Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 2
2 18. júní 2009 FIMMTUDAGUR
EFNAHAGSMÁL Átta prósenta
hátekjuskattur, sem byrjað verð-
ur að innheimta um mánaðamótin,
leggst á allar launatekjur umfram
700 þúsund krónur, samkvæmt
frumvarpi sem lagt verður fyrir
þingið á næstu dögum.
Skatturinn verður innheimtur
mánaðarlega en endurskoðaður í
lok árs og þá reiknaður af meðal-
mánaðartekjum, eða heildartekjum
umfram 4,2 milljónir á þessum sex
mánuðum. Hafi tekjur fólks verið
breytilegar eftir mánuðum, og það
farið undir 700 þúsunda markið
einhverja mánuði, á það þannig
rétt á endurgreiðslu á næsta ári
enda hafi það verið ofrukkað um
hátekjuskatt. Þetta segir Indriði
H. Þorláksson, aðstoðarmaður
fjármálaráðherra og fyrrverandi
ríkisskattstjóri og ráðuneytisstjóri
í fjármálaráðuneytinu.
Ekki er miðað við meðaltekjur
hjóna í þessu tilliti. Breytingarnar
sem kveðið verður á um í frum-
varpinu gilda aðeins til loka þessa
árs.
Þá verða gerðar breytingar
á fjármagnstekjuskatti. Hann
verður hækkaður úr tíu prósentum
í fimmtán prósent af árlegum fjár-
magnstekjum, sem eru vaxtatekjur,
arður af hlutabréfum, söluhagn-
aður og leigutekjur. Frítekjumark
fjármagnstekna verður hins vegar
hækkað í 250 þúsund krónur, úr
engu. Fjármagnstekjum hjóna er
dreift jafnt á þau.
Einnig stendur til að hækka
tryggingagjald, sem atvinnuveit-
endur greiða í atvinnutrygginga-
sjóð, í því skyni að styrkja sjóðinn
vegna aukins atvinnuleysis. Þá á
að leggja sérstakan skatt á sætindi
og gosdrykki.
Með skattahækkununum hyggj-
ast stjórnvöld reyna að brúa 20
til 25 milljarða fjárlagagat þessa
árs. Áætlað er að hátekjuskattur-
inn skili um 2,5 milljörðum á þessu
ári og um fjórum milljörðum á árs-
grundvelli. Þá á breytingin á fjár-
magnstekjuskattinum að skila um
sex milljörðum í ríkiskassann og
hækkun tryggingagjaldsins um
tólf milljörðum á ársgrundvelli.
stigur@frettabladid.is
Hátekjuskatturinn
miðast við árstekjur
Hátekjuskattur verður innheimtur mánaðarlega af tekjum umfram 700 þúsund
krónur en síðan reiknaður af meðaltekjum í lok árs og endurgreiddur ef þarf.
Skattur verður ekki innheimtur af fjármagnstekjum upp að 250 þúsundum.
Dæmi 1
■ Maður er með fastar tekjur sem
nema milljón á mánuði.
■ Hann þarf nú að greiða um 330
þúsund á mánuði í skatt. (37,2%
tekjuskattur af milljón krónum er
372 þúsund, og frá dregst um 42
þúsund króna persónuafsláttur.)
■ Eftir breytinguna greiðir hann
áfram 372 þúsund krónur af millj-
ón, auk átta prósenta af því sem
er umfram 700 þúsund - í þessu
tilviki 300 þúsundum.
■ Hátekjuskatturinn er því
24 þúsund, og leggst við
hinn skattinn.
■ Eftir breytingu greiðir
maðurinn samtals 354
þúsund í skatt (372+24-
42=354).
Dæmi 2
■ Kona er með mis-
jafnar tekjur milli
mánaða, stundum
yfir 700 þúsund
króna markinu og
stundum undir
því.
■ Þá mánuði
sem hún
fær yfir 700
þúsund greiðir hún hátekjuskatt
af umframupphæðinni.
■ Þegar hún er undir 700 þúsunda
markinu greiðir hún eðli málsins
samkvæmt engan hátekjuskatt.
■ Í lok árs eru heildartekjur
hennar yfir sex mánaða tímabilið
teknar saman og hátekjuskattur
reiknaður af þeirri upphæð sem
er umfram 4,2 milljóna heildar-
tekjur. Hún fær síðan endur-
greiddan oftekinn hátekjuskatt.
Dæmi 3
■ Ríkur maður er með sex
milljónir á ári í fjármagns-
tekjur.
■ Nú greiðir hann tíu pró-
senta skatt af upphæðinni,
eða 600 þúsund á ári.
■ Eftir breytingu greiðir
hann ekkert af fyrstu 250
þúsund krónunum,
en fimmtán prósent
af afganginum.
■ Hann þarf því að
greiða 862.500 krón-
ur í fjármagnstekju-
skatt (15 prósent af
5.750.000).
