Fréttablaðið - 03.07.2009, Side 19

Fréttablaðið - 03.07.2009, Side 19
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 GEORGE HOLLANDERS opnar í dag sýning- una Tíðarandinn í Listmunahorninu á Árbæjarsafni. Þar verða til sýnis leikföng frá leikfangasmiðjunni Stubbi ásamt heimasmíð eftir börn George og fleiri. „Mér finnst laxinn sumarleg- ur og þetta er alveg tíminn fyrir hann núna,“ segir Ása Guðrún Kristjánsdóttir næringarfræð- ingur, sem varði doktorsritgerð sína fyrir viku. „Ég saltaði laxinn ekki en held að fólki finnist hann bragðlaus án þess. Það fylgir nær- ingarfræðinni að ég passa mig á að salta ekki mikið. Það er gott að hafa saltið á borðinu með fiskin- um.“ Ása bjó einnig til kartöflusalat en hún segir það þægilegt því auð- velt sé að útbúa það nokkru áður en eigi að bera það fram. „Sér- staklega ef edikinu er ekki hellt yfir strax. Þetta er ekta salat til að hafa þegar á að grilla eða í lautar- ferð úti í garði. Ég fékk uppskrift- ina hjá vinkonu minni en þá var þetta fínni réttur sem ég hef ein- faldað.“ Ása útbjó ananas í eftirrétt sem hún segir að sé, eins og kartöflu- salatið, auðvelt að gera fyrir fram. „Ananas getur verið góður eins og hann er. Þessa hugmynd fékk ég úr Jamie Oliver-uppskriftabók. Ég útbjó ananasinn ekki nákvæmlega eins því ég einfaldaði þetta eins og kartöflusalatið,“ útskýrir Ása brosandi. „Mér finnst gaman að elda, sér- staklega þegar ég hef nógan tíma og er ekki að gera það í of miklum flýti,“ segir Ása og bætir við að henni finnist gaman að fá hug- myndir frá matreiðslubókum. „Ég býst við að ég hafi farið í næringar- fræðina af matarást.“ martaf@frettabladid.is Sumarlegt í eldhúsinu Ásu Guðrúnu Kristjánsdóttur finnst gaman að dunda sér í eldhúsinu og skoða matreiðslubækur til að fá hugmyndir að réttum. Hún gefur Fréttablaðinu sumarlega uppskrift að laxi og kartöflusalati. Ása Guðrún Kristjánsdóttir finnur oft hugmyndir í matreiðslubókum að réttum sem hún breytir svo og einfaldar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 2 sneiðar lax safi úr límónu Kreistið safann úr límónunni yfir laxinn. Bakið í ofni við 200 gráður í um það bil tíu mínútur eða þar til laxinn er eldaður í gegn. Kartöflusalat 5-10 kartöflur (fer eftir stærð) eitt vel grænt og súrt epli 1 dl sólblómafræ bútur af púrrulauk nokkrar msk. ólífuolía nokkrar msk. balsamedik Sjóðið kartöflurnar, skrælið ef þarf, og skerið í bita. Ristið sólblóma- fræin á pönnu. Skerið eplið í bita og púrru- lauk í þunnar sneiðar. Blandið öllu saman auk olíu og balsamediks. Eftirréttur ferskur ananas mynta hrásykur Skerið ananasinn í bita og steytið saman við hrásykur. Blandið öllu saman. SUMARLEGUR LAX FYRIR 2-3 6.890 kr. 4ra rétta tilboð og nýr A la Carte Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 10.990 kr. Barolo „Ornato“ 2004 | Ítalía. Chablis Grand Cru ,,Les Clos” 2005 | Frakkland Glas af eðalvíni Nú hefur veitingahúsið Perlan bætt við möguleikanum að velja sér glas af 16 eðalvínum með mat. Verð frá 1.050-3.700 kr. Sjá nánar á perlan.is. · Reykt önd með fíkjum, valhnetum og rauðvínsgljáa · · Humarsúpa rjómalöguð með grilluðum humarhölum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu · * E Ð A * · Fiskur dagsins útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar · · Skyr “Tonka crème brûlée” með karamelluís · Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is H rin gb ro t

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.