Fréttablaðið - 03.07.2009, Side 6

Fréttablaðið - 03.07.2009, Side 6
6 3. júlí 2009 FÖSTUDAGUR SAMGÖNGUR „Það er mjög bagalegt fyrir umferðaröryggi ef fresta á aðgerðum á Suður- og Vesturlands- vegi,“ segir Ágúst Mogensen, for- stöðumaður Rannsóknarnefndar umferðarslysa (RNU). Samtök sveitarfélaga á höfuð- borgarsvæðinu og bæjarráð Mos- fellsbæjar mótmæla harðlega for- gangsröðun verkefna sam- gönguráðherra í vegagerð. Bæjar- ráðið vill að tvö- földun á Vestur- landsvegi, frá Hafra vatnsvegi að Þingvalla- vegi, verði í for- gangi. „Þörfin fyrir vegbætur er mun brýnni þar en á Vaðlaheiði,“ segir Haraldur Sverrisson, bæjar stjóri Mos- fellsbæjar. Engin for- gangsröðun hefur átt sér stað, samkvæmt Kristjáni Möller samgönguráðherra í Fréttablaðinu í gær. Kristján hefur hins vegar sagt að undir búningur Vaðlaheiðar- ganga sé langt á veg kominn og verkið sé tilbúið til forvals. Undir- búningur verka á höfuðborgar- svæðinu sé styttra á veg kominn. „Þetta er einfaldlega rangt. Öll gögn voru tilbúin á framkvæmd- um við kaflann og til stóð að bjóða verkið út í júlí,“ segir Haraldur. Ágúst segir RNU leggja mikla áherslu á að næstu skref í umferðar öryggismálum séu á Suður- og Vesturlandsvegi, þar séu flest banaslys. Nefndin hefur ekki fjallað um öryggi við Vaðlaheiði. Tólf banaslys voru á Suðurlands- vegi, á kaflanum Reykjavík- Selfoss, árin 2002-2008 og sjö á Vesturlandsvegi, á kaflanum Reykjavík-Borgarnes, samkvæmt skýrslu RNU. Eitt banaslys var á veginum um Víkurskarð, sem Vaðlaheiðar göng eiga að koma í staðinn fyrir, á þessu tímabili, samkvæmt Vegagerðinni. Sem dæmi um hversu dýr fram- kvæmd Vaðlaheiðargöng eru keyra um 1.190 bílar á dag um vegkafl- ann sem göngin leysa af hólmi, samkvæmt Vegagerðinni. Það eru 434 þúsund bílar á ári, ellefu sinn- um færri en fara um Vesturlands- veg. Áætlaður kostnaður við göng- in, sem eru um 7,5 kílómetrar, er um tíu milljarðar, samkvæmt Vegagerðinni. Framkvæmdin tekur allt að fjögur ár og kostar um 2,5 milljarða á ári. Um 13 þúsund bílar keyra veg- kaflann á Vesturlandsvegi á dag, samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni. Það eru 4,8 milljónir bíla á ári. Framkvæmdin kostar um 450 milljónir og því gerir það um 94 krónur á hvern bíl á ári. Vegur- inn er um tveir kílómetrar. Sveitarstjórnarmenn á Suður- landi funduðu með samgöngu- ráðherra í fyrradag og vildu að breikkun Suðurlandsvegar yrði í forgangi. Bjóða átti fyrsta kafl- ann út í sumar sem liggur frá Litlu kaffistofunni að Reykjavík, um sex kílómetra. Gert er ráð fyrir að kostnaður sé um 1.200 milljónir. Á ári keyra um 2,96 milljónir bíla á vegarkaflanum. vidirp@frettabladid.is SJÁVARÚTVEGSMÁL Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur skip- að starfshóp til að endurskoða fyrirkomulag fiskveiðistjórnun- ar. Hópurinn samanstendur af fólki úr öllum stjórnmálaflokk- um og hags- munaaðilum. Verkefni starfshópsins verður að skil- greina helstu álitaefni, sem fyrir hendi eru í löggjöfinni og lýsa þeim. Hann láti vinna nauðsynlegar greiningar og setji að því loknu fram valkosti um leiðir til úrbóta svo sem víð- tækust sátt náist um fiskveiði- stjórnunina meðal þjóðarinnar. Guðbjartur Hannesson alþingis- maður er formaður hópsins, sem á að skila álitsgerð fyrir 1. nóv- ember næstkomandi. - shá fyrir alla sem www.gottimatinn.is fituminnstagrillsósan! loksins fáanlegiraftur! góðir með grillmatnum – Tilbúinn til notkunnar! Það þarf í mesta lagi að setja hann í skál. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 9 -1 0 9 7 UMHVERFISMÁL Veiðitímabil lunda í Vestmannaeyjum verður aðeins fimm dagar í sumar og hefur verið stytt úr 55 dögum. Ákvörðunin er tekin í ljósi válegrar stöðu lunda- stofnsins. Þetta er samkomulag á milli Vestmannaeyjabæjar, Nátt- úrustofu Suðurlands og Félags bjargveiðimanna í Eyjum vegna nytja og rannsókna á lunda fyrir veiðitímabilið 2009. Hin takmarkaða veiði mun verða nýtt til rannsókna á vegum Nátt- úrustofu Suðurlands. Sérstaklega verður horft til rannsókna á varpi og afkomu pysja. Auk þess verður horft til fæðuöflunar og annarra þátta er lúta að viðkomu lunda- stofnsins. Í samkomulaginu kemur fram að allir sem að því koma telji einsýnt að veiðar hafi lítil áhrif á viðkomu lundastofnsins og ljóst að skýringa á viðkomubresti þurfi að leita ann- ars staðar. Þá segir að