Fréttablaðið - 03.07.2009, Qupperneq 4
4 3. júlí 2009 FÖSTUDAGUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Bassel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
31°
30°
30°
26°
26°
30°
25°
25°
25°
24°
25°
30°
27°
34°
28°
26°
24°
24°
Á MORGUN
Frekar hæg
austlæg átt.
SUNNUDAGUR
SA- eða A-átt,
5-10 m/s.
17
16
19
18
15
14
16
14
16
12
14
5
6
4
4
3
5
6
10
2
2
4
16
15 18
18
17 16
18 16
12
15
VÆTUSÖM HELGI
Bjartast verður
sunnanlands í
dag og horfur eru
á einum hlýjasta
deginum í þessum
hlýindakafl a sem
nú ríkir. Um helg-
ina eru horfur á
vætu með köfl um í
fl estum landshlut-
um en áfram verð-
ur hlýtt og frekar
hægur vindur.
Soffía
Sveinsdóttir
Veður-
fréttamaður
MENNTAMÁL „Við hljótum að skoða þetta með
opnum huga eins og aðrar hugmyndir sem við
fáum á okkar borð,“ segir Kjartan Magnússon,
formaður menntaráðs Reykjavíkur, um hug-
myndir um nýjan grunnskóla á Barónsstíg.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær
vill hópur fjögurra einstaklinga setja á fót
grunnskóla í gömlu Heilsuverndarstöðinni á
Baróns stíg. Þetta eru Ólafur Stefánsson hand-
knattleiksmaður, Edda Huld Sigurðardóttir,
fyrrverandi skólastjóri Ísaksskóla, Þorvald-
ur Þorsteinson listamaður og Jenný Guðrún
Jónsdóttir kennari. Haft var eftir Eddu Huld
að undir búningur að leyfisumsóknum væri
á lokastigi og að rætt yrði við Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur borgarstjóra í næstu viku. Í
skólanum verði lögð sérstök áhersla á skapandi
starf.
„Áhersla á skapandi starf hugnast mér alltaf
vel en það er svo sannarlega til staðar í borgar-
reknum skólum og hefur alltaf verið að aukast
og það er hið besta mál,“ segir Oddný Sturlu-
dóttir, fulltrúi Samfylkingar í menntaráði.
Oddnýr ítrekar að þar sem erindi nýja skól-
ans hafi enn ekki borist menntaráði geti hún
lítið tjáð sig um málefni hans. Hreiðar Sig-
tryggsson, skólastjóri Langholtsskóla, for-
maður Félags skólastjóra og áheyrnarfulltrúi
skólastjóra í menntaráði, segir allt skapandi
skólastarf vera jákvætt en hafa verði í huga
forsendurnar í samfélaginu í erfiðu efnahags-
ástandi. „Það er niðurskurður í fræðslumál-
um og skólarnir berjast í bökkum. Nemendum
hefur fækkað í borginni og rekstrargrund-
völlur þeirra skóla sem sveitarfélagið rekur
er mjög erfiður. Þá veltir maður því fyrir sér
hvort borgin eigi að taka þátt í stofnun nýrra
skóla sem væntanlega óska eftir framlagi frá
borginni á hvern nemanda,“ segir Hreiðar. -gar
Skóli við Barónsstíg skoðaður með opnum huga hjá Reykjavíkurborg en skólastjóri gagnrýnir tímasetninguna:
Efasemdir um nýjan skóla á erfiðum tímum
Björgólfur Thor Björgólfsson hefur
ekki verið meðal stærstu hluthafa
Eimskips, líkt og hermt var í blaðinu á
þriðjudag. Faðir hans, Björgólfur Guð-
mundsson, eignaðist ráðandi hlut í
því 2006-2007 í gegnum fjárfestingar-
félagið Gretti. Vexti Eimskips, sem þá
var undir stjórn Magnúsar Þorsteins-
sonar og Baldurs Guðnasonar, var þá
að mestu lokið.
LEIÐRÉTTING
INDLAND Dómstóll í Nýju-Delí á
Indlandi hefur úrskurðað að það
sé brot á grundvallarréttindum að
samkynhneigð sé refsiverð.
Dómurinn er tímamótadómur í
Indlandi, þar sem kynlíf tveggja
manneskja af sama kyni er refsi-
vert og getur varðað allt að tíu ára
fangelsi. Lengi hefur verið barist
fyrir því að lögunum verði breytt.
Átta ár eru frá því að óskað var
eftir því að dómurinn tæki málið
fyrir. Margir trúarleiðtogar hafa
mótmælt niðurstöðunni harðlega
og vilja ekki að lögunum verði
breytt. Hægt verður að áfrýja
dómnum til hæstaréttar landsins.
- þeb
Dómstóll í Indlandi:
Samkynhneigð
er ekki refsiverð
UTANRÍKISMÁL Silja Bára Ómars-
dóttir stjórnmálafræðingur segir
misskilnings
gæta varð-
andi umræður
um samninga-
nefndir Breta
og Hollendinga í
Icesave-málum.
Í þeim hafi setið
embættismenn
úr fjármála-
ráðuneytum
landanna.
Kveikja orða
Silju Báru, sem finna má á heima-
síðu hennar, er fullyrðingar Jóns
Daníelssonar hagfræðings um að
nefndarmenn landanna tveggja
hafi verið reyndir samningamenn
en Íslendingar hafi teflt fram
stjórnmála- og embættismönnum.
