Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 14
14 18. júní 2009 FIMMTUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Njóttu góðrar máltíðar með vinum og vanda- mönnum með SS grill- kjöti. Ljúffengur krydd- lögurinn dregur fram það besta í kjötinu og vel grillað kjöt laðar fram brosið á fólkinu þínu. Grillkjötið frá SS – fyrir sérstakar stundir. Endurfundir við grillið www.ss.is Drepur fótsveppinn - þarf aðeins að bera á einu sinni Kvennahlaup ÍSÍ verður haldið í tuttugasta sinn á laugardag. Margrét Jóns- dóttir lætur sig ekki vanta frekar en endranær, en hún hefur hlaupið á hverju ári frá upphafi og lætur engan bilbug á sér finna þótt hún sé komin á sjötugsaldur. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ er útbreidd- asti og fjölmennasti íþróttaviðburð- ur sem haldinn er á Íslandi ár hvert. Um 15-20 þúsund taka þátt á um 84 stöðum hérlendis og á sextán stöð- um erlendis. Fjölmennasta hlaupið er í Garðabæ, en þar ætlar Margrét einmitt að hlaupa. Hún man hins vegar vel eftir fyrsta Kvennahlaup- inu fyrir réttum tuttugu árum, en þá var þátttaka öllu minni en síðar varð. „Ég hef lengi haft áhuga á úti- vist og íþróttum, hef stundað hlaup lengi. Það var mjög nýstárlegt að fara út að skokka þegar ég var að byrja, maður þótti hálfskrítinn svona í fyrstu,“ segir hún og hlær. Skokkinu óx fiskur um hrygg á níunda áratugnum, ekki síst fyrir tilstuðlan fólks eins og Margrétar, sem stofnaði skokkklúbb á Seltjarnar nesi, þar sem hún bjó þá. Þegar Margrét frétti af fyrsta Kvennahlaupinu 1990 var hún fljót að skrá sig til leiks. „Við vorum ekki mjög margar sem hlupum fyrsta árið, en á hverju ári fjölgaði þátt- takendum í hlaupinu og nú eru þetta á bilinu fimmtán til tuttugu þúsund konur sem hlaupa á hverju ári.“ Margrét kveðst yfirleitt reyna að hlaupa níu kílómetra, nema þegar hún hefur tekið barnabörnin með sér, þá láti hún sér nægja skemmti- göngu. Hún hefur aldrei lagt kapp á að ná ákveðnum tíma. „Ég gæti mín á því að fara ekki hraðar en ég ræð við. Ég hef verið lánsöm upp á það að gera að ég hef alltaf verið heilsuhraust og aldrei orðið fyrir alvarlegum meiðslum. Þeir sem vilja geta auðvitað sett sér ákveðin markmið en þetta á fyrst og fremst að vera skemmtilegt.“ Það á ekki síst við um þær sem ætla að hlaupa í Kvennahlaupinu í fyrsta sinn í ár. „Þeim ráðlegg ég að reyna ekki meira á sig en þær ráða við og hlaupa ánægjunnar vegna; lykillinn að góðri hreyfingu og útivist er að láta sér líða vel.“ Íþrótta- og ólympíusamband Íslands leitar eftir fleiri konum eins og Margréti, sem hafa tekið þátt í kvennahlaupinu í tuttugu ár. Vin- samlegast sendið ábendingar á Jónu Hildi Bjarnadóttur, framkvæmda- stjóra Kvennahlaupsins, á netfangið jona@isi.is. Nánari upplýsingar um Kvennahlaupið má finna á heima- síðunni kvennahlaup.is. bergsteinn@frettabladid.is Þetta á fyrst og fremst að vera skemmtilegt Eflaust muna margir eftir Sigurveigu Jónsdóttur en hún var fréttamaður hjá Sjónvarpinu en gekk síðar til liðs við Stöð tvö þegar stöðin hóf göngu sína árið 1986 og var fréttastjóri þar um skeið. En hvað er að frétta af Sigurveigu nú? „Ég hef það nú bara nokkuð gott og nýt þess að vera í sumarfríi þessa stund- ina,“ segir hún. „Ég hef verið síðustu sex eða sjö árin að skrifa sögur fyrirtækja í samstarfi við Helgu Guðrúnu Johnson. Við höfum líka gefið út bæklinga, skrifað texta á vefsíður og svona eitt og annað.“ Þeir sem komnir eru vel á þrítugsald- urinn muna eflaust einnig eftir Helgu Guðrúnu sem var kollegi Sigurveigar á Stöð 2. „Við höfum skrifað sögu fyrirtækja eins og Flugleiða, Símans og Lýsis svo dæmi séu tekin en eins höfum við skrifað um byggingu álversins á Reyðarfirði og áhrif hennar á samfélagið á Austurlandi.