samkomu- laginu verði að fylgja eftir með stórauknum rannsóknum á sjó- fuglum og lífríki Vestmannaeyja- svæðisins. Kemur þar fram áskorun á umhverfisráðuneytið og Náttúrufræðistofnun Íslands um að styðja Þekkingarsetur og Náttúru- stofu Suðurlands í aukinni áherslu á rannsóknir á sjófuglum og lífríki Vestmannaeyja. - shá Samkomulag um nytjar og rannsóknir á lunda í Vestmannaeyjum árið 2009: Veiðidögum fækkað í fimm Á VEIÐUM Ein rökin fyrir áframhaldandi veiðum eru menningarlegs eðlis. Lundi hefur verið veiddur í háf í Eyjum síðan árið 1875. Tvöföldun Vesturlandsveg- ar brýnni en Vaðlaheiði Umferð á Vesturlandsvegi er 11 sinnum meiri en um Víkurskarð. Vaðlaheiðargöng eru hins vegar 63 sinnum dýr- ari á hvern bíl en tvöföldun Vesturlandsvegar. Allt var tilbúið fyrir útboð í júlí segir bæjarstjóri Mosfellsbæjar. HARALDUR SVERRISSON ÁGÚST MOGENSEN VESTURLANDSVEGUR Um 4,8 milljónir bíla keyra um veginn á ári. Sjö banaslys hafa orðið á veginum frá Reykjavík til Borgarness á síðustu sex árum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Um 4,8 milljónir bíla keyra á ári um vegarkaflann á Vesturlandsvegi sem tvö- falda á. Framkvæmdin kostar um 450 milljónir. Það eru 94 krónur á hvern bíl. Tvöföldun vegarkaflans á Suðurlandsvegi kostar um 1.200 milljónir. Um 2,96 milljónir bíla keyra um veginn á ári. Það eru um 405 krónur á hvern bíl. Vaðlaheiðargöng kosta um 2,5 milljarða á ári, samtals tíu milljarða á fjórum árum. Aðeins keyra um 434 þúsund bílar um veginn á ári. Það jafngildir um 5.960 kr. á hvern bíl. Gerð Vaðlaheiðarganga er því 63 sinnum dýrari á hvern bíl en áætluð tvöföldun Vesturlandsvegar. Suðurlandsvegur 2,96 milljónir bíla á ári 1.200 milljónir króna Kostnaður á hvern bíl 5.760 kr 94 kr 406 kr Vaðlaheiði 434 þúsund bílar á ári 2,5 milljarðar króna á ári Vesturlandsvegur 4,8 milljónir bíla á ári 450 milljónir króna Hefur þú séð sýningu í Þjóðleik- húsinu nýlega? Já 12,6 Nei 87,4 SPURNING DAGSINS Í DAG: Á ríkisstjórnin að leggja áherslu á Vaðlaheiðargöng frekar en Suðurlandsveg? Segðu þína skoðun á Vísi.is GUÐBJARTUR HANNESSON Starfshópur skipaður: Endurskoðar stjórn fiskveiða SKEMMDARVERK Rauðri málningu var slett á hús tveggja auðmanna í Reykjavík aðfaranótt fimmtudags. Lögreglu var tilkynnt í gær- morgun að slett hefði verið á hús Hannesar Smárasonar við Fjölnis- veg og á hús Björgólfs Guðmunds- sonar við Vesturbrún. Varðstjóri hjá lögreglu gat ekkert upplýst um rannsókn málsins í gærkvöldi. Ein- hverjar myndavélar hefðu verið til staðar, en óvíst væri hvort nokkuð hefði náðst á þær. Varðstjórinn kvað fátítt að slett væri á hús, en algengt að úðað væri á þau. Í júní var einnig slett á hús Björg- ólfs Thors Björgólfssonar við Frí- kirkjuveg 11. - kóþ Hús Hannesar Smárasonar og Björgólfs Guðmundssonar lituð rauð: Slett á einbýlishús auðmanna STJÓRNMÁL Undirskriftasöfnun er hafin á www.kjosa.is þar sem skor- að er á Ólaf Ragnar Grímsson að neita að staðfesta lagafrumvarp um Icesave-samninginn. Þannig mundi þjóðin fá að kjósa um samn- inginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ríkisábyrgð vegna samning- anna getur raskað lífi þjóðarinn- ar stórkostlega um ókomin ár. Að hafna ábyrgðinni getur á sama hátt orðið afdrifaríkt,“ segir í áskorun- inni. Ekki er tekin afstaða með eða á móti samningnum. Samkvæmt 26. gr. stjórnarskrár- innar getur forseti synjað laga- frumvarpi staðfestingar og fær það engu að síður lagagildi. - vsp Áskorun á forseta Íslands: Þjóðaratkvæði um Icesave SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir- litið hefur bannað til bráðabirgða tilboð Símans, sem boðið hefur 3G-netlykil og áskrift „fyrir núll krónur í allt sumar“. Sennilegt er talið að með tilboð- inu sé Síminn að misnota mark- aðsráðandi stöðu sína, að því er fram kemur í tilkynningu frá Sam- keppniseftirlitinu. Tilboðið sé til þess fallið að skaða samkeppni á viðkvæmum og nýlegum markaði. Símafyrirtækið Nova kærði Símann til Samkeppniseftirlits- ins, og verður Símanum óheim- ilt að bjóða upp á umrætt tilboð á meðan eftirlitið rannsakar málið. - bj Ákvörðun Samkeppniseftirlits: Bannar 3G- tilboð Símans HÚSIN VIÐ VESTURBRÚN OG FJÖLNISVEG Í gærmorgun kom í ljós að rauðri máln- ingu hafði verið slett á húsin. Hús Björgólfs er til vinstri en Hannesar til hægri. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.