Fréttablaðið - 03.07.2009, Síða 22

Fréttablaðið - 03.07.2009, Síða 22
2 föstudagur 3. júlí núna ✽ horfum inn á við augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 TÍU VIKUR Í RÖÐ! BARNABÆ KUR 24. JÚNÍ helgin MÍN Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir út-skrifaðist sem skóhönnuður árið 2006 úr hinum virta hönnun- arskóla London College of Fashion. Hún rekur nú vinnustofuna Miss Patty‘s á Hverfis götu 103 ásamt systur sinni Lenu Dögg, sem er textílkennari, og Guðrúnu Guð- jónsdóttur fatahönnuði. Stúlkurn- ar hafa í rúmt ár hannað töskur, leggings og ýmis legt annað undir nafninu Miss Patty‘s og selt vörur sínar á netinu. Nú reka þær þó litla verslun á vinnustofunni. „Þetta kom þannig til að ég var að leita mér að íbúð og þá fann ég þetta vinnupláss. Hingað getur fólk komið og skoðað það sem við erum að gera. Við erum að selja allt mögulegt, leðurtösk- ur, „vintage“-föt og eitthvað sem við kjósum að kalla „third hand“- flíkur sem eru gamlar flíkur sem við höfum breytt og endurbætt,“ segir Lilja Dröfn. Verslunin er opin frá klukkan 13 til 18 á mið- vikudögum og klukkan 16 til 20 á fimmtudögum en einnig er hægt að koma utan þess tíma. „Við erum með opið þegar við erum í stuði til þess. Þegar maður er að framleiða allt sjálfur er erfitt að standa líka í verslun og afgreiða þannig ég veit ekki hvort við förum út í búðarrekstur. Þetta er í raun bara vinnustofa sem hægt er að heimsækja og gera góð kaup. í“ - sm Lilja Dröfn Dagbjartsdóttir skóhönnuður Hjá ungfrú Patty Systurnar Lilja Dröfn og Lena Dögg ásamt Guðrúnu Þær reka saman vinnu- stofuna Miss Patty‘s á Hverfisgötu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA A ndrea Maack myndlistarkona opnar nýja sýningu í Gallerí Ágúst, við Baldursgötu, á morgun klukkan fjögur. Þar verður nýr ilmur, Sharp, kynntur, auk nýrrar innsetningar. Sharp er þriðji ilmur Andreu, en hann var fyrst kynntur á tískutvíæringnum í Arnhem fyrir tæpum mánuði. Þar sýndi Andrea við hlið helstu tískuhönnuða heims, auk annarra myndlistar- manna sem vinna á mörkum myndlistar og tísku. Auk ilmsins hefur Andrea unnið með hönnuð- um að flíkum. „Ég er í samstarfi við franskt ilmvatnsfyrirtæki, apf arômes & parfums. Okkar samstarf byggist á því að þeir vinna lykt eftir teikn- ingu.“ Andrea sendir þá inn þrí- víddarteikningu sem þeir skapa ilminn út frá. Hún segir Sharp ilmvatnslegustu lyktina til þessa. „Ég hef verið að vinna ekkert ólíkt og fatahönnuðir, þar sem það er vorlína og haustlína. Þetta er sem sagt vorlínan 2009.“ Einkennis- merki Andreu er munstrið sem má finna á teikningunum. „Mörg af þessum tískuhúsum, líkt og Missoni, eru alltaf með sama munstrið. Þetta er í annað skiptið sem ég nota teikningu og geri flík í samstarfi við fatahönnuð.“ Tískutvíæringurinn, sem er einn stærsti tískuviðburður heims, hefur vakið athygli á verkum Andreu og hafa tískublogg og vef- svæði hönnuða sýnt henni áhuga ekki síður en gallerí. „Í kjölfarið hef ég verið að velta fyrir mér að fara aðrar leiðir. Ég hef verið að hugsa um að gera kannski litla línu af vörutengdum listaverkum. Það er næsta skref að þróa þetta aðeins lengra. Svo verður auðvitað gerð ný lykt þegar að því kemur.“ Gestir hafa yfirleitt fengið að taka ilminn með sér í einhverju formi heim. „Flestar minningar koma frá lykt. Fólk tengir strax við hana. Með því að hafa lyktirn- ar á sýningum verða til minning- ar um þær.“ - kbs Andrea Maack kynnir nýjan ilm og innsetningu ILMUR ÚT FRÁ ÞRÍVÍDDARTEIKNINGU Nafn í tískuheiminum Andrea Maack vekur athygli fyrir ilm og munstur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þrívíð hönnun Eitt af fyrri verkum þar sem munstrið skapar kjólinn. ÆVAR ÞÓR BENEDIKTSSON LEIKARI Ég hef lofað sjálfum mér að reyna að sofa eins mikið og ég get þennan föstudag enda er Grease þannig sýning að það er ekki mikil orka eftir í manni þegar tjaldið fellur. Þegar ég svo loksins kem mér á fætur mun ég hella mér yfir rússneskar heimsbókmenntir, enda föstudagur. Á laugardagskvöldinu er stefnan tekin á Austurbæ á afmælistónleika Eiríks Haukssonar. Á sunnudaginn mun ég svo gera heiðarlega tilraun til að finna upp hjólið. LOKKANDI Franska leikkonan og þokkagyðjan Marion Cotillard á frumsýningu kvikmyndarinnar Public Enemies á Leicester-torginu í London á mánudagskvöld. Slappað af á Grikklandi Georg Hólm, bassaleikari hljóm- sveitarinnar Sigur Rósar, naut lífs- ins á Grikklandi ásamt eiginkonu sinni, Svanhvíti Tryggvadóttur, fyrir stuttu. Hjónin nutu lífsins í sólinni og fóru meðal annars á asnabak. Svo leigðu þau bát til að sigla á milli grísku eyjanna og heimsóttu meðal annars Ródos. Hinseginball Sérstakt styrktar- ball fyrir Hinseg- in daga verð- ur haldið á Nasa annað kvöld. Má telja víst að þar verði mikið líf og fjör og margt um manninn. Páll Óskar skemmtir gestum, að sjálf- sögðu. Svo lærir sem lifir Söngkonan knáa Jarþrúður Karls- dóttir hefur tilkynnt á Fésbókarsíðu sinni að hún hafi nýlega uppgötvað nýjan hæfileika. Þessi nýi hæfileiki söngkonunnar á lítið skylt við tón- listina en hún mun hafa tekið upp á því að hekla gardínur. þetta HELST

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.