Fréttablaðið - 03.07.2009, Page 42

Fréttablaðið - 03.07.2009, Page 42
30 3. júlí 2009 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is VALUR 0-5 FH 0-1 Tryggvi Guðmundsson (6.), 0-2 Atli Viðar Björnsson (14.) 0-3 Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (23.) 0-4 Tryggvi Guðmundsson, víti (60.) 0-5 Davíð Þór Viðarsson (90.+2) Vodafonevöllurinn, áhorf.: 1224 Garðar Örn Hinriksson (7) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 11–18 (5–12) Varin skot Haraldur 7 – Daði 4 Horn 6–7 Aukaspyrnur fengnar 13–16 Rangstöður 2–2 Valur 4–4–2 Haraldur Björnsson 3 - Reynir Leósson 3, Atli Sveinn Þórarinsson 4, Guðmundur Viðar Mete 3 (46., Baldur Aðalsteinsson 6), Steinþór Gíslason 2 - Ólafur Páll Snorrason 4 (65., Viktor Illugason 5), Sigur- björn Örn Hreiðarsson 2, Einar Marteinsson 2, Bjarni Ólafur Eiríksson 3 - Guðmundur Steinn Hafsteinsson 3 (84. Ian Jeffs -), Marel Jóhann Baldvinsson 3 FH 4–3–3 Daði Lárusson 7 - Freyr Bjarnason 6, Tommy Nielsen 6 (78. Sverrir Garðarsson -), Pétur Viðarsson 7, Guðmundur Sævarsson 7 - Davíð Þór Viðarsson 7, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson 7 (82. Hákon Hallfreðsson -), Tryggvi Guðmundsson 8 (73. Matthías Guðmundsson -) - *Atli Guðnason 8, Atli Viðar Björnsson 8, Matthías Vilhjálmsson 6. Stjörnuvöllur, áhorf.: 1459 Stjarnan KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 9-8 (4-3) Varin skot Bjarni Þórður 2 – Stefán Logi 3 Horn 7-5 Aukaspyrnur fengnar 19-15 Rangstöður 1-6 KR 4–4–2 Stefán Logi Magnúss. 6 Skúli Jón Friðgeirsson 6 Grétar Sigurðarson 7 Mark Rutgers 7 Jordao Diogo 6 Óskar Örn Hauksson 7 (84., Atli Jóhannsson -) Jónas Guðni Sævars. 6 Bjarni Guðjónsson 6 Baldur Sigurðsson 6 Prince Rajcomar 5 (75., Gunnar Örn Jóns. -) Björgólfur Takefusa 6 (84., Guðm. Péturss. -) *Maður leiksins STJARN. 4–3–3 Bjarni Halldórsson 6 Guðni Rúnar Helgas. 6 Daníel Laxdal 7 *Tryggvi Bjarnas. 7 Hafsteinn Helgas. 3 (38., Jóhann Laxdal 5) Björn Pálsson 5 Birgir Hrafn Birgiss. 5 Steinþór Freyr Þorst. 6 (75., Magnús Björgv. -) Arnar Már Björgvins. 3 (88., Richard Hurlin -) Halldór Orri Björnss. 5 Ellert Hreinsson 2 0-1 Björgólfur Takefusa, víti (31.) 1-1 Tryggvi Sveinn Bjarnason (90.+4) 1-1 Þóroddur Hjaltalín Jr. (x) Pepsi-deild karla Breiðablik-Fjölnir 0-0 Stjarnan-KR 1-1 Valur-FH 0-5 STAÐAN 1. FH 11 10 0 1 32-6 30 2. KR 11 6 3 2 20-12 21 3. Stjarnan 10 6 2 2 25-12 20 4. Fylkir 10 6 2 2 19-10 20 5. Keflavík 10 5 3 2 18-15 18 6. Valur 10 5 1 4 11-16 16 7. Breiðablik 10 3 3 4 15-17 12 8. Fram 10 3 2 5 11-13 11 9. Grindavík 10 2 2 6 11-23 8 10. ÍBV 10 2 0 8 7-19 6 11. Fjölnir 10 1 2 7 10-22 5 12. Þróttur 10 1 2 7 9-23 5 Evrópudeild UEFA Fram-TNS 2-1 0-1 Steve Evans (24.), 1-1 Sam Tillen, víti (33.), 2-1 Heiðar Geir Júlíusson (48.). Valletta-Keflavík 3-0 STAÐAN Þjálfari/Leikmaður Gott 1 deildarlið í Færeyjum vantar þjálfara/ leikmann fyrir kvennalið sitt í handboltanum. Áhugasamir hafi ð sam- band við Egil í síma 00298220715 eða á egill@faroe-farming.fo buiunaet@olivant.fo > Keflavík tapaði 0-3 á Möltu Keflavík steinlá 0-3 í fyrri leik sínum á móti Valletta á Möltu í gærkvöldi en leikurinn var í fyrstu umferð Evrópudeildar UEFA. Leikurinn fór fram í miklum hita og þurfti dómari leiksins tvisvar að grípa til þess að gefa leikmönnum liðanna vatns- pásur. Mörk Valletta komu á 25., 50. og 72. mínútu leiksins og tvö þau síðari eftir stungusendingar inn fyrir Keflavíkurvörn- ina. Keflavík þarf nú að skora fjögur mörk til þess að komast áfram í næstu umferð Evrópudeildarinn- ar en seinni leikurinn fer fram á Sparisjóðsvellinum í Keflavík eftir viku. „Miðað við hvernig leikurinn þróaðist tel ég að það hafi ekki verið ósanngjarnt að komast úr honum