Fréttablaðið - 03.07.2009, Side 8
8 3. júlí 2009 FÖSTUDAGUR
NORÐUR-KÓREA, AP Tveimur eld-
flaugum var skotið á loft í til-
raunaskyni í Norður-Kóreu í gær.
Eldflaugunum var skotið á loft í
borginni Wonsan. Varnarmála-
ráðuneyti landsins greindi frá
þessu í gær en ekki var greint frek-
ar frá því um hvers kyns eldflaug-
ar hefði verið að ræða. Norður-
Kórea hafði sett á siglingabann
fram til 10. júlí og var því búist
við því að eldflaugum yrði skotið
á loft fyrir þann tíma.
Rúmur mánuður er frá því að
kjarnorkutilraunir voru fram-
kvæmdar og nokkrum eldflaugum
skotið á loft. Í kjölfarið samþykkti
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
hertar refsiaðgerðir gagnvart
landinu. Bandaríkin reyna nú að fá
stuðning Kínverja til þess að fram-
fylgja refsiaðgerðunum betur. Kín-
verskir embættismenn hófu í gær
ferð sína til Rússlands, Japan og
Suður-Kóreu, þar sem reynt verður
að þrýsta á Norður-Kóreumenn að
hætta kjarnorkutilraunum sínum
í skiptum fyrir fjárhags aðstoð og
fleira.
Norður-kóresku skipi sem talið
var að innihéldi ólögleg vopn var
snúið aftur til landsins fyrr í vik-
unni, en ekki var vitað hvert það
átti að fara. Bandarískt eftirlitsskip
hafði fylgt skipinu í viku. Eftir litið
var hluti af hertari refsi aðgerðum
Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-
Kóreu. Yfirvöld Norður-Kóreu
höfðu sagt að ef skipið yrði stöðv-
að eða truflað yrði litið á það sem
stríðsyfirlýsingu. - þeb
Norður-Kórea heldur áfram kjarnorku- og eldflaugatilraunum sínum:
Eldflaugum skotið á loft í gær
HERÆFING Suður-kóreski herinn æfði
fyrir mögulega árás frá Norður-Kóreu í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Síbrotamaður á þrítugs-
aldri hefur verið dæmdur í tveggja
mánaða fangelsi fyrir nokkur
afbrot, meðal annars að auglýsa
andlát samfanga síns á Litla-
Hrauni í Morgunblaðinu og reyna
með því að svíkja út fé inn á eigin
bankareikning undir því yfirskyni
að þar færi söfnunarreikningur.
Maðurinn var einnig dæmdur
fyrir að hafa í tvígang verið tekinn
með fíkniefni í fangaklefa sínum, í
eitt sinn örlítið hass og í hitt skiptið
tíu grömm af amfetamíni. Maður-
inn á mikinn og fjölbreyttan saka-
feril að baki frá árinu 2002. - sh
Síbrotamaður dæmdur:
Í fangelsi fyrir
auglýsingu
ÁSTKÆR EIGINMAÐUR Svona leit hin
falska dánartilkynning út.
RÚSSLAND, AP Dmitrí Medvedev
Rússlandsforseti sagðist í gær
vera vongóður um að Rússland og
Bandaríkin gætu fundið nýjar leið-
ir til samvinnu.
Barack Obama Bandaríkjafor-
seti er væntanlegur í fyrstu heim-
sókn sína til Rússlands á mánu-
dag. Vonir eru bundnar við að
heimsóknin muni bæta samskipti
milli landanna. Medvedev hrósaði
ríkis stjórn Obamas í ávarpi sínu í
gær og sagði hana sýna vilja sinn
til að breyta ástandinu og byggja
upp betri og nútímalegri tengsl. Þá
sagði hann Rússa vera tilbúna að
taka þátt í því. - þeb
Medvedev og Obama hittast:
Forseti bjart-
sýnn fyrir fund
TÆKNI Gunnar Gunnarsson, sjón-
tækjafræðingur og hönnuður hjá
Reykjavík Eyes, hlaut evrópsku
Red Dot Design-verðlaunin í
Essen í Þýskalandi á mánudag.
Verðlaunin hlaut hann fyrir hönn-
un og þróun gleraugnaumgjarða.
„Það er alltaf gaman að fá
verðlaun því þau eru viðurkenn-
ing á því að maður sé að gera eitt-
hvað af viti,“ segir Gunnar.
„Þetta eru afar eftirsótt verð-
laun og ég get ekki verið annað
en ánægður með að hreppa þau
í ár,“ segir Gunnar. Í vor hlaut
Gunnar Universal Design-verð-
launin fyrir þá tækni sem liggur
að baki umgjörðunum. - vsp
Íslendingur fær verðlaun:
Hlaut fyrir þró-
un umgjarða
TEKUR VIÐ VERÐLAUNUM Gunnar Gunn-
arsson tekur við Red Dot Design-verð-
laununum á mánudag.
Ljótir ávextir ekki bannaðir
Reglum Evrópusambandsins, sem
kveða á um að afmyndaðir ávextir og
grænmeti sé ekki selt í verslunum,
hefur nú verið breytt. Nú verða 26
tegundir seldar án útlitstakmarkana,
en vinsælustu tegundirnar mun nú
þurfa að merkja sérstaklega séu þær
afmyndaðar.
EVRÓPA
1. Hvaða handboltakappi er
meðal stofnenda nýs skapandi
grunnskóla?
2. Hvaða hljómsveit semur lag
fyrir nýjustu kvikmynd Sigur-
jóns Sighvatssonar?
