Fréttablaðið - 03.07.2009, Qupperneq 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI
SLYS Einn maður er látinn og annar
lífshættulega slasaður eftir að fjög-
urra sæta Cessna-vél flaug á raf-
línur rétt við veiðihúsið Hvamms-
gerði við Selá í Vopnafirði.
„Það er ekkert sem bendir til
bilunar í vél. Mennirnir hafa lík-
lega misreiknað flughæðina,“ segir
Björn Sigurbjörnsson slökkviliðs-
stjóri á Vopnafirði.
Hann segir að vélin hafi verið
nýtekin á loft frá flugvellinum á
Vopnafirði, en veiðihúsið er tólf til
þrettán kílómetra norður af þorp-
inu.
Gestir í veiðihúsinu urðu vitni
að slysinu og Baldur Friðriksson
læknir á Vopnafirði segir að svo
virðist sem mennirnir hafi verið að
taka lítinn hring á leið sinni suður.
„Það er ólíklegt að þeir hafi verið
að reyna að lenda. Þarna er engin
flugbraut, enginn bali eða tún eða
neitt,“ segir Baldur. Mennirnir hafi
sér virst vera á miðjum aldri.
Baldur segir að banaslys séu
ávallt mikið áfall, en ekki síst í litlu
þorpi þar sem langt er í stórar heil-
brigðisstofnanir og engin teymi til
staðar til að bregðast við áföllum.
„Ef tveir slasast er það hópslys hjá
okkur,“ segir hann. Presturinn á
staðnum hafi veitt fólki áfallahjálp.
Vélin hafði lent á Vopnafjarðar-
flugvelli klukkan 14.35 og flug-
áætlun gerði ráð fyrir að hún
færi þaðan aftur um klukkan 16.
Slysið varð síðan rétt eftir klukkan
16, en til stóð að lenda vélinni á
Tungubakka flugvelli í Mosfellsbæ
klukkan 18 í gær.
Sjúkraflug kom frá Akureyri og
sótti þann sem lifði af. Flogið var
með hann til Reykjavíkur á sjöunda
tímanum.
Á Landspítala var ekki frekari
upplýsingar að fá á tíunda tímanum
í gærkvöldi en þær að maðurinn
væri lífshættulega slasaður.
Hjördís Guðmundsdóttir hjá Flug-
stoðum, sem reka flesta flugvelli
landsins, segir að flugáætlun vélar-
innar og annað sem viðkomi Flug-
stoðum hafi allt verið með eðlilegu
móti.
Hvorugur mannanna mun hafa
verið frá Vopnafirði. - kóþ
Maður látinn eftir að vél
var flogið á línu við Selá
Einn er látinn og annar lífshættulega slasaður eftir að lítil Cessna-vél flaug á raflínu í gær við Selá í Vopna-
firði. Flugmaður mun hafa misreiknað flughæð vélarinnar. Læknir segir þetta mikið áfall í litlu þorpi.
FÖSTUDAGUR
3. júlí 2009 — 156. tölublað — 9. árgangur
VEÐRIÐ Í DAG
Stendur vel
að vígi
Kjörís fagnar fjörutíu
ára afmæli á þessu
ári.
TÍMAMÓT 20
ÁSA GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR
Eldar sumarlegan lax
og útbýr kartöflusalat
• matur • helgin
Í MIÐJU BLAÐSINS
NÝTTU ÞAÐ
SEM ÞÚ ÁTT
OG BORÐAÐU
VEL ÁN ÞESS
AÐ KOSTA
OF MIKLU TIL
NÝ BÓK
TVÍHÖFÐI
Telur íslensku þjóðina
þurfa á gríni að halda
Föstudagur
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Hlýtt sem aldrei fyrr Fyrripart
dags verður væta austanlands en
síðan styttir upp. Sunnanlands
verður að mestu bjart en norð-
vestantil verða skúrir á víð og dreif.
Áfram frekar hægur vindur.
VEÐUR 4
17
19 15 14
16
16
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447
GEORGE HOLLANDERS opnar í dag sýning-una Tíðarandinn í Listmunahorninu á Árbæjarsafni. Þar verða til sýnis leikföng frá leikfangasmiðjunni Stubbi ásamt heimasmíð eftir börn George og fleiri.
„Mér finnst laxinn sumarleg-ur og þetta er alveg tíminn fyrir hann núna,“ segir Ása Guðrún Kristjánsdóttir næringarfræð-ingur, sem varði doktorsritgerð sína fyrir viku. „Ég saltaði laxinn ekki en held að fólki finnist hann bragðlaus án þess. Það fylgir nær-ingarfræðinni að ég passa mig á að salta ekki mikið Það er thafa l i
Sumarlegt í eldhúsinuÁsu Guðrúnu Kristjánsdóttur finnst gaman að dunda sér í eldhúsinu og skoða matreiðslubækur til að fá
hugmyndir að réttum. Hún gefur Fréttablaðinu sumarlega uppskrift að laxi og kartöflusalati.
