Fréttablaðið - 03.07.2009, Side 38
26 3. júlí 2009 FÖSTUDAGUR
folk@frettabladid.is
Fimm hljómsveitir koma fram á
þungarokkstónleikum á Grand
Rokk í kvöld þar sem fjölbreytn-
in mun ráða ríkjum. Fyrst stígur
á svið hljómsveitin Wistaria
sem spilar metalcore, næst á
dagskrá verða rokkhundarnir í
Dimmu og á eftir þeim kemur
blackmetal-sveitin Svartidauði.
Fjórða sveitin sem stígur á svið
nefnist Bastard en hún spilar
dauða rokk og önnur dauðarokk-
sveit, Beneath, lýkur síðan kvöld-
inu. Húsið verður opnað klukkan
22 og aldurstakmark er 20 ár.
Aðgangseyrir er enginn.
Fimm spila á
metalkvöldi
BEN Michael Emerson leikur Benjamin
Linus í þáttunum Lost.
Michael Emerson, sem leikur ill-
mennið Benjamin Linus í Lost,
spáir því að lokaþátturinn verði
sorglegur. „Ég held að endirinn
verði ekki á léttu nótunum,“
sagði Emerson. „Ég held að við
eigum eftir að sjá miklu fleiri
deyja eftir því sem nær dregur
endinum. Ég giska á að einhverj-
ar þekktar persónur deyi. Ég er
handviss um að endalokin verði
fyrst og fremst gerð fyrir full-
orðna áhorfendur.“ Sjötta og síð-
asta þáttaröð Lost verður frum-
sýnd í Bandaríkjunum á næsta
ári og bíða áhorfendur spenntir
eftir því að sjá dulúðina sem
umlykur þættina leysta upp.
Sorglegur
lokaþáttur
DIMMA Rokkararnir í Dimmu spila á
Grand Rokk í kvöld.
> JOLIE TEKJUHÆST
Angelina Jolie hefur þénað mest
allra leikkvenna í Hollywood undan-
farið ár, eða um 3,4 milljarða króna.
Samkvæmt Forbes.com græddi hún
mest á myndinni Wanted.
Jennifer Aniston er í öðru
sæti á listanum með um 3,1
milljarð, mest vegna hinn-
ar vinsælu Marley and Me.
Skammt undan í þriðja sæti
er Meryl Streep sem lék í
söngvamyndinni Mamma
Mia!
Nýtt tónlistarmyndband með hljómsveit-
inni Gusgus verður frumsýnt í næstu
viku og bíða eflaust margir spenntir
eftir að berja það augum. Það eru þeir
Heimir Sverrisson og Jón Atli Helgason,
betur þekktur sem Hárdoktorinn, sem
unnu myndbandið í sameiningu. „Þegar
nýja platan með Gusgus var að koma út
vorum við Jón Atli fengnir til þess að
vinna að sérstöku þema fyrir plötuna.
Við ákváðum að breyta útliti og ímynd
hljómsveitarinnar og unnum áfram
með þetta þema í myndbandinu,“ segir
Heimir. Hann segir hugmyndaferlið
hafa verið langt og strangt og lítið
standi nú eftir af hinni upphaflegu hug-
mynd. Heimir og Jón Atli unnu að hand-
ritinu í sameiningu ásamt Rafaellu Sig-
urðardóttur og líkt og myndirnar bera
með sér þá er hér á ferðinni sótthreinsað
spítaladrama með erótísku ívafi. Það er
fyrirsætan Tinna Bergs sem fengin var
til að leika aðhlutverkið en auk hennar
fara Helgi Björnsson söngvari og Walter
Grímsson með hlutverk í myndbandinu.
Heimir segir að tökur á myndbandinu
hafi gengið sérstaklega vel fyrir sig,
enda hafi hann unnið með einvala liði.
„Fólkið sem kom að þessu með mér var
frábært og myndbandið væri örugglega
ekki svona flott hefði þeirra ekki notið
við.“ Verið er að leggja lokahönd á
myndbandið núna og býst Heimir við
að það verði tilbúið til frumsýningar í
næstu viku. - sm
Sótthreinsað spítaladrama
HEIMIR SVERRISSON OG JÓN ATLI HELGASON
Unnu í sameiningu að nýju myndbandi fyrir
hljómsveitina Gusgus. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
SKEIFUNNI 17 - OPIÐ 12-18