3. Hversu marga daga hefur
forseti Íslands verið erlendis á
árinu?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34
4
10
4
0
0
0
|
l
an
d
sb
an
ki
nn
.is
AUKAKRÓNUR
5 barnagallar á ári
fyrir Aukakrónur
A-kortin
Kreditkort sem safna Aukakrónum fyrir þig
Þú getur keypt nýjan ungbarnagalla fyrir hverja árstíð og einn til viðbótar í 66°Norður
fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem
þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna.
Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is
* M.v. 150 þúsund kr. innlenda verslun á mánuði, þ.a. 1/3 hjá samstarfsaðilum.
Sjá nánar á www.aukakronur.is.
*
ALÞINGI Frumvarp um ríkisábyrgð
vegna Icesave-samninganna var
tekið til fyrstu umræðu á Alþingi
í gær. Umræðan stóð langt fram
á kvöld og þingmenn fóru um
víðan völl, brigsluðu hver öðrum
um ábyrgð og að hlaupast undan
henni. Ljóst er að skoðanir eru enn
skiptar og sé að marka orð þing-
manna er alls óvíst að samningur-
inn njóti meirihlutafylgis á þingi.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra mælti fyrir frum-
varpinu. Hann sagði Ísland vera í
erfiðri stöðu vegna Icesave-reikn-
inganna og út úr henni væri engin
leið góð. Hann væri hins vegar
sannfærður um að þeir samningar
sem hefðu náðst væru besta leiðin
fyrir þjóðina. Hann minnti fyrr-
verandi valdhafa á ábyrgð þeirra
í málinu og skoraði á þingmenn að
vera ábyrgir í afstöðu sinni.
Það gerði Ögmundur Jónasson
heilbrigðisráðherra einnig, en hann
sagðist ekki hafa gert upp hug sinn
varðandi málið. Það mundi hann
gera í þinglegri meðferð málsins.
Hann minnti sjálfstæðismenn á
ábyrgð þeirra í málinu. Ögmund-
ur átaldi útrásarvíkingana fyrir
þeirra þátt. „Það er ekkert sam-
hengi á milli þess hve lítill þú ert
og hve heimskur þú ert. Eða hve
lítill þú ert og hve gráðugur og
ósvífinn þú ert.“ Gylfi Magnússon
viðskiptaráðherra gerði það líka
og kallaði Icesave mesta glanna-
skap Íslandssögunnar.
Þingmenn Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks gagnrýndu
Samfylkinguna fyrir að hlaupast
undan ábyrgð á málinu. Birkir
Jón Jónsson minnti á að Icesave-
innistæðurnar hefðu áttfaldast á
meðan Samfylkingin stýrði við-
skiptaráðuneytinu og utanríkis-
ráðuneytinu.
Undir þetta tók Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir og átaldi
málflutning Samfylkingarinn-
ar. Hún væri í frúnni í Hamborg,
en nýju bannorðin væru um setu
flokksins í fyrri stjórn. Hún sagði
fyrri ríkisstjórn vissulega hafa
gert einhver mistök, þó að margt
hefði verið vel gert, og átti orða-
stað við Árna Pál Árnason félags-
málaráðherra um ábyrgð Samfylk-
ingarinnar. „Viðurkennið nú að
þið hafið gert mistök. Reynið nú
að viðurkenna það. Ég nenni ekki
að vera í einhverri pissukeppni,
því tæknilega séð mun hæstvirt-
ur félagsmálaráðherra alltaf sigra
þá keppni.“
Stjórnarandstæðingar kvörtuðu
yfir því að fáir stjórnarliðar tóku
til máls, sérstaklega þegar leið á
kvöldið. Ragnheiður E. Árnadóttir
kallaði til dæmis eftir því að þær
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
og Lilja Mósesdóttir, sem báðar
hafa lýst yfir efasemdum, skýrðu
afstöðu sína í pontu.
kolbeinn@frettabladid.is
Rætt um Icesave og
pissukeppni á þingi
Frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna var rætt á þingi í gær.
Farið var um víðan völl og þingmenn minntu hver annan á ábyrgð sína í mál-
inu. Nokkrir þingmenn Vinstri grænna eru enn óákveðnir í málinu.
UMRÆÐUR Þingmönnum var heitt í hamsi á þingi í gær og minntu hverjir aðra á
ábyrgð sína og brigsluðu þeim um að hlaupast undan henni. Ljóst er að afdrif þings-
ályktunartillögur velta á afstöðu nokkurra þingmanna Vinstri grænna sem ekki hafa
enn gert upp hug sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Gefa ráð um ráðgjöf
Með vísan til stefnuyfirlýsingar ríkis-
stjórnarinnar hefur Jón Bjarnason,
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
skipað fjögurra manna ráðgefandi hóp
varðandi veiðiráðgjöf og nýtingu sjávar-
auðlinda og ástand í lífríki sjávar.
SJÁVARÚTVEGSMÁL
ÍSRAEL, AP Framferði Ísraela í
árásunum á Gasa í desember og
janúar jafngildir stríðsglæpum,
að sögn Amnesty International.
Yfir 1.400 Palestínumenn, þar
af 900 óbreyttir borgarar, létu
lífið í þriggja vikna löngum
átökunum. Fjöldi heimila á Gasa
var jafnframt eyðilagður.
Í skýrslu Amnesty eru Ísrael-
ar hvattir til að lofa að hætta að
nota ónákvæm vopn, sem geta
skaðað almenna borgara. Jafn-
framt eru Hamas-samtökin hvött
til að hætta eldflaugaárásum á
ísraelska borgara, og þeim árás-
um er einnig lýst sem stríðs-
glæpum. - þeb
Amnesty International:
Stríðsglæpir á
Gasasvæðinu
VEISTU SVARIÐ?