Fréttablaðið - 03.07.2009, Blaðsíða 10
10 3. júlí 2009 FÖSTUDAGUR
SIGRI FAGNAÐ Hafnaboltinn er nú í
fullum gangi í Bandaríkjunum. Kevin
Youkilis hjá Boston Red Sox fagnar
hér sigri gegn Baltimore Orioles á mið-
vikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL 365 miðlar hafa verið
dæmdir til að greiða Orra Hauks-
syni, fyrrverandi stjórnarfor-
manni Skjáseins, 300 þúsund
krónur í miska-
bætur vegna
ummæla sem
féllu um hann
í DV, sem þá
var í eigu 365,
í september
2006.
Í frétt DV
var fjallað um
skilnað Orra
og sagt að allt
væri í tómu tjóni í einkalífi hans.
Lögmaður stefnda mótmælti ekki
kröfunni um ógildingu ummæl-
anna.
Orri fór fram á 600 þúsund
krónur í bætur, en fékk sem áður
segir 300 þúsund krónur. Þá fékk
hann einnig 120 þúsund krónur
til að standa straum af birtingu
dómsins í fjölmiðlum. - sh
Orri Hauksson vinnur mál:
Fær meiðyrða-
bætur frá 365
ORRI HAUKSSON
GLITNIR BANKI HF.
Auglýsing um innköllun til skuldheimtumanna
Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur uppkveðnum þann 19. febrúar 2009 var Glitni banka hf., kt. 550500-3530,
sem er með lögheimili á Kirkjusandi 2, 105 Reykjavík en aðsetur að Sóltúni 26, 105 Reykjavík veitt heimild til
greiðslustöðvunar til 13. nóvember 2009. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögum nr. 44/2009 um breytingu
á lögum nr. 161/2002 hefur Héraðsdómur Reykjavíkur skipað bankanum slitastjórn sem hefur meðal annars með
höndum meðferð krafna á hendur bankanum meðan á greiðslustöðvun stendur og eftir að slitameðferð hefst að
lokinni greiðslustöðvun.
Bankinn hefur rekið með ótakmarkaðri ábyrgð eftirtalin útibú og firmu:
Útibú í Bretlandi: Glitnir Bank London Branch, 41 Lothbury, London EC2R 7HF, England.
Útibú í Kanada: Glitnir Bank Canadian Branch, 1718 Argyle Street, Suite 810, Halifax, Nova Scotia, B3J 3N6,
Kanada.
Skrifstofu í Kína: Rm 802A, Citigroup Tower, 33 Hua Yuan Shi Qiao Road, Shanghai 200120, Kína.
Frestdagur er 15. nóvember 2008. Upphafsdagur kröfumeðferðar miðast við gildistöku laga nr. 44/2009
og er 22. apríl 2009, sbr. nánar 1. mgr. og 2. málsliður 3. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 6. gr. laga
nr. 44/2009.
Með innköllun er birtist í fyrra sinni í Lögbirtingablaði sem út kom 26. maí 2009 var skorað á alla þá er telja til
hvers kyns skulda eða annarra réttinda á hendur Glitni banka hf. eða eigna í umráðum bankans, að lýsa kröfum
sínum skriflega fyrir slitastjórn bankans innan sex mánaða frá þeirri auglýsingu. Kröfulýsingafrestur rennur
samkvæmt því út 26. nóvember 2009. Kröfulýsingar skulu sendar bréflega til slitastjórnar bankans að Sóltúni 26,
105 Reykjavík og skal efni þeirra vera í samræmi við fyrirmæli 2. og 3. mgr. 117. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl.
nr. 21/1991. Vegna áðurnefndra ákvæða 1. mgr. og 2. málsliðar 3. mgr. 102. gr. laga nr. 161/2002, sbr. 6. gr.
laga nr. 44/2009, er því beint til kröfuhafa að í kröfulýsingu komi fram sundurliðuð fjárhæð kröfu þann 22. apríl
2009.
Kröfum í erlendri mynt skal lýst í viðkomandi mynt. Kröfuhöfum frá aðildarlöndum Evrópska efnahagssvæðisins
eða Fríverslunarsamtaka Evrópu er heimilt að lýsa kröfum á tungumáli heimalands síns. Slíkum kröfulýsingum skal
fylgja íslensk þýðing en þó er heimilt að lýsa kröfu á ensku án þess að þýðing fylgi. Aðrir kröfuhafar geta lýst
kröfum sínum á íslensku eða ensku.
Sé kröfu ekki lýst innan framangreinds frests gilda um það sömu réttaráhrif og um vanlýsingu kröfu skv. 118. gr.
laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 og telst hún því fallin niður gagnvart Glitni banka hf. nema undan-
tekningar í 1.–6. tölulið lagagreinarinnar eigi við.
Sérstaklega er áréttað að með því að lýsa kröfu sinni telst kröfuhafi hafa fallist á brottfall þagnarskyldu
(bankaleyndar) að því er varðar viðkomandi kröfu.
Í áðurnefndri auglýsingu í Lögbirtingablaðinu er boðað til kröfuhafafundar og verður hann haldinn fimmtudaginn
17. desember 2009 kl. 10.00, að Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík. Rétt til setu á
fundinum eiga þeir sem lýst hafa kröfu á hendur bankanum. Á fundinum verður fjallað um skrá um lýstar kröfur
og afstöðu slitastjórnar að því leyti sem hún liggur þá fyrir. Skrá um lýstar kröfur verður aðgengileg þeim sem lýst
hafa kröfum á hendur bankanum að minnsta kosti viku fyrir framangreindan fund.