Hún segir íslensku nefndina í raun
hafa breiðari bakgrunn. Þá hvetur
hún Jón til að tilgreina þau mistök
sem hann segir hafa verið gerð í
samningunum. - kóp
Silja Bára Ómarsdóttir:
Umræða um
nefndir sé röng
PAKISTAN, AP Að minnsta kosti
sex manns létu lífið í sjálfsmorðs-
árás í Pakistan í gær. Um tuttugu
manns slösuðust í árásinni.
Árásarmaðurinn var á mótor-
hjóli og klessti á rútu sem í voru
starfsmenn varnarmálaráðuneyt-
is landsins. Að sögn embættis-
manns störfuðu fórnarlömbin við
vopnagerð í hernum.
Árásin varð í Rawalpindi, þar
sem pakistanski herinn hefur
höfuð stöðvar. Borgin er um tólf
kílómetra frá höfuðborginni
Islamabad. Árásin í gær var sú
síðasta í röð sprenginga í landinu.
Stjórnvöld í Noregi tilkynntu í
gær að sendiráð þeirra í Pakist-
an yrði lokað fram yfir helgi að
minnsta kosti, í öryggisskyni. - þeb
Árásir í Pakistan halda áfram:
Sjálfsmorðsárás
varð sex að bana
GAMLA HEILSUVERNDARSTÖÐIN Hugmyndir eru um
barnaskóla í húsinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SILJA BÁRA
ÓMARSDÓTTIR
Í RÚSTUNUM Tugir manna slösuðust í
árásinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GENGIÐ 02.07.2009
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
230,4049
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,46 127,06
206,97 207,97
177,90 178,90
23,891 24,031
19,882 20,000
16,485 16,581
1,3068 1,3144
195,52 196,68
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
DÓMSMÁL Kristján Víðir Kristjáns-
son, 31 árs, og Hlynur Ingi Braga-
son, 22 ára, voru í gær dæmdir í
tveggja og hálfs og tveggja ára
fangelsi fyrir hrottalegt rán á
Arnar nesi í lok apríl síðastliðins.
Tvítug stúlka, Laufey Jóhanna
Sigur pálsdóttir, sem beið í bíl
fyrir utan og hvatti þá áfram, hlaut
fimmtán mánaða fangelsi.
Barnabarn hjónanna, sautján ára
stúlka, fékk fimm mánaða skilorðs-
bundinn dóm fyrir að benda ræn-
ingjunum á hús þeirra. Hún bar því
við að hún hefði ekki vitað að um
rán yrði að ræða – heldur einungis
innbrot. Það var tekið til greina og
leiddi til þess að refsing hennar var
mun vægari en ella.
Kristján lagði á ráðin um ránið
ásamt Laufeyju í þrjá daga, að því
er segir í dómnum, vegna þess að
þau þurftu að komast yfir peninga
fyrir fíkniefnum. Bæði voru þau
undir miklum áhrifum þetta kvöld
og höfðu meðal annars sprautað sig
með kókaíni. Þau fengu Hlyn til liðs
við sig þegar Kristján treysti sér
ekki til að ganga einn í verkið.
Laufey lét tvímenningana hafa
hníf og að því búnu bönkuðu þeir
upp á hjá hjónunum. Þetta var
skömmu fyrir miðnætti á kosn-
ingakvöld og hjónin sátu og horfðu
á sjónvarpið. Þegar konan, sem er
73 ára, kom til dyra ruddist Kristj-
án inn og sló hana þremur þungum
höggum í höfuðið.
Hlynur fór því næst niður í kjall-
ara og sótti manninn, 82 ára. Hann
beindi að honum flökunarhníf og
hótaði honum lífláti.
Hjónin voru látin liggja á grúfu
og máttu sig hvergi hræra á meðan
Kristján lét greipar sópa um húsið
með miklum skarkala, að því er
segir í dómi. Hlynur stóð yfir þeim
og hótaði þeim stöðugt lífláti.
Kristján sópaði að sér öllum
verðmætum sem hann gat fundið;
seðlaveski með fimmtíu þúsund
krónum, fartölvu, símum og skart-
gripum að verðmæti rúm milljón,
þar með talið hringum af fingrum
konunnar.
Að því loknu var hjónunum tjáð
að ef þau hreyfðu sig á næstu fimm-
tán mínútum yrðu þau skotin á
færi. Ræningjarnir skáru síðan á
símalínur áður en þeir hurfu út í
nóttina.
Fólkið náðist eftir að Kristján
og Laufey reyndu að koma hluta
skartgripanna í verð í verslun í
borginni.
Allt játaði fólkið brot sín en
mennirnir þrættu fyrir það að hafa
hótað hjónunum. Orð hjónanna voru
hins vegar tekin trúanlegri.
Mennirnir hafa sætt gæsluvarð-
haldi frá því þeir voru handteknir.
Þeir hafa áður komið við sögu lög-
reglu, þó ekki fyrir jafnalvarleg
brot. stigur@frettabladid.is
Arnarnesræningjar
í áralangt fangelsi
Menn sem ruddust inn á eldri hjón á Arnarnesi, börðu þau og rændu, voru dæmd-
ir í tveggja og tveggja og hálfs árs fangelsi. Stúlka sem hvatti til verksins fékk 15
mánuði. Barnabarn mannsins slapp með fimm mánaða skilorðsbundinn dóm.
NEITUÐU HÓTUNUM
Ræningjarnir neituðu
því að hafa hótað
hjónunum en voru
ekki teknir trúanlegir.
Hlynur var jafnframt
sviptur ökurétti ævi-
langt fyrir að aka undir
áhrifum fíkniefna.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM