Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 18.06.2009, Blaðsíða 25
3 Hönnunarráðgjafinn og menning- arfrömuðurinn prófessor Tadanori Nagasawa frá Musashino-lista- háskólanum heldur fyrirlest- ur um japanska nútímahönnun í Norræna húsinu, laugardaginn 20. júní næstkomandi. Fyrirlesturinn er liður í fjölbreyttri dagskrá 101 Tokyo, sem er viðamikil kynning á Japan samtímans og Norræna húsið stendur fyrir. „Fókusinn verður líklega á jap- anska hönnun sem víðtæka hug- mynd og þá verður bæði rætt um hönnun og lífsstíl. Það kæmi mér ekki á óvart að Nagasawa myndi tengja þetta Japanesque Mod- ern sem er þriggja ára verkefni sem allur japanski listageirinn, stjórnvöld og japanski iðnaðurinn tóku þátt í og gekk út á að finna kjarnann í japanskri hönnun og skilgreina hvað væri sérstakt við hana,“ segir dr. Kristín Ingvars- dóttir verkefnisstjóri og nefnir að í raun hafi Nagasawa verið gefinn laus taumur um efnisval. „Þetta er hans sérsvið og hann kennir í Bretlandi, Japan og víðar. Því treystum við honum og fær hann frjálsar hendur. Þó verður fyrir- lesturinn innan ramma nútíma- hönnunar sem er að vísu frekar breiður.“ Nagasawa er aðstoðarrektor við Musashino-listaháskólann í Tókýó sem er einn af bestu skólum sinnar tegundar í Japan. „Hann hefur mikið sinnt alþjóðatengslum innan skólans en hefur einnig tengst stórum japönsk- um hönnunarverk- efnum eins og Japa- nesque Modern,“ útskýrir Kristín. Fyrirlesturinn höfðar að hennar sögn til tveggja hópa sem skarast töluvert. „Þá á ég annars vegar við alla sem hafa áhuga á hönnun í víðum skilningi og hins vegar þá sem hafa áhuga á Japan samtímans.“ Japan var fyrsta iðn- vædda ríkið í Asíu og er enn mikið stórveldi í útflutningi. „Þeir eru gríðar lega flinkir í allri vöru hönnun, hvort sem er Sony, Toyota eða eitthvað annað. Upp á síðkastið hefur samkeppnin við lönd eins og Taívan, Kína og Indland aukist gríðarlega þannig að Japan- ar hafa unnið að því síðustu ár að skilgreina enn betur hvað einkennir japanska hönn- un, bæði nýja og gamla,“ segir Kristín og bætir við að Ísland og Japan eigi ýmis- legt sameiginlegt. „Uppruna lega hug myndin að þessu verkefni tengist Norræna hús- inu, það er bygging- unni sjálfri. Alvar Aalto, sem hannaði húsið, var undir sterk- um áhrifum frá jap- anskri byggingar list og hönnun en auk þess höfðu hann og aðrir norrænir hönnuðir miki l áhrif á þróun ina í Japan. Þessi gagnkvæmi áhugi er kveikjan að Jap- anshátíð Norræna hússins. Við viljum því vekja at hygl i á því sem er l í k t me ð japanskri og íslenskri menningu. Það er sameigin legur tónn í fegurðar- skyni Norðurlandabúa og Japana og gengur dagskráin svolítið út á að leiða saman íslenskt og japanskt.“ Auk sýninga, tónleika og fyrir- lestra er boðið upp á listasmiðjur þar sem læra má japanska tesiði, blekmálun, japanska skrautskrift og sushi-gerð endurgjaldslaust. Hægt er að fræðast nánar um dag- skrána og skrá sig í listasmiðjur á www.101tokyo.is. hrefna@frettabladid.is Japan og Ísland mætast Norræna húsið stendur um þessar mundir fyrir viðamikilli kynningu á Japan samtímans. Dagskráin er fjölbreytt og verður prófessor Nagasawa meðal annars með fyrirlestur um japanska nútímahönnun. Kristín segir dagskrá 101 Tokyo tengja saman Japan og Norður- löndin og þá einkum Ísland og Japan. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Japanskur fótabúnaður þar sem fortíð og nútíð mætast. MYND/JAPANESE MODERN COMMITTEE GAMLIR POSTULÍNSBOLLAR, mismunandi að gerð, geta myndað fallegt heildarsafn kaffibolla. Þá er hægt að bæta bollum smám saman í safnið. Hjá Þorsteini Bergmann fást fallegir bollar á góðu verði. Einnig má finna bolla í Kolaportinu og í Góða hirðinum. Vélmennið ASIMO getur skroppið í göngutúr með manneskjum. Afsláttur af málningarvörum 20% Sérhönnuð málning fyrir íslenskar aðstæður. Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða HAGBLIKK ehf. Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh ild ar 1 4 6 0 .2 4             ! "#$% &'( )* + ,-%,.,/,-%,.,0&

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.