“ Auðvitað verður ekki hjá því komist að spyrja hvort hún sakni ekki erilsins á fréttastofu Stöðvar 2. „Þetta voru vissulega mjög skemmtilegir tímar en venjulega þykir mér það skemmtilegast sem ég er að gera þá stundina, það er til dæmis mjög gefandi og skemmtilegt að sjá sögu þjóðarinnar í gegn- um auga eins fyrirtækisins. En ég fer heldur ekkert á mis við gamla fjörið því við höldum ennþá hópinn og hittumst reglulega, svona einu sinni í mánuði, gömlu kollegarnir og makar.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR FJÖLMIÐLAKONA Gamla Stöðvar 2 gengið hittist reglulega HLAUPIÐ Í TUTTUGU SKIPTI Margrét hefur ekki misst úr Kvennahlaup frá byrjun. Hún hleypur yfirleitt níu kílómetra, fyrir utan þegar barnabörnin koma með, þá lætur hún góða skemmtigöngu nægja. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Búnaðarsamband Vestfjarða mun senda forsætisráðu- neytinu á næstu dögum áskorun um að stuðla að því að búskapur verði hafinn á nýjan leik á Hrafnseyri við Arnarfjörð, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Stjórn Búnaðarfélags Auðkúluhrepps á frumkvæði að málinu en í því sitja bæði Hallgrímur Sveinsson, sem síðast var þar með búskap eða til ársins 2005, og hjónin Hreinn Þórðarson og Hildigunnur Guðmunds- dóttir frá Auðkúlu sem er næsti bær við Hrafnseyri. „Það er áríðandi fyrir okkur að fá tengingu við þetta svæði hérna, þá kemst sveitin okkar aftur í byggð,“ segir Hildigunnur sem vonast til þess að ef ungt og drífandi fólk hæfi þar búskap myndi krafan um samgöngubætur við svæðið fá byr undir báða vængi. Árni Brynjólfsson, formaður Búnaðarsambands Vestfjarða, segir hugmyndina að fá stjórnvöld til að athuga hvort áhugi sé til staðar hjá ungu fólki til að hefja þar búskap og ef svo sé að greiða götu nýrra ábúenda svo líf komist aftur í mannvirkin á staðnum. Aðeins einn starfsmaður hefur verið á Hrafnseyri yfir sumartímann frá því að búskap var hætt. Hildi- gunnur segir að flokkur sveitunga þynnist óðum en þau sjálf hafa hætt búskap og búa yfir háveturinn á Þingeyri. „Við erum svo alveg eins og kálfar á vori þegar við komum hingað í apríl,“ segir hún og hlær við. - jse Búnaðarsamband Vestfjarða skorar á forsætisráðuneytið: Vilja aftur búskap á Hrafnseyri HJÓNIN Á AUÐKÚLU Hreinn og Hildigunnur vonast til þess að meira líf færist í nágrannabæinn á Hrafnseyri. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR Kviknaktir í Peningagjá „Þeir voru reknir upp úr en létu sér ekki segjast. Þegar landvörðurinn fór stungu þeir sér strax út í aftur.“ JÓNA GUNNARSDÓTTIR LAND- VÖRÐUR Á ÞINGVÖLLUM UM DANSKA VÍKINGA SEM KÖSTUÐU AF SÉR ÖLLUM HERKLÆÐUM OG STUNGU SÉR KVIKNAKTIR TIL SUNDS. Vísir.is 17. júní 2009 Mjög undrandi „Ég er mjög undrandi á þessu og finnst þetta mjög skrítin lánveiting.“ GYLFI MAGNÚSSON VIÐSKIPTARÁÐ- HERRA UM SJÖTÍU MILLJÓNA KÚLU- LÁN TIL SIGURJÓNS Þ. ÁRNASONAR Í GEGNUM NÝJA LANDSBANKANN. Fréttablaðið 17. júní 2009 AUSTRINN: KOMMÚNÍSKUR VESTRI ■ Á tímum kalda stríðsins var framleiddur handan járntjaldsins fjöldi kvikmynda í anda amerísku vestranna. Svokallaðir„Rauð rófu - súpu vestrar“ gerðust í Ameríku, svo sem rúmenska myndin Olían, barnið og Trans- sylvaníu búarnir, sem lýsti hlut- skipti austur- evrópskra landnema. „Austri“ var teg- undarheiti mynda sem gerðar voru undir áhrifum af vestrum en gerðust á gresjum Asíu og fjölluðu um hrær- ingar kringum rússnesku byltinguna og borgarastyrjöldina sem fylgdi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.