NOKKUR DÆMI UM ÁHRIFIN
BRASILÍA, AP Talið er að farþega-
flugvél Air France sem fórst
í byrjun mánaðarins á leið frá
Rio de Janeiro til Parísar hafi
splundrast á flugi. Sú ályktun er
dregin af niðurstöðum krufn-
ingar á um fimmtíu líkum, sem
flest voru í heilu lagi en með
brotna útlimi.
Enn er leitað á um tuttugu
þúsund ferkílómetra svæði og
reynt að finna tvo svarta kassa
flugvélarinnar, sem innihalda
upplýsingar um hvað gerðist við
slysið. Næstu tvær vikur eða
svo munu kassarnir gefa frá sér
merki, en eftir það munu merkin
dofna. Aðstæður til leitar eru
sagðar betri en fyrstu dagana
eftir slysið. - mt
Leitin að flugvél Air France:
Splundraðist
líklega á flugi
STJÓRNMÁL Íslensk stjórnvöld og
eftirlitsstofnanir sýndu of mikið
andvaraleysi í góðærinu og
aðdraganda bankahrunsins. Þetta
sagði Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra í þjóðhátíðarávarpi
sínu í gær.
„Íslenskir útrásarvíkingar
höfðu farið víða um í miklum
græðgi- og óhófsham og skilið
eftir sig rústir, ekki einungis
hér á landi heldur einnig í öðrum
löndum,“ sagði Jóhanna. „Stjórn-
völd og eftirlitsstofnanir okkar
sýndu við þessar aðstæður of
mikið andvaraleysi.“
Jóhanna fjallaði um Icesave-
samkomulagið við Breta og Hol-
lendinga sem mikill styr hefur
staðið um. Sagði hún ákvörðunina
um að ganga til samninga hafa
verið erfiða en óhjákvæmilega.
Það væri samdóma álit allra ríkja
að íslenska ríkið bæri ábyrgð á
skuldbindingunum.
Lögfræðilegar álitsgerðir
segðu að ef Íslendingar höfn-
uðu samkomulaginu yrði „raun-
veruleg hætta [...] á því að Ísland
einangraðist á alþjóðavettvangi,
markaðir myndu lokast og lána-
möguleikar yrðu að engu.“
Þá fjallaði Jóhanna um sam-
vinnu Íslendinga við aðrar þjóðir
og sagði sjálfstæði Íslands ekki
síst byggjast á því hvernig við
treystum og þróuðum samstarf
okkar við önnur ríki heimsins.
- sh
Forsætisráðherra talaði um græðgi og óhóf í þjóðhátíðarávarpi sínu:
Stjórnvöld voru andvaralaus
LEITAÐ AÐ BRAKI Brasilískir sjóliðar
draga upp brak úr flugvél Air France sem
fórst í byrjun mánaðarins.
JÓHANNA
SIGURÐAR-
DÓTTIR
Forsætis-
ráðherra.
DÝRALÍF Um tólf hundruð manns
fara daglega inn á vefinn
Reykhólar.is til að fylgjast með
gangi mála þar sem örn liggur á
eggi sínu á eyju einni á Breiða-
firði. Vefmyndavél hefur verið
komið fyrir svo hægt er að
fylgjast með hreiðrinu í beinni
útsendingu.
„Þetta er svolítið eins og að
horfa á málningu þorna en það er
gríðarlegur áhugi fyrir þessu,“
segir Signý Magnfríður Jóns-
dóttir, bóndi á Gróustöðum í
Gilsfirði, en hún og maður
hennar Bergsveinn G. Reynisson
standa að verkefninu í samvinnu
við Náttúrufræðistofu. En þó að
þetta sé langdregið sjónvarpsefni
segir Signý Magnfríður að
vonandi fari að draga til tíðinda.
- jse
Vinsælt myndefni:
Örninn sem
verpir í beinni
ARNARHREIÐRIÐ Í GÆR Það kann að
vera langdregið að horfa á örn á eggi
en um tólf hundruð manns líta á það
daglega á vefnum reykholar.is.
MYND/REYKHOLAR.IS
GUANGZHOU, AP Frá og með 1.
júlí næstkomandi verður íbúum
Guangzhou í Kína gert að tak-
marka hundaeign við eitt dýr á
hvert heimili. Þeir sem þegar
eiga fleiri hunda verða að velja á
milli gæludýra sinna. Víða í land-
inu, þar á meðal í Peking, eru
slíkar reglur þegar í gildi.