með þrjú til fjögur mörk í plús,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir að hans menn lögðu TNS frá Wales 2-1 í Evrópuleik á Laugardalsvellinum í gær. „Það mikilvægasta er þó að við náðum sigri og fyrir fram hefði maður verið mjög sáttur við þessi úrslit. Það er alltaf sárt að fá á sig mark en það góða við þetta mark var að það vakti okkur til lífsins og við fórum að spila eins og við erum vanir,“ sagði Þorvaldur en TNS komst yfir eftir 25 mínútna leik. Þetta var fyrsti Evrópuleikur Fram í sautján ár, eða síðan 1992. Það sást vel á upphafskafla leiksins að Framarar renndu nokkuð blint í sjó- inn því það tók þá ákveðinn tíma að ná áttum. „Já, það er hárrétt. Við erum með lið sem hefur litla sem enga reynslu af Evrópukeppn- inni og menn vissu ekki alveg við hverju mátti búast. Þegar það fór að líða á kom þetta allt í ljós og á endanum var þetta bara þokkalegasti leikur hjá okkur,“ sagði Þorvaldur. „Við getum verið bjartsýnir fyrir seinni leikinn en hann verður á gervigrasi og við vitum ekki hvernig þeir eru þar. Annars hafa þeir ekki mikið verið að skora í deildinni heima fyrir á þessum velli síðustu þrjú ár og það gefur okkur von. Þetta snýst bara um hvernig við mætum til leiks. Það sást vel í þessum fyrri leik að þegar við fórum að gera þetta eins og menn var bara eitt lið líklegt til að vinna leikinn,“ sagði Þorvaldur. Samuel Tillen jafnaði fyrir Framara úr víta- spyrnu um tíu mínútum eftir að TNS komst yfir. Heiðar Geir Júlíusson skoraði svo sigur- markið strax í upphafi seinni hálfleiksins. Framarar höfðu öll völd á vellinum í seinni hálfleiknum og fengu nokkur góð tækifæri til að bæta við en það tókst ekki. Þeir fara því með eins marks forystu í seinni leikinn, sem verður eftir viku. - egm ÞORVALDUR ÖRLYGSSON, ÞJÁLFARI FRAM: VAR ÁNÆGÐUR MEÐ SIGURINN EN HEFÐI VILJAÐ HAFA HANN STÆRRI Ekki ósanngjarnt að vinna með fjórum mörkum FÓTBOLTI „Það var mjög ljúft að ná að jafna alveg í lok leiksins eftir að hafa verið í eltingarleik í allt kvöld. Ég rétt potaði í bolt- ann en það var alveg nóg,“ sagði Tryggvi Sveinn Bjarnason, varn- armaður Stjörnunnar, sem skoraði jöfnunar mark liðs síns gegn KR í blálok uppbótar tíma á Stjörnuvell- inum í gær. Það tók liðin smá tíma að finna taktinn á Stjörnuvelli í gærkvöld og framan af skapaðist mesta hættan úr föstum leikatriðum. Stjörnumönnum gekk annars illa að finna glufur á skipulögðum varnarleik KR-inga í fyrri hálf- leik en gestirnir voru hins vegar hættulegir í skyndiupphlaupum með þá Óskar Örn Hauksson og Prince Rajcomar í aðalhlutverk- um. Eftir um hálftíma leik barst bolt- inn inn fyrir vörn Stjörnunnar. Þar var Óskar Örn strax mættur eins og hrægammur og hirti boltann og lék á Bjarna Þórð í Stjörnumark- inu, sem braut á honum og víta- spyrna var réttilega dæmd. Björg- ólfur Takefusa fór á punktinn og skoraði af öryggi og það reyndist eina markið í hálfleiknum. Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og lítið um opin marktækifæri. Liðin spiluðu mikinn kraftabolta með endalaus- um háloftaspyrnum og kýlingum langt fram völlinn. KR-ingar virtust ætla að ná að verja forystu sína og í raun benti fátt til þess að Stjörnu- menn myndu skora. Það trylltist því allt á fjórðu mínútu uppbótar- tíma þegar Tryggvi Sveinn, fyrr- verandi varnarmaður KR, var réttur maður á réttum stað og náði að pota inn jöfnunarmarkinu af stuttu færi og þar við sat. „Það var jafn grátlegt og það var sætt að vinna á síðustu mín- útu gegn Blikum um daginn. Það var týpískt að þeir næðu að skora svona jöfnunarmark með tuttugu manns inni í teignum og stóra táin á Tryggva potaði þessu inn. Svona er fótboltinn bara stundum,“ sagði svekktur Jónas Guðni Sævarsson, fyrirliði KR. - óþ Stjörnumenn tryggðu sér 1-1 jafntefli á móti KR-ingum í uppbótartíma í Pepsi-deild karla á Stjörnuvelli í gær: Tryggvi Sveinn bjargvættur Stjörnumanna NÆSTUM ÞVÍ SIGURMARK Björgólfur Takefusa kemur hér KR í 1-0. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI FH-ingar fljúga hratt í áttina að enn einum Íslandsmeist- aratitlinum. Tíundi sigurleikur- inn í röð kom á Hlíðarenda í gær er liðið lagði Val, 0-5. Fyrri hálfleikur í gær var með hreinum ólíkindum. Margir biðu spenntir eftir því að sjá hvort brotthvarf Willums myndi hleypa krafti í Valsmenn. Svarið við því var risastórt nei. Það tók FH-inga ekki nema 23 mínútur að ganga frá leiknum. Tryggvi skoraði fyrsta mark- ið eftir aðeins sex mínútur. Atli Viðar lagði upp fyrsta markið og hann skoraði sjálfur átta mínút- um síðar. Ásgeir Gunnar gekk svo frá leiknum á 23. mínútu eftir eina af mörgum listasóknum FH- inga í hálfleiknum. FH-ingar sundurspiluðu Vals- menn hvað eftir annað í hálfleikn- um og varnarmenn Vals virtust vart vita í hvora áttina þeir áttu að snúa. Miðjumennirnir voru í stanslausum eltingarleik og sóknarmennirnir fylgdust með enda tókst Valsmönnum varla að byggja upp sókn. Þeir komust hreinlega ekki yfir miðju lengst- um í hálfleiknum. Yfirburðir FH- inga voru ótrúlegir. Sóknarleik- urinn frábærlega uppbyggður og hraður. Allir að taka þátt og liðið eins og vel smurð vél sem ekkert getur stöðvað. Valsmenn breyttu um taktík í síðari hálfleik og komust fyrir vikið betur inn í leikinn. Að sama skapi slakaði FH á klónni. Vals- mönnum gekk sem fyrr lítið að skapa sér færi og það voru FH- ingar sem sáu um markaskorun- ina, fyrst Tryggvi úr víti og svo Davíð Þór í uppbótartíma. Valsmenn fengu nákvæmlega það sem þeir áttu skilið úr þess- um leik – fasta flengingu. Liðið er með ólíkindum andlaust og það er augljóslega eitthvað verulega mikið að í herbúðum liðsins. Það er verk að vinna fyrir þann sem tekur við þessu Valsliði. Það verður ekkert tekið af FH- ingum, sem eru að spila stórkost- legan fótbolta. Hvergi er veik- an blett að finna hjá þeim. Liðið verður bara betra undir stjórn Heimis Guðjónssonar, sem hefur kannski ekki endilega fengið það hrós sem hann á skilið. Tíu sig- urleikir í röð bera merki um það. Ekki verður séð að nokkuð lið geti stöðvað FH. „Ég verð að viðurkenna að ég bjóst við meiri mótspyrnu frá Val miðað við það sem á undan er gengið,“ sagði markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson, sem átti magnaðan leik. „Við erum með mikið sjálfs- traust og erum að spila frábær- lega. Okkur finnst þetta gaman og engin ástæða til að hætta því,“ sagði Tryggvi, sem setti spurn- ingamerki við uppstillingu Vals, en mikið var hróflað við liðinu og þær breytingar skiluðu engu. Hinn jákvæði þjálfari Vals, Þor- grímur Þráinsson, reyndi að bera sig vel. „Þetta eru þung spor. Því er ekki að neita. Þetta eru niður- lægjandi tölur. Það er einkenni- legt að tapa 5-0 fyrir FH því FH var ekki að sýna neinn glansleik,“ sagði Þorgrímur en undirritaður er honum þar fullkomlega ósam- mála. „Mér fannst samt margt gott að gerast í Valsliðinu í dag en við gerum slæm mistök og gefum þeim mörk,“ sagði Þorgrímur, sem átti engar útskýringar á and- leysi Valsmanna. henry@frettabladid.is Flengingin var föst frá FH-ingum Meðvitundarlausir Valsmenn voru niðurlægðir á Vodafonevellinum í gær, 0-5. FH-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar og unnu tíunda leikinn í röð. FH er langbesta lið landsins en eitthvað mikið er að hjá Val. FJÖGUR MÖRK Í ÞREMUR LEIKJUM Tryggvi Guðmundsson fagnar hér fyrra marki sínu í gær en hann hefur nýtt langþráð tækifæri frábærlega. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.