Fréttablaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 2
2 3. júlí 2009 FÖSTUDAGUR
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
-
0
9
-0
3
6
3
... alla daga
SVEITASTJÓRNARMÁL Ný skoðana-
könnun Heimilis og skóla bendir
til að meirihluti foreldra grunn-
skólabarna sé hlynntur því að
skólaárið verði stytt sem bráða-
birgðalausn á fjárhagsvanda
sveitarfélaganna. Menntamála-
ráðherra hefur hafnað því að
leggja fram frumvarp um stytt-
ingu skólaársins, eins og Samband
íslenskra sveitarfélaga (SÍS) hefur
gert að tillögu sinni, nema með
fullri sátt við Kennarasamband
Íslands (KÍ), sem hefur áður hafn-
að hugmyndinni staðfastlega.
SÍS hefur að undanförnu reynt
að vinna svokallaðri fimm pró-
sent leið brautargengi, en hún
gengur út á að starfsfólk sveitar-
félaganna taki á sig fimm pró-
senta launaskerðingu mót tíu
daga frítöku á ári. Útfærsla þess-
arar leiðar innan grunnskólanna
væri að stytta skólaárið úr 180 í
170 daga.
SÍS fundaði með menntamála-
nefnd Alþingis á þriðjudag. Í
greinargerð sem SÍS tók saman
fyrir nefndina kemur fram að
Katrín Jakobsdóttir menntamála-
ráðherra lýsti því yfir á fundi með
SÍS í byrjun júní „að ekki yrði lagt
fram frumvarp um fækkun skóla-
daga nema í fullri sátt við KÍ“,
eins og segir í greinargerðinni.
Halldór Halldórsson, formaður
SÍS og bæjarstjóri á Ísafirði, segir
að með þessu hafi hugmyndin
verið gott sem slegin út af borð-
inu með afstöðu ríkisvaldsins. „Ef
við fáum ekki menntamálaráð-
herra til að vinna að þessu með
okkur á þessum nótum þá verðum
við að finna nýjar leiðir.“ Halldór
segir dæmið mjög einfalt ef nýjar
hugmyndir sem skila verulegri
lækkun kostnaðar innan sveitar-
félaganna koma ekki fram. „Þetta
þýðir töpuð störf, það er algjör-
lega ljóst. Þá verður að fækka
stofnunum sveitarfélaga og segja
upp starfsfólki.“
Sjöfn Þórðardóttir, formaður
Heimilis og skóla, segir að félagið
hafi gert könnun á meðal þrjú
þúsund foreldra til að grennslast
fyrir um viðhorf foreldra til stytt-
ingar skólaársins. „Foreldrar eru
hlynntir styttingu skólaársins,
fremur en að skera niður aðra
grunnþjónustu innan sveitar-
félaganna. Í fyrirspurnum til
okkar kemur þessi afstaða einn-
ig sterkt fram.“ Úrvinnsla gagna
úr könnunni stendur enn yfir og
niðurstöður hennar verða birtar
síðar, auk þess sem ítarlegri við-
bótarkönnun verður gerð á haust-
mánuðum. Sjöfn segir jafnframt
að hafa beri í huga hversu ólík
sveitarfélögin eru og þarfir íbú-
anna þess vegna; það komi greini-
lega fram í afstöðu þeirra sem
spurðir voru. svavar@frettabladid.is
Foreldrar hlynntir
styttingu skólaársins
Skoðanakönnun Heimilis og skóla gefur sterka vísbendingu um að foreldrar
vilji stytta skólaárið frekar en að skerða grunnþjónustu. Menntamálaráðherra
hafnar leiðinni án samþykkis kennara, sem áður hafa hafnað leiðinni.
FRÁ AUSTURBÆJARSKÓLA Skoðanakönnun Heimilis og skóla gefur sterkar vísbend-
ingar um að foreldrar vilji stytta skólaárið, svo lengi sem það kemur ekki niður á
gæðum námsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þetta þýðir töpuð störf,
það er algjörlega ljóst. Þá
verður að fækka stofnunum sveit-
arfélaga og segja upp starfsfólki.
HALLDÓR HALLDÓRSSON
FORMAÐUR SÍS OG BÆJARSTJÓRI
Alda, leynist kannski gullkista
í skólanum?
„Já, skólinn er gullkista í álögum.“
Gullkistan, dvalarstaður fyrir skapandi
fólk, vildi fá að starfa í Héraðsskólanum
á Laugarvatni. Til stendur hins vegar að
setja embætti skipulags- og byggingar-
fulltrúa í skólann. Alda Sigurðardóttir er
annar aðstandenda Gullkistunnar.
ATVINNA Rúmlega 100 starfsmenn
SPRON, sem eru á uppsagnar-
fresti, fengu ekki laun sín greidd
1. júlí. Gera átti upp laun og orlof
starfsmanna á þriggja mánaða upp-
sagnarfresti. Mikil reiði er meðal
starfsmanna, segir Ólafur Már
Svavarsson, fyrrverandi formaður
starfsmannafélags SPRON.
Ástæðan er að slitastjórn SPRON
sagði í tilkynningu að lög sem
kvæðu á um að fjármálafyrirtæki
gæti greitt starfsmönnum sínum
í greiðslustöðvun giltu ekki um
SPRON því að SPRON hefði aldrei
farið í greiðslustöðvun. Tilkynn-
ingin var send út daginn áður en
greiða átti launin.
Friðbert Traustason, fram-
kvæmdastjóri Samtaka starfs-
manna fjármálafyrirtækja, segir
þetta fáránlegt þar sem allir í
bankageiranum hafi fengið laun sín
nema starfsmenn SPRON. Sjálfur
vann hann að því að setja lögin sem
slitastjórnin vísar til.
„Ekki datt mér í hug að þetta
yrði notað gegn SPRON síðar. Slita-
stjórnin hengir sig í texta laganna,“
segir Friðbert.
Starfsmenn gátu ekki beitt sér í
málinu því að tilkynningin var send
svo seint, að sögn Ósvalds Knudsen,
fyrrverandi starfsmanns SPRON.
„Slitastjórn kemur fram af mik-
illi hörku og túlkar öll vafaatriði
starfsmönnum í óhag. Ef ekkert
verður gert í málunum mun þessi
stóri hópur hitt-
ast og ákveða
næstu skref.“
Álfheiður
Ingadóttir, for-
m a ð u r v i ð -
skiptanefndar
Alþingis, segir
fulltrúa frá við-
skiptaráðuneyt-
inu hafa komið
á fund nefndar-
innar 1. júlí og
kynnt henni málið. Nefndin vissi
ekki af þessu fyrr en þá, að sögn
Álfheiðar. - vsp
Rúmlega 100 starfsmenn SPRON fengu ekki greidd laun 1. júlí:
Mikil reiði meðal starfsmanna
ÁLFHEIÐUR
INGADÓTTIR
STJÓRNSÝSLA Handbært fé ríkis-
sjóðs fyrstu fimm mánuði árs-
ins er neikvætt um 37 milljarða
króna. Þetta er 72,4 milljörðum
lakari útkoma en í fyrra, þegar
35,4 milljarða rekstrarafgangur
varð.
Tekjur fyrstu fimm mánuði árs-
ins voru rúmlega 172 milljarðar
króna, 22,3 milljörðum lægri en
á sama tíma í fyrra. Gjöldin í ár
voru 209 milljarðar, 50 milljörð-
um hærri en í fyrra. Áætlun fjár-
laga gerði ráð fyrir að innheimtar
tekjur yrðu rúmlega 184 millj-
arðar króna og er frávikið því 12
milljarðar. Munar þar mestu um
lægri skatttekjur á vöru og þjón-
ustu en gert var ráð fyrir í áætl-
uninni. - kóp
Greiðsluafkoma ríkissjóðs:
37 milljarða tap
á 5 mánuðum
MENNING Glæsilegur innsiglishringur fannst við
fornleifauppgröft fyrir framan kirkjudyrnar á
Þingvallakirkju nýlega. Líklegt er talið að hring-
urinn sé frá 18. öld eða jafnvel eldri, samkvæmt
greiningu Antons Holt, myntsérfræðings hjá Seðla-
banka Íslands.
Margrét Hrönn Hallmundsdóttir fornleifafræð-
ingur fann hringinn. Hún segir að greining Antons
sýni að gullið í hringnum sé tólf karöt og skraut-
steinninn sé af gerðinni „heliotrop“, stundum
nefndur blóðsteinn. „Þetta er tiltölulega mjúkur
hálf eðalsteinn, oft notaður í innsigli. Talið er að
á innsiglinu séu stafirnir FI eða J og bæði má sjá
skjöld og kross á steininum og hugsanlega kórónu,“
segir Margrét.
