Fréttablaðið - 03.07.2009, Side 20
„Ferðin er skipulögð af norsku
fyrirtæki og er hópurinn að koma
frá Grænlandi þar sem hann
hefur hlaupið rathlaup undan-
farna daga,“ segir Guðmundur
Finnbogason, áhugamaður um rat-
hlaup. „Áður en hópurinn kemur
hafa kortagerðarmenn farið og
teiknað rathlaups kortin.“
Guðmundur segir að rathlaup
virki þannig að hlaupið sé eftir
leið á kortinu og klippum safn-
að á blað, en klippurnar eru allar
með mismunandi munstri, og eru
við rathlaupsflöggin. „Markmiðið
með hlaupinu er að hlaupa rétta
leið á sem stystum tíma. Það eina
sem fólk hefur til að rata er kort-
ið og í sumum tilfellum áttaviti
en það fer eftir því hversu erfitt
hlaupið er. Þetta hljómar einfalt
en er samt merkilega erfitt.“
Rathlaup hefur verið stundað í
tugi ára og er upprunnið í Noregi
en hefur aldrei náð fótfestu hér
á landi. „Þetta er stundað meira
og minna um allan heim og haldin
eru stór heimsmót. Skandinövum
sem við höfum verið í sambandi
við finnst ofboðslega spennandi
að koma þessu í gang hér á landi
því það hefur verið reynt í mörg
ár. Til dæmis langar þá að koma
hingað til að prófa að hlaupa í
hrauni.“
Inntur eftir ástæðu þess að rat-
hlaup hafi ekki náð vinsældum
hér á landi segir Guðmundur að
Íslendingar hafi talið að til rat-
hlaupa þyrfti skóg til að villast
í. „Það er auðvelt að villast í
hrauni. Hraun er spennandi land-
svæði því þar er erfitt að hlaupa
og rata. Akkillesarhællinn hér er
kortagerðin, sem tekur tíma, en
á móti kemur að þegar búið er að
gera kort þarf ekki mikið að laga
það.“
Og hver er framtíðin í rathlaupi
á Íslandi? „Með þessum viðburði
er möguleiki að leyfa fólki að
prófa en settar verða upp tvær
brautir, keppnisbrautin og önnur
styttri. Fólk getur komið klukkan
sex í dag að Hótel Loftleiðum og
fengið að spreyta sig. Markmiðið
er að rathlaup eignist sitt eigið líf
á Íslandi. Ef fólk hefur áhuga er
hægt að gera eitthvað úr þessu.“
martaf@frettabladid.is
Rathlaup í Öskjuhlíð
Um fimmtíu manns koma til landsins til þess að hlaupa rathlaup í Öskjuhlíðinni í dag. Rathlaup er þekkt
íþrótt víða um heim en hefur ekki náð fótfestu hér á landi þótt einhverjir hafi prófað íþróttina.
Guðmundur Finnbogason segir heimsmeistara í rathlaupi koma á föstudaginn til að taka þátt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
NÁTTÚRULEG FEGURÐ er yfirskrift sýningar eftir ljósmyndarann
Stefán Stein sem stendur yfir í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Í þessari myndaröð er ætlunin að sýna náttúruna í sinni einföldustu
mynd. Aðgangur er ókeypis.
Í Gamla bænum Laufási verður
á sunnudaginn hægt að fylgjast
með fólki við ýmsa iðju sem
tíðkaðist í gamla daga.
Sumarstarfsdagur verður haldinn
í Laufási við Eyjafjörð sunnudag-
inn 5. júlí. Þar getur fólk fengið
svör við spurningum á borð við:
Hvernig verður smjör til? Hvern-
ig fór fólk að því í gamla daga að
gera skyr? Hvernig fór fólk að við
heyskap fyrir tíð heyvinnuvéla?
Í Gamla bænum Laufási verður
hægt milli 13.30 og 17.00 að fylgj-
ast með fólki við ýmsa iðju sem
tíðkaðist í gamla daga.
Dagskráin hefst í kirkjunni kl.
13.30 þar sem séra Bolli Pétur
Bollason stýrir fjölskyldusam-
veru. Að henni lokinni verður fólk
að störfum í Gamla bænum. Unnið
verður úr undirstöðu mataræðis
Íslendinga fyrr á öldum, mjólk-
inni.
Kynnt verður undir hlóðum og
bakaðar gómsætar lummur. Gest-
um og gangandi verður boðið að
smakka á ýmsu góðgæti sem unnið
verður í gamla bænum, svo sem
nýgerðri smjörklípu á heimabök-
uðu rúgbrauði og nýgerðu skyri. Á
hlaðinu verður heyskapur í fullum
gangi og danshópurinn Vefarinn
stígur dans eftir að honum lýkur.
Þátttakendur í starfsdeginum
í Laufási eru félagar úr Laufás-
hópnum auk fjölda annarra sjálf-
boðaliða.
Veitingasala er í Gamla prest-
húsinu, en þar er hráefni úr hér-
aði í hávegum haft. Opið er í Lauf-
ási frá 9 til 18 alla daga.
Í þá gömlu góðu
Dans stiginn fyrir utan Gamla bæinn í Laufási.
,
MISTY
Gó jónusta - fagleg rá gjöf
Laugavegi 178, 105 R
sími 551-3366 - www.misty.is
opi mán-fös 10-18, lau 10-14
www.eirberg.is • 569 3100
Rafknúnir
hæginda-
stólar
•
standa upp
• Einfaldar stillingar
og fjölbreytt úrval
Mesta úrval landsins af rafgeymum í allar gerðir farartækja
MEÐ TUDOR