Ása Guðrún Kristjánsdóttir finnur oft hugmyndir í matreiðslubókum að réttum sem hún breytir svo og einfaldar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
2 sneiðar lax
safi úr límónu
Kreistið safann úr límónunni yfir laxinn. Bakið í ofniið
SUMARLEGUR LAX FYRIR 2-3
6.890 kr.
4ra rétta tilboðog nýr A la Carte
Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf!
Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn
með sérvöldu víni með hverjum rétti: 10.990 kr.
Barolo „Ornato“ 2004 | Ítalía.Chablis Grand Cru ,,Les Clos” 2005 | Frakkland
Glas af eðalvíni
Nú hefur veitingahúsið Perlan bsé l
· Reykt önd með fíkjum, valhnetum og rauðvínsgljáa ·
· Humarsúpa rjómalöguð með grilluðum humarhölum ·· Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu ·* E Ð A *· Fiskur dagsins útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar ·· Skyr “Tonka crème brûlée” með karamelluís ·
föstudagur
ÞROSKUÐ KARLMANNAVINÁTTAJón Gnarr og Sigurjón Kjartansson héldu lengi úti einum vinsælasta
útvarpsþætti fyrr og síðar. Þeir telja þjóðina þurfa á gríni að halda.
FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS
INNSETNING OG NÝR ILMURAndrea Maack myndlistarkona opnar sýningu í Gallerí Ágúst.
SELUR „THIRD HAND“-FLÍKURLilja Dröfn hönnuður rekur vinnu-stofuna Miss Patty‘s á Hverfisgötu.
3. júlí 2009
Brostið traust
„Ofstopinn í umræðunni er ekki
til marks um traustabrest heldur
brostið traust,“ segir Sighvatur
Björgvinsson.
UMRÆÐAN 18
Erfitt hlutskipti
Ingvi Hrafn sendir
Katrínu Bessadóttur
og samstarfskonur í
frí á ÍNN.
FÓLK 34
MENNING „Þetta er búið að vera í þróun í svolítinn
tíma, hefur fengið að gerjast í hausnum á manni á
hliðarlínunni. En núna er vinnan hafin,“ segir Gísli
Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri. Hann vinnur
þessa dagana að nýrri leikgerð Faust ásamt félög-
um sínum í leikhópnum Vesturporti, þeim Víkingi
Kristjánssyni, Birni Hlyni Haraldssyni og Nínu
Dögg Filippusdóttur. Auk þess njóta þau liðsinnis
hinna heimsþekktu tónlistarmanna Nicks Cave og
Warrens Ellis, en tónlist á að spila stóra rullu í sýn-
ingunni.
Faust verður jólasýning Borgarleikhússins í ár.
Sýningin staldrar þó stutt við á Íslandi því Gísli
Örn og hans fólk hefur þegar gengið frá því að hún
verður sett upp í Berlín, Hamborg og London. „Svo
fer það eftir því hvernig tekst til hvort fleiri hafa
áhuga. Það skemmir allavega ekki fyrir að hafa
Nick Cave með,“ segir Gísli Örn. - hdm / sjá síðu 34
Gísli Örn Garðarsson og félagar í Vesturporti með jólasýningu Borgarleikhússins:
Setja upp Faust með Nick Cave
FH fór illa með Val
FH-ingar eru komnir
með níu stiga
forskot í Pepsi-deild
karla eftir 5-0 stórsig-
ur á Valsmönnum á
Hlíðarenda í gær.
ÍÞRÓTTIR 30
Vopnafjörður
Vop
nafj
örð
urSlysstaður
Se
lá
BRUGÐIÐ Á LEIK Leikskólakrakkar léku sér á Miklatúni í blíðviðri í gær. Það styttist í að leikskólarnir í Reykjavík fari í sumarfrí en
þeir verður öllum lokað í fjórar vikur í ár í sparnaðarskyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ALÞINGI Alþingismenn ræða nú
sín á milli um að samþykkja
frumvarp um ríkisábyrgð
vegna Icesave með fyrirvörum.
Ögmundur Jónasson heilbrigðis-
ráðherra kallaði eftir samstöðu
um slíka leið í gær.
„Þetta er miklu stærra mál en
svo að menn leyfi sér að setja
það í hefðbundin hjólför flokka-
stjórnmála.“ Ætli menn að ræða
við stjórnarandstöðu verði menn
að vera tilbúnir að slá af kröfum.
„Þegar menn tala um að leita
samstarfs við stjórnarandstöðu
verður að vera einhver inni-
stæða á bak við það. Nú verða
menn að snúa bökum saman.“
Ögmundur segir stjórnina
ekki eiga að standa eða falla með
málinu. Krafan standi ekki síður
upp á stjórnarandstöðuna, menn
verði að komast að sameiginlegri
niðurstöðu með þjóðarhag í
huga. - kóp / sjá síðu 8
Ríkisábyrgð vegna Icesave:
Rætt um að
setja fyrirvara