Nánari upplýsingar um kröfulýsingar og meðferð krafna munu gerðar aðgengilegar á heimasíðu bankans,
www.glitnirbank.com. Beinir slitastjórn þeim tilmælum til kröfuhafa að upplýsa um tölvupóstfang sitt eða
umboðsmanns síns í kröfulýsingu til að auðvelda miðlun upplýsinga.
Reykjavík 29. júní 2009
Slitastjórn Glitnis banka hf.
Steinunn Guðbjartsdóttir hrl.
Einar Gautur Steingrímsson hrl.
Páll Eiríksson hdl.
AFGANISTAN, AP Bandaríkjaher
hóf mikla árás á Helmand-hérað
í Afganistan aðfaranótt fimmtu-
dags. Héraðið er eitt höfuðvíga
talibana í landinu. Markmiðið er
að hrekja alla uppreisnarmenn úr
héraðinu fyrir forsetakosningar
sem fara eiga fram í landinu hinn
20. ágúst næstkomandi.
Um fjögur þúsund bandarísk-
ir hermenn taka þátt í aðgerðinni
ásamt 650 afgönskum hermönn-
um. Aðgerðin er stærsta land-
gönguaðgerð Bandaríkjahers
síðan ráðist var inn í Fallujah í
Írak fyrir fimm árum. Breskar
herdeildir réðust í svipaðar, en
minni, aðgerðir í Helmand-hér-
aði og nágrannahéraðinu Kanda-
har í síðustu viku. Breskar her-
deildir hafa verið í héraðinu frá
árinu 2006, en hafa lent í miklum
átökum við talibana. Gríðarstór
hluti ópíums í heiminum verður
til í héraðinu og hafa talibanar
miklar tekjur af eiturlyfjafram-
leiðslunni.
Pakistönsk stjórnvöld til-
kynntu einnig í gær að fleiri
herdeildir hefðu verið fluttar að
landamærunum sem liggja að
Helmand til þess að koma í veg
fyrir að uppreisnarmönnum tak-
ist að flýja. Óttast hefur verið að
hertar aðgerðir í Suður-Afganist-
an myndu verða til þess að fjöldi
uppreisnarmanna færði sig yfir
til Pakistan.
Tveir breskir hermenn létu
lífið og sex særðust í sprengju-
árás í héraðinu í gær. Að öðru
leyti var lítið um átök í héraðinu.
Stöku skotbardagar voru milli
uppreisnarmanna og hermann-
anna, en enginn hermaður hafði
særst alvarlega í þeim. „Óvinur-
inn hefur valið að hörfa frekar en
að berjast, að mestu leyti,“ sagði
talsmaður hersins. Um 37 gráðu
hiti er í Afganistan og reyndist
hitinn hermönnum erfiður, þrátt
fyrir að þeir hafi verið í þjálfun í
eyðimörk undanfarið.
Í gær var tilkynnt um að banda-
rískum hermanni hefði verið rænt
annars staðar í landinu á þriðju-
dag. Hann er talinn vera í haldi
uppreisnarmanna í austurhluta
landsins.
Bandarískum hermönnum verð-
ur fjölgað um rúmlega 20 þúsund
fram að kosningunum, og í lok
árs er gert ráð fyrir að þeir verði
68 þúsund. Þá er ætlun Banda-
ríkjastjórnar að fjölga verulega í
afganska hernum á næstu árum,
úr 80 þúsundum í 134 þúsund árið
2011. thorunn@frettabladid.is
Sókn gegn afganskri uppreisn
Bandaríski herinn hefur hafið mikla sókn gegn uppreisnarmönnum í Helmand-héraði í Afganistan. Ætlun-
in er að hrekja þá burt fyrir forsetakosningarnar í ágúst. Bandarískum hermanni var rænt á þriðjudag.
BRESKIR HERMENN Í HELMAND-HÉRAÐI Auk breskra hermanna sem hafa verið
í héraðinu í fimm ár hafa nú 4.000 bandarískir hermenn og 650 afganskir bæst í
hópinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Karlmaður og kona á þrítugsaldri
voru dæmd í eins og tveggja mánaða
skilorðsbundið fangelsi. Meðal þeirra
brota sem fólkið hafði framið var að
svíkja út GPS-staðsetningartæki á
kostnað Björgunarsveitarinnar Kyndils
á Kirkjubæjarklaustri.
DÓMSTÓLAR
Skilorð fyrir að svíkja út
staðsetningartæki
UMHVERFISMÁL Borgarráð hefur
samþykkt tillögu Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur borgarstjóra
um að úthluta fimmtán milljón-
um króna úr Forvarna- og fram-
farasjóði Reykjavíkurborgar til
skógræktarverkefna á vegum
Skógræktarfélags Íslands. Styrk-
veitingin miðar að því að veita
ungu atvinnulausu fólki vinnu
við umhverfisvænt verkefni sem
stuðlar að fegrun útivistarsvæða
borgarinnar.
Ráðgjafahópur um úthlutun
úr Forvarna- og framfarasjóði
lagði til að fénu væri ráðstafað til
skógræktarverkefnanna, en þau
samræmast tveimur af helstu
markmiðum sjóðsins; að stuðla
að forvörnum í þágu ungs fólks
og fegrun umhverfisins. - shá
Borgin styrkir skógrækt:
Unglingar fegra
umhverfið
TRJÁRÆKT Tré verða ræktuð í Heiðmörk
og Esjuhlíðum.