Fundurinn góði er tilkominn vegna lagfæringa
á Þingvallakirkju í tilefni 150 ára afmælis hennar,
en hún var vígð á jóladag 1859. Meðal annars voru
tröppur að kirkjunni endurgerðar og stétt við kirkj-
una lagfærð. Jarðvegskipti voru undir eftirliti Mar-
grétar, sem segir að mikið magn gripa hafi kom
fram. „Þeirra merkastur er hringurinn, sem fannst
milli hellna fyrir framan kirkjuna.“ - shá
Innsiglishringur úr tólf karata gulli fannst við lagfæringar á Þingvallakirkju:
Gersemi fannst undir stéttinni
HRINGURINN Er talinn vera rúmlega 200 ára gamall en ber
aldur sinn vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
LÖGREGLAN Ákæruvaldið hafði
áður brotið á manninum sem
keyrði nýlega á slökkvistöðina
í Skógarhlíð, að mati Umboðs-
manns Alþingis.
Ökumaðurinn
sakaði þá lög-
regluna um að
hafa ekki aðhafst
vegna þjófnaðar
sem hann varð
fyrir sumarið
2006. Hann hafði
leigt húsnæði og
ósætti orðið um
leigulok. Leigu-
salinn lagði hald á eigur hans, en
lögreglan vildi ekki skipta sér
af því. Eftir þetta fór maðurinn
með málið til ríkissaksóknara,
en hann sagði að kærufrestur
málsins væri liðinn. Undan þessu
kvartaði maðurinn og Umboðs-
maður segir nú að saksóknara
hafi borið að endurskoða málið.
Tryggvi Gunnarsson er
Umboðsmaður Alþingis. - kóþ
Umboðsmaður Alþingis:
Ákæruvaldið
braut á ökufanti
DÓMSMÁL Einar Jökull Einarsson,
höfuðpaurinn úr Pólstjörnu-
málinu svokallaða, hefur verið
dæmdur til að greiða sextíu þús-
und króna sekt í ríkissjóð. Hann
var tekinn með tvö grömm af e-
töfludufti í klefa sínum á Litla-
Hrauni í febrúar í fyrra. Hann
bar því við að menn hefðu verið
að skemmta sér í klefa hans og
skilið efnið þar eftir. Því var ekki
trúað.
Í Pólstjörnumálinu voru fimm
manns dæmdir í fangelsi fyrir
að flytja til landsins um fjörutíu
kíló af fíkniefnum með skútu.
Einar Jökull hlaut þyngsta dóm-
inn, níu og hálft ár. - sh
Bar við partíi í fangaklefanum:
Skútumaður
með fíkniefni
VINNUMARKAÐUR Kjósa á um sam-
komulagið milli ASÍ og SA, sem
var undirritað á dögunum, enda
hefur hinn almenni verkamaður
orðið af 54.000 krónum nú þegar,
þar sem ekki hefur verið staðið
við gamla kjarasamninginn, segir
í frétt frá Verkalýðsfélagi Akra-
ness.
„Verkafólk hefur því miður enga
burði til að gefa af sínum launum
í ljósi þess að ríki, sveitarfélög,
verslunareigendur, olíufélög,
tryggingafélög og aðrir þjónustu-
aðilar varpa sínum vanda beint út
í verðlagið,“ segir þar. Ætli meiri-
hluti verkalýðshreyfingar að taka
samkomulaginu, sé það „skýlaus
krafa“ að slíkt verði lagt í alls-
herjaratkvæðagreiðslu. - kóþ
Verkalýðsfélag Akraness:
Kosið verði um
samkomulagið
VIÐSKIPTI Samningur Reykjanes-
bæjar og Geysis Green Energy
um kaup og sölu á hlutum í HS
Orku og HS Veitu var samþykkt-
ur af meirihluta sjálfstæðis-
manna í bæjarráði Reykjanes-
bæjar í gær. Samningurinn
verður innan skamms lagður
fyrir bæjarstjórn til endanlegrar
afgreiðslu.
Fram kemur í tilkynningu að
með samningnum sé Reykja-
nesbær að eignast 66,7 prósent í
veituhluta Hitaveitu Suðurnesja
og tryggja að auðlindin verði
komið í opinbera eigu. „Reykja-
nesbær verður því meirihluta-
eigandi í HS veitum sem sinnir
því upprunalega hlutverki Hita-
veitu Suðurnesja að veita heitu
og köldu vatni ásamt rafmagni til
íbúa. Ferskvatnslindir eru einnig
í eigu HS veitna. Forgangur íbúa
af rafmagni, heitu og köldu vatni
er tryggður með umræddum
samningum.“
Reykjanesbær:
Samningurinn
samþykktur
TRYGGVI
GUNNARSSON
SPURNING DAGSINS