Gæludýraeign hefur stórauk-
ist í Kína síðustu ár en lausa-
ganga fyrrverandi heimilishunda
hefur valdið vandræðum. Árið
2006 voru 29 þúsund hundar
fangaðir í Peking á einum mán-
uði í herferð gegn hundaæði og
öðrum sjúkdómum. Asíuleikarn-
ir verða haldnir í Guangzhou á
næsta ári og vilja yfirvöld grípa
til aðgerða svo hundaplága setji
ekki mark sitt á leikana. - mt
Takmarkað hundahald í Kína:
Aðeins einn
hund á heimili
LÖGREGLUMÁL Fimmtugur maður
sem nýverið missti hús sitt á
Álftanesi vegna fjárhagsörðug-
leika var handtekinn í gær eftir
að hafa gjöreyðilagt húsið með
gröfu. Manninum var sleppt að
lokinni skýrslutöku í gær. Hann
gæti átt yfir höfði sér ákæru
vegna eignaspjalla.
Húsið er nýlegt einingahús úr
timbri, reist árið 2003, og er í
eigu Frjálsa fjárfestingarbank-
ans eftir að maðurinn missti það
til hans. Það er 180 fermetrar og
brunabótamatið er fimmtíu millj-
ónir.
Húsið er talið gjörónýtt. Ekk-
ert stendur eftir af því nema bíl-
skúrinn.
Maðurinn tók gröfuna á leigu
og kom henni fyrir við húsið í
fyrrakvöld. Í gær rústaði hann
síðan húsinu með gröfunni, ýtti
bíl sínum hálfum ofan í nýtekna
gryfju og mokaði yfir. Lögregla
handtók hann síðan þar sem ók
burt frá húsinu.
Myndatökumaður var á
staðnum og tók athæfið upp á
myndband að beiðni mannsins.
Ekki er vitað hvað hann hyggst
fyrir með myndbandið. - sh
Fimmtugur maður handtekinn á Álftanesi eftir mikil eignaspjöll:
Missti húsið sitt og rústaði því
MENNING Víkingaheimar voru
formlega vígðir fyrir fullu
húsi í gær í Reykjanesbæ en
þar er víkingaskipið Víkingur
til sýnis auk fjölda muna frá
Smithsonian-safninu. Það var
einmitt 17. júní fyrir níu árum
sem Gunnar [Marel Eggerts-
son] hélt úr höfn á víkingi til
vestur heims en það er fyrst nú
sem hann er kominn fyrir fullt í
heimahöfn,“ segir Einar Bárðar-
son, einn af aðstandendum sýn-
ingarinnar.
Meðal muna segir Einar vera
um þúsund ára gamla muni, eins
og sverð, spjót leggsteina og
axir sem allt hefur verið grafið
upp í Skandinavíu. Munirnir
verða til sýnis í Víkingaheimum
næstu tvö árin. - jse
Víkingaheimar vígðir:
Íslendingur lok
í heimahöfn
ÍSLENDINGAR Í ÍSLENDINGI Einar Bárðar-
son segir Íslending loks nú kominn til
heimahafnar eftir níu ár.
HREINSAÐ TIL Hafist var handa við að hreinsa brakið þegar í gærkvöldi svo það skap-
aði ekki hættu, til dæmis fyrir þessa áhugasömu pilta. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Þórður, er þetta hluti af að-
gerðapakka stjórnvalda?
„Já, þessar aðgerðir eru það, það
liggur alveg í augum uppi og sér-
staklega sett fram til að skapa nýja
sýn á málin.“
Fréttablaðið sagði frá því í gær að útlend-
ingar flykktust til landsins til að gangast
undir laser-aðgerðir á augum. Þórður
Sverrisson er augnlæknir hjá Lasersjón.
Slasaðist í Reykjadal
Kona slasaðist á göngu í Reykjadal
ofan við Hveragerði síðdegis í gær.
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hana
og var hún flutt á slysadeild Landspít-
ala - háskólasjúkrahúss til skoðunar
og aðhlynningar. Konan, sem var á
göngu með fleira fólki, datt og fékk
höfuðhögg, Vegna þess hve löng
ganga var að bíl hennar þótti ráðlegt
að sækja hana með þyrlu og flytja á
sjúkrahús.
LÖGREGLUFRÉTTIR
MOSKVA, AP Rússar og Kínverjar
lýstu í gær yfir miklum áhyggj-
um af vaxandi spennu á Kóreu-
skaga og hvöttu Norður-Kóreu-
menn til að setjast aftur að
samningaborðinu vegna kjarn-
orkutilrauna sinna. Yfirlýsingin
vekur athygli, enda hafa þjóðirn-
ar tvær einna helst staðið í vegi
fyrir tillögum í Öryggisráði Sam-
einuðu þjóðanna um hertar refsi-
aðgerðir gegn Norður-Kóreu.
Yfirlýsingin kom í kjölfar yfir-
lýsingar Norður-Kóreu manna
þess efnis að þeir myndu hefna
þúsundfalt með miskunnarlausum
hernaðaraðgerðum yrði þeim
ögrað á nokkurn hátt. - sh
Rússar og Kínverjar uggandi:
N-Kórea hótar
grimmri hefnd
SPURNING DAGSINS