Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.07.2009, Qupperneq 39

Fréttablaðið - 03.07.2009, Qupperneq 39
FÖSTUDAGUR 3. júlí 2009 27 Einn nánasti vinur popp- stjörnunnar Michaels Jackson er fundinn. Hann er við hestaheilsu þrátt fyrir háan aldur en mun að öllum líkindum ekki mæta í jarðar- förina. Þetta er simpansinn Bubbles sem Michael Jackson hafði með sér hvert sem hann fór á tíunda ára- tug síðustu aldar. Bubbles hvarf síðan af sjónarsviðinu fyrir nokkr- um árum og margir aðdáendur Jacksons hafa velt vöngum yfir því hvað hafi eiginlega orðið um þennan fræga apa. Breska blaðið Daily Mail upplýsti lesendur sína um að Bubbles dveldi í góðu yfir- læti í Centre for Great Apes í Wau- chula í Flórida. Hann myndi þó ekki mæta í jarðarför fyrrverandi eig- anda síns. Starfsfólk dýragarðsins hefur leyft sjónvarpsvélunum að mynda Bubbles sem sönnun fyrir því að hann sé á lífi. „Það besta sem við getum gert til að heiðra minn- ingu Michaels Jackson er að hugsa enn betur um Bubbles því við vitum að Michael þótt einstaklega vænt um hann,“ sagði forstjórinn Patti Ragan. Jackson bjargaði Bubbles frá krabbameinsrannsóknum undir lok níunda áratugarins og þeir félagar ferðuðust um allan heiminn saman. Vinátta þeirra var svo djúp að þeir deildu hótelsvítum saman og Bubbles hafði sitt eigið rúm í svefn- herbergi Michaels. Bubbles átti einnig sitt sæti í upptöku verinu þar sem Bad var tekin upp. Þá var hann líka sá eini sem fékk að nota salerni Michaels. Þegar Bubbles varð eldri átti hann það til að verða árásar- gjarn og var því sendur í dýragarð enda óttaðist Michael að hann gæti hugsanlega skaðað Prince Michael II. Michael gætti þess þó vandlega að vel væri hugsað um Bubbles og hann skipulagði meðal annars afmælisveislu fyrir apann þar sem öðrum frægum dýrum var boðið, þeirra á meðal hundunum Benji og Lassie og simpansanum Cheeta sem sló í gegn í Tarzan. En nú hefur Bubbles sem sagt verið í dýragarðinum í Flórída síð- astliðin fjögur ár og kann víst vel við sig í kringum hin dýrin, sem tengjast reyndar öll skemmtana- bransanum með einum eða öðrum hætti. „Hann er mjög góður api, hann leyfir hinum yngri að drekka á undan sér og er bara mjög ljúfur og góður,“ segir Patti. Apinn Bubbles fannst í dýragarði GÓÐIR SAMAN Michael Jackson og Bubbles eru eitt eftirminnilegasta tvíeykið í sögu skemmtanabransans. NORDIC PHOTOS/AFP Leikarinn David Carradine framdi ekki sjálfs- víg heldur lést af völdum súrefnisskorts. Þetta kom fram eftir krufningu sem fjölskylda leikar- ans lét framkvæma fyrir sig. Carradine fannst nakinn inni í fataskápi með snúru um hálsinn og kynfærin á hótelherbergi í Bangkok hinn 4. júní. Talið er að hann hafi dáið í miðri kynlífs- athöfn. „Hann lést ekki af náttúrulegum orsök- um og ekki vegna sjálfsmorðs. Hann virðist því hafa dáið af slysförum,“ sagði læknirinn sem framkvæmdi krufninguna. Niðurstöðu úr krufn- ingu sem lögreglan í Taílandi lét framkvæma á Carradine er væntanleg á næstu dögum og þar gætu nýjar upplýsingar komið í ljós. Framdi ekki sjálfsvíg DAVID CARRADINE Leikarinn framdi ekki sjálfsvíg heldur lést af völdum súrefnisskorts. Laugavegi 7 101 Reykjavík Sími 561 6262 www.kisan.is 30 - 50% afsláttur Útsalan byrjar í dag! auk 1000 punkta GOLFBOLTAR MEÐ REYNSLU DVD FERÐASPILARI í allt sumar Ferðatilboð SU M AR TI LB OÐ Þú færð hámarksnýtingu á Safnkortspunktunum þínum með því að nýta þér Safnkortstilboð á þjónustustöðvum og í verslunum N1. Sparaðu peninga og veldu sniðugar vörur næst þegar þú átt leið hjá. Sjá nánar á www.n1.is. Fullt verð 2.990 kr. 990 kr. auk 1.000 punkta Fullt verð 1.690 kr. 190 kr. auk 500 punkta Fullt verð 1.990 kr. 0 kr. auk 1.000 punkta Fullt verð 9.900 kr. 3.900 kr. auk 1.000 punkta RAFMAGNS- HLAUPAHJÓL 12 DÓSIR COCA-COLA 0,33cl EÐA COCA-COLA LIGHT 0,33cl 2 DVD MYNDIR Í PAKKA Fullt verð 27.900 kr. 17.900 kr. auk 1.000 punkta x10 x2 x6 x2 x3

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.