SPORTS GOAL 460781 MARK 460782 MARK 4.999 SPARIÐ 3.000 9.999 SPARIÐ 5.000 OPNUNART ÍMAR GRAFARVO GUR KÓPAVOGU R MÁNUDA GA-FÖST UDAGA 11 - 19 LAUGARD AGA 10 - 18 SUNNUD AGA 12 - 18 HEIMUR LEIKJA 1 Hver hlaut heiðursverðlaun Grímunnar í fyrrakvöld? 2 Hver er leikmaður 7. umferð- ar Pepsi-deildarinnar að mati Fréttablaðsins? 3 Hvað heitir nýstofnað gallerí nema við Listaháskóla Íslands? SVÖR Á SÍÐU 42 DÓMSMÁL Karlmaður sem grunað- ur er um að hafa nauðgað konu og lemstrað illa hefur verið úrskurð- aður í áframhaldandi gæsluvarð- hald til 10. júlí. Konan sem um ræðir var að skemmta sér ásamt vinnufélögum sínum í miðborginni í síðasta mán- uði. Á skemmtistað hitti hún mann sem var dökkur á hörund og klædd- ur í Adidas-galla. Hann reyndi við hana en hún hafði ekki áhuga. Um fjögurleytið vildi konan fara heim og reyndi að hringja í mann sinn og dóttur, sem ekki svöruðu. Hún hitti þá manninn aftur fyrir utan skemmtistaðinn og hann bauð henni far, sem hún þáði. Þegar konan fór út úr bílnum skipti engum togum að maðurinn réðst á hana, veitti henni ýmsa áverka á höfði og líkama og nauðg- aði henni, að því er fram kemur í gögnum málsins. Konan var mjög ölvuð þegar árásin átti sér stað. Hún sat grát- andi í sundi milli húsa, með mörg sár á báðum fótum og nærbuxna- laus, þegar lögreglan kom á vett- vang. Maðurinn hefur neitað allri sök, en sagt samræðið hafa verið með fullum vilja konunnar. Sæði fannst bæði á klæðnaði hans og konunnar sem nothæft er til DNA-rannsókn- ar. - jss MIÐBÆRINN Árásin átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur. Gæsluvarðhald yfir meintum árásarmanni framlengt: Kona lemstruð eftir nauðgun ALÞINGI Sigmundur Davíð Gunn- laugsson, formaður Framsóknar- flokksins, segir að samkomulag- ið um Icesave-skuldirnar tryggi stöðuga óvissu um efnahag og lánshæfismat ríkisins næstu fimmtán ár. Ástæðan sé sú að mat manna á eignum Landsbankans kunni að sveiflast um hundruð milljarða frá degi til dags. Sigmundur gerði þetta að umtals efni á þingfundi í fyrradag þegar hann spurði Álfheiði Inga- dóttur VG út í fyrri yfirlýsingar hennar um að alþjóðleg mats- fyrirtæki hefðu tekið tillit til Icesave-skuldbindinganna áður en samið var um þær. - bþs Formaður Framsóknarflokksins: Icesave tryggir stöðuga óvissu MADRÍD, AP Spænsku skemmti- ferðaskipi hefur verið snúið burt frá tveimur Karíbahafsríkj- um vegna svínaflensu um borð. Samkvæmt siglingafyrirtækinu Pullmantur hafa þrír úr áhöfn skipsins Ocean Dream greinst með svínaflensu og aðrir ellefu eru með einkenni veikinnar. Enginn er þó talinn alvarlega veikur. Eftir að yfirvöld á Barbados og Grenada beindu skipinu á brott hefur Pullmantur unnið að því að finna leiðir til að koma farþegum aftur til síns heima. Ferðin sem hófst fyrir níu dögum á Aruba, skammt undan strönd Venesúela, er því á enda. - mt Skemmtisigling á enda: Skipi snúið við vegna farþega með svínaflensu TEHERAN, AP Stjórnvöld í Íran sökuðu Bandaríkjamenn í gær um ólíðandi afskiptasemi af innanríkis málum þeirra. Þau gáfu í skyn að deilan um lögmæti nýafstaðinna kosninga þar í landi hefði verið mögnuð upp af Bandaríkjamönnum. Í yfirlýs- ingu frá Hvíta húsinu er ásökun- inni hafnað. Eftir að Mahmoud Ahmadinejad var endurkjörinn forseti Írans í síðustu viku blossuðu upp mikil mótmæli, þau mestu þar í áratugi, og sögur kviknuðu um kosninga- svindl. Barack Obama Bandaríkja- forseti tjáði sig í kjölfarið. Hann sagðist deila þungum áhyggjum heimsbyggðarinnar af ástandinu og styddi rétt allra til friðsamlegra mótmæla. Hins vegar væri ekki vænlegt til árangurs, í ljósi fyrri samskipta þjóðanna, að skipta sér of mikið af. Þessa afstöðu ítrekaði talsmaður Hvíta hússins í gær. Þýsk stjórnvöld sögðu í gær ýmislegt benda til þess að um kosn- ingasvindl hefði verið að ræða. Því kæmi ekki á óvart að Ali Kham- enei, æðsti klerkur Írans, hefði fyrirskipað opinbera rannsókn á kosningunum. Bæði Ahmadinejad og mót- frambjóðandi hans Mir-Hossein Mousavi lýstu yfir sigri að lokn- um kosningunum. Opinberar tölur sýna hins vegar sigur Ahmadin- ejads. Fylgismenn Mousavis fjöl- menntu á götur höfuðborgarinnar Teheran í gær, fimmta daginn í röð, og létu óánægju sína í ljós. Yfirvöld hafa látið handtaka hundruð mótmælenda og tilkynnt að íranskir vefsíðuhöldar skuli fjarlægja allt efni sem geti „valdið spennu“, eða eiga ella á hættu mál- sókn. Þá léku sjö leikmenn íranska landsliðsins í knattspyrnu með grænan borða á handleggnum gegn heimamönnum í Álfukeppn- inni í knattspyrnu í Suður-Kóreu í gær. Grænn er einkennislitur Mousavis. - sh Mótmælt var á götum Teheran fimmta daginn í röð og enn slær í brýnu á milli Írana og Bandaríkjamanna: Íranar átelja afskipti Bandaríkjamanna HVAR ER ATKVÆÐIÐ MITT? Gríðarmikill fjöldi mótmælti á götum Teheran í gær og gagnrýnti meint kosningasvindl. NORDICPHOTOS/AFP VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.